Var nauðgað í fullri lest á meðan aðrir farþegar sátu hjá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 09:23 Árásin stóð yfir í átta mínútur áður en lögreglumaður kom um borð og handtók árásarmanninn. Getty/Bastiaan Slabbers Lestarfarþegar í Fíladelfíu sátu hjá og gerðu ekkert á meðan konu var nauðgað í lestarvagninum á miðvikudagskvöld. Ekki einn farþeganna brást við á meðan á árásinni stóð og enginn hringdi í neyðarlínuna að sögn yfirvalda í Fíladelfíu. Árásarmaðurinn, sem yfirvöld segja heita Fiston Ngoy, settist niður við hlið konunnar um klukkan tíu á miðvikudagskvöld en lestin var á vesturleið í átt að umferðarmiðstöðinni í Fíladelfíu. Að sögn Andrews Busch, talsmanns samgöngustofu Suðaustur-Pennsylvaníu (SEPTA), hafði Ngoy reynt að snerta konuna nokkrum sinnum áður en árásin hófst. Konan hafi reynt að ýta Ngoy af sér en hann hafi náð að rífa fötin utan af henni. Að sögn Busch varði árásin í um átta mínútur en enginn samferðamanna þeirra greip inn í. New York Times greinir frá. „Mér býður við þeim sem hjálpuðu þessari konu ekki,“ sagði Timothy Bernhardt, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Upper Darby, á blaðamannafundi í gær. „Fólkið sem var í þessum lestarvagni þarf að horfa í spegil og spyrja sjálft sig hvers vegna það skipti sér ekki af og hvers vegna það gerði ekkert.“ Farþegar sagðir hafa tekið árásina upp á myndband Ngoy, sem er 35 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi og grófa ósæmilega árás án samþykkis, auk annarra brota. Að sögn yfirvalda var Ngoy heimilislaus og óvopnaður þegar hann framdi árásina. Hann situr nú á bak við lás og slá í Delaware County fangageymslunni og hefur 180 þúsund dollara, eða 23 milljóna króna, lausnartrygging verið lögð á herðar honum. Ngoy var ekki kominn með lögmann í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á blaðamannafundi í gærkvöldi voru nokkrir farþegar til viðbótar í lestarvagninum en ekki ljóst hve margir. Að sögn Bernhardts eru rannsakendur enn að reyna að komast að því hvað þeir voru nákvæmlega margir. Vagninn hafi ekki, að sögn Bernhardts, verið stútfullur en hefðu farþegarnir tekið höndum saman og gripið inn í árásina í sameiningu hefðu þeir getað stöðvað hana. Að hans sögn hafi lögreglan fengið ábendingar um að einhverjir farþeganna hefðu tekið árásina upp á farsíma sína en lögreglan hafi þó ekki fengið það staðfest. Það hafi svo verið starfsmaður lestarinnar sem hafi farið um borð í lestarvagninn, séð hvað hafi gengið á og hringt í neyðarlínuna. „Svo fór lögreglumaður um borð í lestina, gómaði manninn í miðri árás og handtók hann.“ Samfarþegar konunnar gætu endað á að bera réttarstöðu sakbornings hafi þeir tekið árásina upp á myndband en það er alfarið í höndum lögreglunnar hvort samfarþegarnir verði sóttir til saka. Fyrir hvað þeir yrðu ákærðir liggi þó ekki fyrir. Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Árásarmaðurinn, sem yfirvöld segja heita Fiston Ngoy, settist niður við hlið konunnar um klukkan tíu á miðvikudagskvöld en lestin var á vesturleið í átt að umferðarmiðstöðinni í Fíladelfíu. Að sögn Andrews Busch, talsmanns samgöngustofu Suðaustur-Pennsylvaníu (SEPTA), hafði Ngoy reynt að snerta konuna nokkrum sinnum áður en árásin hófst. Konan hafi reynt að ýta Ngoy af sér en hann hafi náð að rífa fötin utan af henni. Að sögn Busch varði árásin í um átta mínútur en enginn samferðamanna þeirra greip inn í. New York Times greinir frá. „Mér býður við þeim sem hjálpuðu þessari konu ekki,“ sagði Timothy Bernhardt, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Upper Darby, á blaðamannafundi í gær. „Fólkið sem var í þessum lestarvagni þarf að horfa í spegil og spyrja sjálft sig hvers vegna það skipti sér ekki af og hvers vegna það gerði ekkert.“ Farþegar sagðir hafa tekið árásina upp á myndband Ngoy, sem er 35 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi og grófa ósæmilega árás án samþykkis, auk annarra brota. Að sögn yfirvalda var Ngoy heimilislaus og óvopnaður þegar hann framdi árásina. Hann situr nú á bak við lás og slá í Delaware County fangageymslunni og hefur 180 þúsund dollara, eða 23 milljóna króna, lausnartrygging verið lögð á herðar honum. Ngoy var ekki kominn með lögmann í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á blaðamannafundi í gærkvöldi voru nokkrir farþegar til viðbótar í lestarvagninum en ekki ljóst hve margir. Að sögn Bernhardts eru rannsakendur enn að reyna að komast að því hvað þeir voru nákvæmlega margir. Vagninn hafi ekki, að sögn Bernhardts, verið stútfullur en hefðu farþegarnir tekið höndum saman og gripið inn í árásina í sameiningu hefðu þeir getað stöðvað hana. Að hans sögn hafi lögreglan fengið ábendingar um að einhverjir farþeganna hefðu tekið árásina upp á farsíma sína en lögreglan hafi þó ekki fengið það staðfest. Það hafi svo verið starfsmaður lestarinnar sem hafi farið um borð í lestarvagninn, séð hvað hafi gengið á og hringt í neyðarlínuna. „Svo fór lögreglumaður um borð í lestina, gómaði manninn í miðri árás og handtók hann.“ Samfarþegar konunnar gætu endað á að bera réttarstöðu sakbornings hafi þeir tekið árásina upp á myndband en það er alfarið í höndum lögreglunnar hvort samfarþegarnir verði sóttir til saka. Fyrir hvað þeir yrðu ákærðir liggi þó ekki fyrir.
Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira