KR-ingurinn mætir liðinu sem hann yfirgaf á miðju tímabil í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2021 14:31 Shawn Glover í leik með Tindastólsliðinu á síðustu leiktíð. Vísir/Hulda Margrét Augu margra verða á Shawn Derrick Glover í DHL-höllinni í kvöld þegar KR tekur á móti Tindastól í annarri umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Stólarnir fylgja eftir sannfærandi sigri sínum á sterku Valsliði. KR-ingar voru frábærir í sókninni í fyrsta leik en þurfa örugglega að spila betri vörn í kvöld. Leikur KR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 20.05. Á undan honum verður sýndur beint leikur Þórs úr Þorlákshöfn og Vestra en á eftir mun Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Körfuboltakvölds fara yfir leiki kvöldsins í Tilþrifunum með sérfræðingnum Hermanni Haukssyni. Stórleikur kvöldsins verður í Vesturbænum og þar verður sérstaklega athyglisvert að sjá hvort Glover eða Stólarnir ætli að sýna hinum hvar Davíð keypti ölið. Glover stimplaði sig vel inn í KR-liðinu með því að skora 40 stig í sigri á Blikum í fyrstu umferðinni. Það er á ferðinni frábær sóknarmaður sem gestirnir af Sauðárkróki þekkja mjög vel. Hann er nefnilega að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól en það má samt segja að Glover hafi hætt í miðjum klíðum á síðustu leiktíð. Glover var með það í samningi sínum við Stólana að hann gæti hoppað á nýtt tilboð hvenær sem er á tímabilinu og þrátt fyrir beiðni frá Tindastólsmönnum þá var hann ekki tilbúinn að afsala sér þeim rétti. Þegar kom að því að glugginn væri að loka þá vildu Stólarnir ekki lenda því að verða kanalausir í miðri úrslitakeppni af því að Glover væri farinn annað. Tindastóll samdi því við Flenard Whitfield sem kláraði tímabilið með liðinu. Whitfield var með 16,5 stig skoruð að meðaltali og 21,8 framlagsstig í leik en Glover endaði tímabilið með 26,2 stig skoruð í leik og 27,4 framlagsstig í leik. Stólarnir steinlágu 91-69 á móti ÍR í síðasta leik Glover með liðinu en hann skoraði bara þrettán stig í þeim leik eftir að hafa verið með 27,5 stig að meðaltali í leik fram að því. Stólarnir fóru líka burtu með stigin úr DHL-höllinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið KR-liðið 104-101. Umræddur Glover var með 30 stig og 8 fráköst fyrir Tindastólsliðið í leiknum og nýtti þá 67 prósent skota sinna. Stólarnir unnu með tíu stigum þegar hann var inn á gólfinu. Subway-deild karla KR Tindastóll Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Bæði lið unnu sinn leik í fyrstu umferðinni og það verður forvitnilegt að sjá hvernig Stólarnir fylgja eftir sannfærandi sigri sínum á sterku Valsliði. KR-ingar voru frábærir í sókninni í fyrsta leik en þurfa örugglega að spila betri vörn í kvöld. Leikur KR og Tindastóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 20.05. Á undan honum verður sýndur beint leikur Þórs úr Þorlákshöfn og Vestra en á eftir mun Kjartan Atli Kjartansson umsjónarmaður Körfuboltakvölds fara yfir leiki kvöldsins í Tilþrifunum með sérfræðingnum Hermanni Haukssyni. Stórleikur kvöldsins verður í Vesturbænum og þar verður sérstaklega athyglisvert að sjá hvort Glover eða Stólarnir ætli að sýna hinum hvar Davíð keypti ölið. Glover stimplaði sig vel inn í KR-liðinu með því að skora 40 stig í sigri á Blikum í fyrstu umferðinni. Það er á ferðinni frábær sóknarmaður sem gestirnir af Sauðárkróki þekkja mjög vel. Hann er nefnilega að mæta sínum gömlu félögum í Tindastól en það má samt segja að Glover hafi hætt í miðjum klíðum á síðustu leiktíð. Glover var með það í samningi sínum við Stólana að hann gæti hoppað á nýtt tilboð hvenær sem er á tímabilinu og þrátt fyrir beiðni frá Tindastólsmönnum þá var hann ekki tilbúinn að afsala sér þeim rétti. Þegar kom að því að glugginn væri að loka þá vildu Stólarnir ekki lenda því að verða kanalausir í miðri úrslitakeppni af því að Glover væri farinn annað. Tindastóll samdi því við Flenard Whitfield sem kláraði tímabilið með liðinu. Whitfield var með 16,5 stig skoruð að meðaltali og 21,8 framlagsstig í leik en Glover endaði tímabilið með 26,2 stig skoruð í leik og 27,4 framlagsstig í leik. Stólarnir steinlágu 91-69 á móti ÍR í síðasta leik Glover með liðinu en hann skoraði bara þrettán stig í þeim leik eftir að hafa verið með 27,5 stig að meðaltali í leik fram að því. Stólarnir fóru líka burtu með stigin úr DHL-höllinni á síðustu leiktíð eftir að hafa unnið KR-liðið 104-101. Umræddur Glover var með 30 stig og 8 fráköst fyrir Tindastólsliðið í leiknum og nýtti þá 67 prósent skota sinna. Stólarnir unnu með tíu stigum þegar hann var inn á gólfinu.
Subway-deild karla KR Tindastóll Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira