Áróðursherferðin gegn landinu Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 12. október 2021 09:01 Síðustu daga hafa forsvarsmenn stórra orkufyrirtækja komið fram í fjölmiðlum og haldið því fram að á Íslandi sé brýnt að framleiða meiri orku en nú er gert. Þeir hafa sagt að til þess að hægt sé að fara í orkuskiptin sé bráðnauðsynlegt að taka úr sambandi faglega ferla sem lög kveða á um þegar ákvörðun er tekin um hvort virkjanir skuli rísa. Allt skal það gert í nafni umhverfisverndar, til þess að takast á við loftslagsvandann. Skoðum það aðeins. Langstærsti raforkuframleiðandi heims Á Íslandi er framleidd langmest raforka á íbúa í heiminum, 57 þúsund kWh/íbúa. Í öðru sæti er Noregur með 26,5 þúsund kWh/íbúa og þar á eftir fleiri olíuþjóðir. Á sama tíma höfum við eitt stærsta kolefnisspor í Evrópu á íbúa. Er þá líklegt að meiri raforkuframleiðsla muni draga úr kolefnisspori Íslendinga? Röng forgangsröðun – í hvað fer orkan? Hvers vegna er raforka sem framleidd er á Íslandi ekki til kaups fyrir íslenskt samfélag í stað alþjóðlegra risafyrirtækja? Stóriðjan gleypir 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi – en öll önnur starfsemi í landinu notar aðeins 20% raforkunnar. Það þýðir að allir skólar, öll heimili, öll önnur fyrirtæki, allar stofnanir og samtök nota aðeins brot af raforkunni sem hér er framleidd. Af þessu leiðir einnig að stór hluti af uppbyggingu flutningskerfis raforkunnar er herkostnaður fyrir stóriðju. Loftslagskrísan er orkukrísa Til að takast á við hamfarahlýnun þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnishlutlausa orku. Það er gríðarstórt og gríðarmikilvægt verkefni. Hins vegar er óraunhæft að halda að hægt verði að nota sama magn af orku á sjálfbæran hátt og heimurinn gerir nú með jarðefnaeldsneyti. Sjálfbærasta loftslagsaðgerðin er því að nota minni orku og nýta hana betur. Þess vegna eru loftslagsaðgerðir eins og t.d. fjölbreyttur ferðamáti svo mikilvægar því minni orku þarf þá til þess að komast á milli staða – en ekki bara öðruvísi orku. Á Íslandi verðum við að setja stefnuna á að draga úr orkunotkun en ekki bara skipta um framleiðsluaðferð og orkugjafa. Samkvæmt greiningu Rafbílasambands Íslands duga 8% þeirrar raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2016 til að rafvæða allan bifreiðaflotann eins og hann leggur sig fyrir 2040. Með því að stækka núverandi virkjanir (þar sem það er mögulegt), draga úr orkunotkun bílaflotans og forgangsraða í hvað orkan er nýtt förum við létt með rafvæðingu samgangna án nýrra virkjana. Verðmæti ósnortinnar náttúru gleymist í útreikningum orkufyrirtækjanna Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey er vernd náttúrunnar arðbær loftslagsaðgerð sem skapar störf og verndar lýðheilsu. Verðmæti Íslenskrar náttúru ætti á þessum tímapunkti að vera öllum ljóst. Því miður hentar orkufyrirtækjunum að líta framhjá þeim verðmætum og krefjast þess að ekki sé fylgt faglegri ákvarðanatöku um nýtingu náttúrunnar. Sannleikurinn er sá að rammaáætlun er besta tækið sem við höfum til þess að taka ákvarðanir um afdrif íslenskra náttúruperla. En erfitt hefur reynst að afgreiða frumvarpið á Alþingi vegna gríðarlegs þrýstings orkufyrirtækjanna á stjórnmálafólk. Það að hagsmunaaðilum líki ekki niðurstaða faglegrar úttektar þýðir ekki að aðferðafræðin eða niðurstaðan sé röng eða gölluð heldur einfaldlega það að náttúran er verðmætari óspillt en virkjuð. Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru. Kaupum ekki fullyrðingar um að kreista þurfi enn meiri orku úr ósnortinni náttúru landsins. Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Stöndum vörð um náttúru Íslands! Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa forsvarsmenn stórra orkufyrirtækja komið fram í fjölmiðlum og haldið því fram að á Íslandi sé brýnt að framleiða meiri orku en nú er gert. Þeir hafa sagt að til þess að hægt sé að fara í orkuskiptin sé bráðnauðsynlegt að taka úr sambandi faglega ferla sem lög kveða á um þegar ákvörðun er tekin um hvort virkjanir skuli rísa. Allt skal það gert í nafni umhverfisverndar, til þess að takast á við loftslagsvandann. Skoðum það aðeins. Langstærsti raforkuframleiðandi heims Á Íslandi er framleidd langmest raforka á íbúa í heiminum, 57 þúsund kWh/íbúa. Í öðru sæti er Noregur með 26,5 þúsund kWh/íbúa og þar á eftir fleiri olíuþjóðir. Á sama tíma höfum við eitt stærsta kolefnisspor í Evrópu á íbúa. Er þá líklegt að meiri raforkuframleiðsla muni draga úr kolefnisspori Íslendinga? Röng forgangsröðun – í hvað fer orkan? Hvers vegna er raforka sem framleidd er á Íslandi ekki til kaups fyrir íslenskt samfélag í stað alþjóðlegra risafyrirtækja? Stóriðjan gleypir 80% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi – en öll önnur starfsemi í landinu notar aðeins 20% raforkunnar. Það þýðir að allir skólar, öll heimili, öll önnur fyrirtæki, allar stofnanir og samtök nota aðeins brot af raforkunni sem hér er framleidd. Af þessu leiðir einnig að stór hluti af uppbyggingu flutningskerfis raforkunnar er herkostnaður fyrir stóriðju. Loftslagskrísan er orkukrísa Til að takast á við hamfarahlýnun þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir kolefnishlutlausa orku. Það er gríðarstórt og gríðarmikilvægt verkefni. Hins vegar er óraunhæft að halda að hægt verði að nota sama magn af orku á sjálfbæran hátt og heimurinn gerir nú með jarðefnaeldsneyti. Sjálfbærasta loftslagsaðgerðin er því að nota minni orku og nýta hana betur. Þess vegna eru loftslagsaðgerðir eins og t.d. fjölbreyttur ferðamáti svo mikilvægar því minni orku þarf þá til þess að komast á milli staða – en ekki bara öðruvísi orku. Á Íslandi verðum við að setja stefnuna á að draga úr orkunotkun en ekki bara skipta um framleiðsluaðferð og orkugjafa. Samkvæmt greiningu Rafbílasambands Íslands duga 8% þeirrar raforku sem framleidd var á Íslandi árið 2016 til að rafvæða allan bifreiðaflotann eins og hann leggur sig fyrir 2040. Með því að stækka núverandi virkjanir (þar sem það er mögulegt), draga úr orkunotkun bílaflotans og forgangsraða í hvað orkan er nýtt förum við létt með rafvæðingu samgangna án nýrra virkjana. Verðmæti ósnortinnar náttúru gleymist í útreikningum orkufyrirtækjanna Samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins McKinsey er vernd náttúrunnar arðbær loftslagsaðgerð sem skapar störf og verndar lýðheilsu. Verðmæti Íslenskrar náttúru ætti á þessum tímapunkti að vera öllum ljóst. Því miður hentar orkufyrirtækjunum að líta framhjá þeim verðmætum og krefjast þess að ekki sé fylgt faglegri ákvarðanatöku um nýtingu náttúrunnar. Sannleikurinn er sá að rammaáætlun er besta tækið sem við höfum til þess að taka ákvarðanir um afdrif íslenskra náttúruperla. En erfitt hefur reynst að afgreiða frumvarpið á Alþingi vegna gríðarlegs þrýstings orkufyrirtækjanna á stjórnmálafólk. Það að hagsmunaaðilum líki ekki niðurstaða faglegrar úttektar þýðir ekki að aðferðafræðin eða niðurstaðan sé röng eða gölluð heldur einfaldlega það að náttúran er verðmætari óspillt en virkjuð. Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru. Kaupum ekki fullyrðingar um að kreista þurfi enn meiri orku úr ósnortinni náttúru landsins. Tökum ákvarðanir með heildarhagsmuni í huga þar sem náttúruvernd, vernd líffræðilegrar fjölbreytni og loftslagsmál haldast í hendur. Stöndum vörð um náttúru Íslands! Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun