Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 10:22 Netverjar hafa ekki setið á sér eftir fréttir dagsins. Vísir Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. Nú eru því aðeins tveir þingmenn eftir í Miðflokknum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður í Norðausturkjördæmi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú orðnir sautján. Netverjar hafa að sjálfsögðu ekki setið á sér og velta margir fyrir sér tímasetningu vistaskiptanna, tveimur vikum eftir þingkosningar. Birgir sagði í pistli sem hann skrifaði í Morgunblaðinu í morgun að ástæða skiptanna væri Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Eftir að hann hafi gagnrýnt málið hafi samflokksmenn hans fyrrverandi aldrei treyst honum fyllilega aftur. „Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn,“ skrifar Jónas Már Torfason á Twitter. Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki,“ tístir Snæbjörn. Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort Bergþór Ólason fari ekki sömu leið og Birgir, Bergþor hafi jú lengstum verið í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjir spyrja sig hvers vegna þingmenn haldi sæti sínu þegar þeir yfirgefi sinn stjórnmálaflokk. Ef það væri bannað þá myndi fólk einfaldlega vera áfram í sínum flokki á pappírnum, en kjósa alltaf með öðrum. Í praxís kæmi það á nákvæmlega sama stað niður.— Stígur Helgason (@Stigurh) October 9, 2021 Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir skort Birgis á pólitískum heiðarleika með því að skipta um flokk, hálfum mánuði eftir kosningar, jaðra við Íslandsmet. Þorsteinn Guðmundsson útilokar ekki að flótti Birgis úr Miðflokknum muni hafa einhver áhrif á hann eftir þrjú ár. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Miðflokkurinn alltaf að minna okkur á hvaðan við komum: frá tíma þegar fjárhagslega sjálfstæðir karlar kúguðu aðra á öllum sviðum samfélagsins með þeim afleiðingum að kynslóðir fólks lifðu við óöryggi, ofbeldi, fátækt og hungur. Bring Miðaldir back? https://t.co/krrEt3ulLs— Sara Stef. (@sarastefans) October 9, 2021 Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Nú eru því aðeins tveir þingmenn eftir í Miðflokknum: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður í Norðausturkjördæmi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nú orðnir sautján. Netverjar hafa að sjálfsögðu ekki setið á sér og velta margir fyrir sér tímasetningu vistaskiptanna, tveimur vikum eftir þingkosningar. Birgir sagði í pistli sem hann skrifaði í Morgunblaðinu í morgun að ástæða skiptanna væri Klaustursmálið, sem kom upp í nóvember 2018. Eftir að hann hafi gagnrýnt málið hafi samflokksmenn hans fyrrverandi aldrei treyst honum fyllilega aftur. „Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn,“ skrifar Jónas Már Torfason á Twitter. Þetta jaðrar nú bara við kosningasvik? Væri sennilega mjög reiður kysi ég Miðflokkinn pic.twitter.com/5CSV3DOTfl— Jónas Már (@JTorfason) October 9, 2021 „Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki,“ tístir Snæbjörn. Jee ræt. Það eru hvað þrjú ár síðan það kom upp? En allavega ágætis karma hér á ferð fyrir SDG því ástæða þess að þeir hittust allir á Klaustri var sú að hann var að reyna að nappa þingmönnum úr öðrum flokki.https://t.co/ELBY1gpgEa— Snæbjörn (@artybjorn) October 9, 2021 Er hægt að hægsturlast meira af bræði vegna snarklikkaðrar háttsemi félaga sinna á Klausturbarnum og hætta í flokknum rúmum ... þremur árum síðar? https://t.co/59odH2FLic— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 9, 2021 Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort Bergþór Ólason fari ekki sömu leið og Birgir, Bergþor hafi jú lengstum verið í Sjálfstæðisflokknum. Einhverjir spyrja sig hvers vegna þingmenn haldi sæti sínu þegar þeir yfirgefi sinn stjórnmálaflokk. Ef það væri bannað þá myndi fólk einfaldlega vera áfram í sínum flokki á pappírnum, en kjósa alltaf með öðrum. Í praxís kæmi það á nákvæmlega sama stað niður.— Stígur Helgason (@Stigurh) October 9, 2021 Karl Garðarsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir skort Birgis á pólitískum heiðarleika með því að skipta um flokk, hálfum mánuði eftir kosningar, jaðra við Íslandsmet. Þorsteinn Guðmundsson útilokar ekki að flótti Birgis úr Miðflokknum muni hafa einhver áhrif á hann eftir þrjú ár. Þessi flótti þingmannsins úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokk hefur engin áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að útiloka að það hellist yfir mig neikvæðar tilfinningar eftir þrjú ár.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 9, 2021 Miðflokkurinn alltaf að minna okkur á hvaðan við komum: frá tíma þegar fjárhagslega sjálfstæðir karlar kúguðu aðra á öllum sviðum samfélagsins með þeim afleiðingum að kynslóðir fólks lifðu við óöryggi, ofbeldi, fátækt og hungur. Bring Miðaldir back? https://t.co/krrEt3ulLs— Sara Stef. (@sarastefans) October 9, 2021
Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira