Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2021 20:31 Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. Í júní, júlí og ágúst leituðu 245 á bráðamóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjóli. Á sama tímabili í fyrra voru þeir 149. Lítil aukning er í slysum barna en 72 börn slösuðu sig á rafhlaupahjóli í sumar samanborið við 68 í fyrra. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að sem betur fer sé lítið um alvarlega áverka, en fjórir þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna slíkra slysa síðasta sumar. „Lang oftast er um smávægilega skurði, skrapsár og tognanir að ræða. Það er nokkuð um beinbrot og síðan eitthvað um andlitsáverka,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hann segir áberandi hve mörg slys verði á fullorðnum einstaklingum að næturlagi um helgar. „Sirka frá klukkan 23 að kvöldi til fimm að morgni, þá vekur það grun um að áfengi eigi stóran þátt í allt of mörgum þessara slysa.“ Hann minnir á að það taki tíma að læra á rafhlaupahjól líkt og á reiðhjól. „Ekki vera fullur á rafhlaupahjóli það er ekki sniðugt og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur það er afar vond blanda.“ Hjalti segir mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. „Svo held ég að það þurfi að skoða það aftur að taka upp næturstrætó um helgar þannig að fólk sem stundi skemmtanalífið geti komist heim með ódýrum og umhverfisvænum hætti.“ Rafhlaupahjól Landspítalinn Áfengi og tóbak Næturlíf Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Í júní, júlí og ágúst leituðu 245 á bráðamóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjóli. Á sama tímabili í fyrra voru þeir 149. Lítil aukning er í slysum barna en 72 börn slösuðu sig á rafhlaupahjóli í sumar samanborið við 68 í fyrra. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að sem betur fer sé lítið um alvarlega áverka, en fjórir þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna slíkra slysa síðasta sumar. „Lang oftast er um smávægilega skurði, skrapsár og tognanir að ræða. Það er nokkuð um beinbrot og síðan eitthvað um andlitsáverka,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hann segir áberandi hve mörg slys verði á fullorðnum einstaklingum að næturlagi um helgar. „Sirka frá klukkan 23 að kvöldi til fimm að morgni, þá vekur það grun um að áfengi eigi stóran þátt í allt of mörgum þessara slysa.“ Hann minnir á að það taki tíma að læra á rafhlaupahjól líkt og á reiðhjól. „Ekki vera fullur á rafhlaupahjóli það er ekki sniðugt og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur það er afar vond blanda.“ Hjalti segir mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. „Svo held ég að það þurfi að skoða það aftur að taka upp næturstrætó um helgar þannig að fólk sem stundi skemmtanalífið geti komist heim með ódýrum og umhverfisvænum hætti.“
Rafhlaupahjól Landspítalinn Áfengi og tóbak Næturlíf Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37