Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Birgir Olgeirsson skrifar 18. október 2021 14:32 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svarar kröfu Eyþórs Arnalds oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um tafarlausa uppbyggingu húsnæðis í borginni. vísir Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. Morgunblaðið greindi frá tillögu sjálfstæðismanna sem vilja reisa 3.000 íbúðir í Úlfarsárdal, Keldnalandinu og við BSÍ. „Það þýðir að þá verði framboðið eðlilegra, það þarf meira til. En þetta er allt svæði sem hægt er að fara í frekar hratt. Þarna eru innviðir eins og í Úlfarsárdal, það þarf ekki að fara í heildarendurskoðun á Keldnalandinu. Þetta eru 3000 íbúðir sem er hægt að fara í án tafar. BSÍ reit erum við að horfa á til viðbótar. Það eru fleiri staðir í borgarlandinu. Þessir þrír eru algjörlega í dauðafæri,“ segir Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé nægt framboð af hagstæðum lóðum svo íbúðarhúsnæði hækki ekki eins og það hefur gert um 14 til 16 prósent á síðustu 12 mánuðum. Það hefur hækkað óþægilega mikið af því það vantar lóðir. Um þetta er seðlabankastjóri, verkalýðshreyfingin og þeir sem eru að selja íbúðir sammála um.“ Borgarstjóri segir þetta pólitísk útspil, ekki lausn á heildarvandanum. Koma þurfi jafnvægi á markaðinn og borgin sé nú með 10.000 íbúðir í bígerð næstu árin, að frátöldum reitum sem eru á vegum einkaaðila. Metuppbygging húsnæðis sé því leidd af borgaryfirvöldum áfram. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. Dagur segir borgaryfirvöld leiða það átak nú þegar. „Við höfum byggt upp undanfarin ár mjög fjölbreytt húsnæði innan borgarmarkanna. Ekki síst í samvinnu við verkalýðshreyfinguna þar sem bjarg hefur verið að byggja fyrir tekjulægstu hópana, stúdenta og eldri borgara og svo framvegis. Það hefur munað verulega um þetta. Við erum að gera ráð fyrir okkar áætlunum að þetta haldi áfram,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins er svolítið púðurskot því keldnalandið er þannig í sveit sett að það þarf borgarlínuna til að þjóna samgöngunum þar. Það gengur ekki að bæta þessari umferð inn á Miklubrautina og ég held að allir viti það. Þetta er til að sýnast og draga athyglina frá þeim stórhuga áætlunum sem liggja fyrir og verða betur kynntar í lok næstu viku á árlegum húsnæðisfundi borgarinnar.“ Í upphafi árs benti Dagur á að bankarnir hefðu dregið í land ári 2019 því þeir sáu fram á offramboð á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkanir Seðlabanka, til að mæta samdrætti sem fygldi kórónuveirufaraldrinum í fyrra, hafi aftur aukið eftirspurnina. Þá hafi verið kallað eftir fleiri íbúðum. „Þá er borgin tilbúin með svæði og lóðir en ég vona jafnframt að við náum samstöðu um að við viljum hafa byggingarmarkaðinn öflugan en í jafnvægi. Þessar eilífu sveiflur sem hafa verið, eru ekki til góðs fyrir einn eða neinn og það er þess vegna sem við erum að gera þessar stórhuga áætlanir, ekki bara til eins árs eða til að hlaupa í eitthvað, heldur til lengri tíma.“ Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá tillögu sjálfstæðismanna sem vilja reisa 3.000 íbúðir í Úlfarsárdal, Keldnalandinu og við BSÍ. „Það þýðir að þá verði framboðið eðlilegra, það þarf meira til. En þetta er allt svæði sem hægt er að fara í frekar hratt. Þarna eru innviðir eins og í Úlfarsárdal, það þarf ekki að fara í heildarendurskoðun á Keldnalandinu. Þetta eru 3000 íbúðir sem er hægt að fara í án tafar. BSÍ reit erum við að horfa á til viðbótar. Það eru fleiri staðir í borgarlandinu. Þessir þrír eru algjörlega í dauðafæri,“ segir Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Það er gríðarlega mikilvægt að það sé nægt framboð af hagstæðum lóðum svo íbúðarhúsnæði hækki ekki eins og það hefur gert um 14 til 16 prósent á síðustu 12 mánuðum. Það hefur hækkað óþægilega mikið af því það vantar lóðir. Um þetta er seðlabankastjóri, verkalýðshreyfingin og þeir sem eru að selja íbúðir sammála um.“ Borgarstjóri segir þetta pólitísk útspil, ekki lausn á heildarvandanum. Koma þurfi jafnvægi á markaðinn og borgin sé nú með 10.000 íbúðir í bígerð næstu árin, að frátöldum reitum sem eru á vegum einkaaðila. Metuppbygging húsnæðis sé því leidd af borgaryfirvöldum áfram. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu húsnæðis. Dagur segir borgaryfirvöld leiða það átak nú þegar. „Við höfum byggt upp undanfarin ár mjög fjölbreytt húsnæði innan borgarmarkanna. Ekki síst í samvinnu við verkalýðshreyfinguna þar sem bjarg hefur verið að byggja fyrir tekjulægstu hópana, stúdenta og eldri borgara og svo framvegis. Það hefur munað verulega um þetta. Við erum að gera ráð fyrir okkar áætlunum að þetta haldi áfram,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þetta útspil Sjálfstæðisflokksins er svolítið púðurskot því keldnalandið er þannig í sveit sett að það þarf borgarlínuna til að þjóna samgöngunum þar. Það gengur ekki að bæta þessari umferð inn á Miklubrautina og ég held að allir viti það. Þetta er til að sýnast og draga athyglina frá þeim stórhuga áætlunum sem liggja fyrir og verða betur kynntar í lok næstu viku á árlegum húsnæðisfundi borgarinnar.“ Í upphafi árs benti Dagur á að bankarnir hefðu dregið í land ári 2019 því þeir sáu fram á offramboð á húsnæðismarkaði. Vaxtalækkanir Seðlabanka, til að mæta samdrætti sem fygldi kórónuveirufaraldrinum í fyrra, hafi aftur aukið eftirspurnina. Þá hafi verið kallað eftir fleiri íbúðum. „Þá er borgin tilbúin með svæði og lóðir en ég vona jafnframt að við náum samstöðu um að við viljum hafa byggingarmarkaðinn öflugan en í jafnvægi. Þessar eilífu sveiflur sem hafa verið, eru ekki til góðs fyrir einn eða neinn og það er þess vegna sem við erum að gera þessar stórhuga áætlanir, ekki bara til eins árs eða til að hlaupa í eitthvað, heldur til lengri tíma.“
Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira