Eftir Covid-19, verkefni og áskoranir Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 6. október 2021 14:00 Það er skrýtið hvað við getum vanist ótrúlegustu aðstæðum og tileinkað okkur nýja siði og venjur ef við neyðumst til þess. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvað Covid lagði á okkur síðast liðið rúmt eitt og hálft ár. Ýmislegt sem áður var okkur svo fjarlægt er orðinn okkar veruleiki (s.s. grímur og að lúta höfði í kveðjuskyni í stað þess að takast í hendur). Við erum sem sagt orðin austurlenskari í háttum en við vorum! Núna höfum við snúið til baka á vinnustaðinn eftir að hafa unnið mikið heima, verið fyrir framan skjáinn í samskiptum og þægindaramminn hefur minnkað mikið þetta síðasta eina og hálfa ár. Svo mætum við til vinnu og finnum að við erum óörugg. Sum hafa verið í sóttvarnarhólfum í vinnunni og lært að líta á þá sem eru í öðrum hólfum sem ósnertanlega fjarlæga vinnufélaga sem er bara hægt að hafa samskipti við gegnum tölvuna. Við spyrjum okkur um það hvað má, hvar línan liggur? Má spjalla, má hittast við kaffivélina? Má borða saman og hversu þétt má sitja? Og ef einhver meldar sig veikan leggst óöryggið yfir staðinn. Má spyrja hvað er að? Má spyrja hvort viðkomandi hafi farið í test eða erum við þá að ala á smitskömm eða stunda persónunjósnir? Hvernig höldum við í okkar ábyrgu smitvarnir en endurnýjum samt langþráð samstarf við góða vinnufélaga? Og hvernig eflum við liðsandann á ný og sköpum skemmtilegar stundir í hópnum? Allt eru þetta snúnar og erfiðar spurningar og sitt sýnist hverjum. Stundum er stutt í viðbrögð sem byggja á kvíða og óöryggi og skapa svo súrt andrúmsloft og samstarfið líður fyrir það. Allar breytingar eru flóknar og þessar eru það líka. Við gerum fullt af mistökum, skömmum okkur fyrir þau og stundum vantar upp á umburðarlyndið bæði gagnvart okkur sjálfum og líka gagnvart öðrum. Samskipti eru lykillinn, við þurfum að koma okkur saman um línu sem við getum flest fylgt en líka sýna því skilning ef einhver treystir sér ekki til að fylgja fjöldanum. Heilsukvíði, kvíði vegna heilsulausra aðstendenda og fleira tengt því getur svo sannarlega orðið til þess að einhverjir starfsmenn halda í þrönga þægindahringinn og vilja fara sér hægt í að stækka hann og stíga út. En orð eru til alls fyrst. Leyfum okkur að ræða þessi atriði, ræða okkar eigið óöryggi og spyrja spurninga. Því fyrr náum við vopnum okkar á ný reynslunni ríkari. Höfundur er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórkatla Aðalsteinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Sjá meira
Það er skrýtið hvað við getum vanist ótrúlegustu aðstæðum og tileinkað okkur nýja siði og venjur ef við neyðumst til þess. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvað Covid lagði á okkur síðast liðið rúmt eitt og hálft ár. Ýmislegt sem áður var okkur svo fjarlægt er orðinn okkar veruleiki (s.s. grímur og að lúta höfði í kveðjuskyni í stað þess að takast í hendur). Við erum sem sagt orðin austurlenskari í háttum en við vorum! Núna höfum við snúið til baka á vinnustaðinn eftir að hafa unnið mikið heima, verið fyrir framan skjáinn í samskiptum og þægindaramminn hefur minnkað mikið þetta síðasta eina og hálfa ár. Svo mætum við til vinnu og finnum að við erum óörugg. Sum hafa verið í sóttvarnarhólfum í vinnunni og lært að líta á þá sem eru í öðrum hólfum sem ósnertanlega fjarlæga vinnufélaga sem er bara hægt að hafa samskipti við gegnum tölvuna. Við spyrjum okkur um það hvað má, hvar línan liggur? Má spjalla, má hittast við kaffivélina? Má borða saman og hversu þétt má sitja? Og ef einhver meldar sig veikan leggst óöryggið yfir staðinn. Má spyrja hvað er að? Má spyrja hvort viðkomandi hafi farið í test eða erum við þá að ala á smitskömm eða stunda persónunjósnir? Hvernig höldum við í okkar ábyrgu smitvarnir en endurnýjum samt langþráð samstarf við góða vinnufélaga? Og hvernig eflum við liðsandann á ný og sköpum skemmtilegar stundir í hópnum? Allt eru þetta snúnar og erfiðar spurningar og sitt sýnist hverjum. Stundum er stutt í viðbrögð sem byggja á kvíða og óöryggi og skapa svo súrt andrúmsloft og samstarfið líður fyrir það. Allar breytingar eru flóknar og þessar eru það líka. Við gerum fullt af mistökum, skömmum okkur fyrir þau og stundum vantar upp á umburðarlyndið bæði gagnvart okkur sjálfum og líka gagnvart öðrum. Samskipti eru lykillinn, við þurfum að koma okkur saman um línu sem við getum flest fylgt en líka sýna því skilning ef einhver treystir sér ekki til að fylgja fjöldanum. Heilsukvíði, kvíði vegna heilsulausra aðstendenda og fleira tengt því getur svo sannarlega orðið til þess að einhverjir starfsmenn halda í þrönga þægindahringinn og vilja fara sér hægt í að stækka hann og stíga út. En orð eru til alls fyrst. Leyfum okkur að ræða þessi atriði, ræða okkar eigið óöryggi og spyrja spurninga. Því fyrr náum við vopnum okkar á ný reynslunni ríkari. Höfundur er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar