Segja að ekki eigi að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 13:37 Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Vísir/Vilhelm 245 einstaklingar leituðu á bráðamóttöku Landspítala vegna rafhlaupahjólaslysa í júní, júlí og ágúst. Sama tímabil í fyrra var fjöldinn 149. Meðalfjöldi þeirra sem þurfti að leita á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjóla fór úr 1,6 sumarið 2020 í 2,7 nú í sumar. Síðasta sumar slösuðust 72 börn en það er ekki mikil aukning þar sem 68 börn slösuðust sumarið 2020. Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Um helgar var áðurnefnt meðaltal 3,7 en það var 2,2 á virkum dögum. „Einnig er sláandi að um helgar verður rúmur helmingur þessara slysa á tímabilinu frá klukkan ellefu að kvöldi til fimm að morgni,“ segir í tilkynningu frá bráðamóttökunni. Í tilkynningunni segir að fólk eigi ekki að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis. Í tilkynningunni segir að tölurnar þurfi að skoða í samhengi við þá miklu aukningu sem hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fyrirtækjum sem leigja út rafhlaupahjól fjölgað og síðustu ár hafi um tuttugu þúsund rafhlaupahjól í einkaeigu verið flutt til landsins. Miðað við það megi áætla að hátt í milljón ferðir hafi verið farnar á rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá er vísað í rannsókn sem birt var í Læknablaðinu í vor þar sem fram koma að um fjörutíu prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjólaslysa hafi verið undir áhrifum áfengis. Tölur sumarsins ýti undir þær niðurstöður. Sjá einnig: Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Að endingu segir að efla þurfi öryggi á rafhlaupahjólum. Þó þau séu ódýr og umhverfisvænn samgöngumáti fylgi þeim nokkur slysatíðni og vegna mikilla vinsælda sé brýnt að halda áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. Þar að auki sé líklegt að bættar almenningssamgöngur að næturlagi um helgar gætu dregið úr slysatíðni. Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Síðasta sumar slösuðust 72 börn en það er ekki mikil aukning þar sem 68 börn slösuðust sumarið 2020. Slysin á rafhlaupahjólum gerast flest að næturlagi um helgar. Um helgar var áðurnefnt meðaltal 3,7 en það var 2,2 á virkum dögum. „Einnig er sláandi að um helgar verður rúmur helmingur þessara slysa á tímabilinu frá klukkan ellefu að kvöldi til fimm að morgni,“ segir í tilkynningu frá bráðamóttökunni. Í tilkynningunni segir að fólk eigi ekki að nota rafhlaupahjól undir áhrifum áfengis. Í tilkynningunni segir að tölurnar þurfi að skoða í samhengi við þá miklu aukningu sem hafi orðið í notkun rafhlaupahjóla á höfuðborgarsvæðinu. Bæði hafi fyrirtækjum sem leigja út rafhlaupahjól fjölgað og síðustu ár hafi um tuttugu þúsund rafhlaupahjól í einkaeigu verið flutt til landsins. Miðað við það megi áætla að hátt í milljón ferðir hafi verið farnar á rafhlaupahjólum á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Þá er vísað í rannsókn sem birt var í Læknablaðinu í vor þar sem fram koma að um fjörutíu prósent þeirra sem leituðu á bráðamóttöku vegna rafhlaupahjólaslysa hafi verið undir áhrifum áfengis. Tölur sumarsins ýti undir þær niðurstöður. Sjá einnig: Slys á hverjum degi á rafhlaupahjóli síðasta sumar Að endingu segir að efla þurfi öryggi á rafhlaupahjólum. Þó þau séu ódýr og umhverfisvænn samgöngumáti fylgi þeim nokkur slysatíðni og vegna mikilla vinsælda sé brýnt að halda áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. Þar að auki sé líklegt að bættar almenningssamgöngur að næturlagi um helgar gætu dregið úr slysatíðni.
Rafhlaupahjól Umferðaröryggi Samgöngur Landspítalinn Tengdar fréttir Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. 5. október 2021 17:43