Greinir á um hvort að starfsmaðurinn hafi verið trúnaðarmaður Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 18:09 Starfsmaðurinn sem um ræðir var trúnaðarmaður hlaðmanna á Reykjavíkurflugvelli, að sögn Eflingar. Því er Icelandair ekki endilega sammála. Vísir/Vilhelm Icelandair er ekki sammála stéttarfélaginu Eflingu um að starfsmaður sem var látinn taka poka sinn hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnarinnar kom. Efling ætlar að stefna Icelandair vegna uppsagnarinnar. Í tilkynningu frá Eflingu í morgun kom fram að félagið ætlaði að höfða mál fyrir héraðsdómi og félagsdómi vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Fullyrt er að Ólöfu Helgu hafi verið sagt upp á sama tíma og hún átti í viðræðum við fulltrúa Icelandair um réttindamál starfsmanna. Hún hafi verið trúnaðarmaður hlaðmanna frá 2018. Engin skýring hafi verið gefin á uppsögninni en yfirmenn hafi tjáð fyrrverandi samstarfsmönnum hennar að hún hefði gerst sek um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, véfengir að Ólöf Helga hafi í raun verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp störfum í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Staðreyndin er sú að Icelandair er ósammála túlkun Eflingar og aðila greinir á um ákveðin efnisatriði málsins, svo sem það að viðkomandi starfsmaður hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnar kom,“ segir Ásdís Ýr. Icelandair harmi að Efling hafi ákveðið að reka málið í fjölmiðlum. Fyrirtækið geti að öðru leyti ekki tjáð sig um einstök starfsmannamál opinberlega. Þetta tiltekna mál sé „í farvegi“. Efling boðaði í tilkynningu sinni að félagið ætlaði að vekja athygli almennings á framgöngu Icelandair og Samtaka atvinnulífsins í máli Ólafar Helgu. Þannig hefði vefsíða verið opnuð um málið. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Í tilkynningu frá Eflingu í morgun kom fram að félagið ætlaði að höfða mál fyrir héraðsdómi og félagsdómi vegna uppsagnar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns hlaðmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli. Fullyrt er að Ólöfu Helgu hafi verið sagt upp á sama tíma og hún átti í viðræðum við fulltrúa Icelandair um réttindamál starfsmanna. Hún hafi verið trúnaðarmaður hlaðmanna frá 2018. Engin skýring hafi verið gefin á uppsögninni en yfirmenn hafi tjáð fyrrverandi samstarfsmönnum hennar að hún hefði gerst sek um alvarlegan trúnaðarbrest í starfi. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, véfengir að Ólöf Helga hafi í raun verið trúnaðarmaður þegar henni var sagt upp störfum í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. „Staðreyndin er sú að Icelandair er ósammála túlkun Eflingar og aðila greinir á um ákveðin efnisatriði málsins, svo sem það að viðkomandi starfsmaður hafi verið trúnaðarmaður þegar til uppsagnar kom,“ segir Ásdís Ýr. Icelandair harmi að Efling hafi ákveðið að reka málið í fjölmiðlum. Fyrirtækið geti að öðru leyti ekki tjáð sig um einstök starfsmannamál opinberlega. Þetta tiltekna mál sé „í farvegi“. Efling boðaði í tilkynningu sinni að félagið ætlaði að vekja athygli almennings á framgöngu Icelandair og Samtaka atvinnulífsins í máli Ólafar Helgu. Þannig hefði vefsíða verið opnuð um málið.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira