Raðnauðgari í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2021 16:21 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 22. september en ekki birtur á vef dómstólsins fyrr en í dag. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem endurtekið hefur verið dæmdur fyrir kynferðisbrot hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Konan hafði komið á dvalarstað hans til að sækja föt á barn þeirra. Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir 15 ára aldri áður en hann sjálfur náði átján ára aldri. Þá hlaut hann þriggja og hálfs árs fangelsis dóm fyrir nauðgun í febrúar fyrir tveimur árum. Tvær milljónir í miskabætur Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á dvalarstað sínum í Reykjavík þann 15. október 2019 haft samræði og önnur kynferðismök við barnsmóður sína og fyrrum sambúðarkonu með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Var honum gefið að sök að hafa án hennar samþykkis stungið fingri í leggöng hennar, hent henni á rúm, girt niður um hana, rifið í hár hennar og haft við hana samræði þar til hann hafði sáðlát. Hlaut barnsmóðirin eymsli á hnakka og grunn sár á innri skapabörmum. Farið var fram á fjórar milljónir í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konunni tvær milljónir í miskabætur. Baðst afsökunar í skilaboðum Konan og karlmaðurinn voru sammála um atvik varðandi komu hennar á dvalarstað hans, að hann hefði sett fingur í leggöng hennar, girt niður um hana og haft við hana samræði. Karlmaðurinn neitaði að hafa hent henni á rúmið og togað í hár hennar. Sömuleiðis að hún hefði sagt honum að hætta eða ýtt honum frá sér. Framburður konunnar var metinn trúverðugur en hún sagðist hafa nokkrum sinnum beðið barnsföður sinn um að hætta, ýtt honum frá sér og minnt hann á að þau væru ekki lengur saman. Þá reyndist konan með eymsli á kynfærum og hársverði við skoðun á Neyðarmóttöku. Þá lá fyrir útprentun á skilaboðum sem karlmaðurinn sendi henni um þremur klukkustundum eftir að hún fór. Þar baðst hann afsökunar en sagðist fyrir dómi ekki muna hvers vegna. Taldi hann konuna hafa hótað sér að hann fengi ekki að sjá barn þeirra og því brugðist svo við. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi stutt þá skýringu hans. Langvarandi andleg vanlíðan Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brotið var gróft, olli líkamlegum áverkum og langvarandi andlegri vanlíðan. Þá leit dómurinn til hinna nánu tengsla en þau höfðu nýverið slitið sambúð. Þannig hafi karlmaðurinn brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar sem hann kynntist þegar hún var á sautjánda ári. Dráttur á málinu var metinn ákærða til mildunar við ákvörðun refsingu. Ekki kom til greina að skilorðsbinda dóminn að nokkru leyti vegna fyrri brota mannsins. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Karlmaðurinn var í tvígang dæmdur fyrir nauðgun á stúlkum undir 15 ára aldri áður en hann sjálfur náði átján ára aldri. Þá hlaut hann þriggja og hálfs árs fangelsis dóm fyrir nauðgun í febrúar fyrir tveimur árum. Tvær milljónir í miskabætur Karlmaðurinn var ákærður fyrir nauðgun með því að hafa á dvalarstað sínum í Reykjavík þann 15. október 2019 haft samræði og önnur kynferðismök við barnsmóður sína og fyrrum sambúðarkonu með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Var honum gefið að sök að hafa án hennar samþykkis stungið fingri í leggöng hennar, hent henni á rúm, girt niður um hana, rifið í hár hennar og haft við hana samræði þar til hann hafði sáðlát. Hlaut barnsmóðirin eymsli á hnakka og grunn sár á innri skapabörmum. Farið var fram á fjórar milljónir í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konunni tvær milljónir í miskabætur. Baðst afsökunar í skilaboðum Konan og karlmaðurinn voru sammála um atvik varðandi komu hennar á dvalarstað hans, að hann hefði sett fingur í leggöng hennar, girt niður um hana og haft við hana samræði. Karlmaðurinn neitaði að hafa hent henni á rúmið og togað í hár hennar. Sömuleiðis að hún hefði sagt honum að hætta eða ýtt honum frá sér. Framburður konunnar var metinn trúverðugur en hún sagðist hafa nokkrum sinnum beðið barnsföður sinn um að hætta, ýtt honum frá sér og minnt hann á að þau væru ekki lengur saman. Þá reyndist konan með eymsli á kynfærum og hársverði við skoðun á Neyðarmóttöku. Þá lá fyrir útprentun á skilaboðum sem karlmaðurinn sendi henni um þremur klukkustundum eftir að hún fór. Þar baðst hann afsökunar en sagðist fyrir dómi ekki muna hvers vegna. Taldi hann konuna hafa hótað sér að hann fengi ekki að sjá barn þeirra og því brugðist svo við. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi stutt þá skýringu hans. Langvarandi andleg vanlíðan Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að brotið var gróft, olli líkamlegum áverkum og langvarandi andlegri vanlíðan. Þá leit dómurinn til hinna nánu tengsla en þau höfðu nýverið slitið sambúð. Þannig hafi karlmaðurinn brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar sem hann kynntist þegar hún var á sautjánda ári. Dráttur á málinu var metinn ákærða til mildunar við ákvörðun refsingu. Ekki kom til greina að skilorðsbinda dóminn að nokkru leyti vegna fyrri brota mannsins. Dóm héraðsdóms má lesa hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira