Lögregla segir ekki hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2021 14:17 Á myndum úr myndbandsupptöku sem fylgja lögregluskýrslu sést fólk á gangi um salinn á ýmsum tímum eftir að talningu atkvæða lauk um klukkan sjö og þar til talning hófst að nýju. Lögreglan á Vesturlandi getur ekki fullyrt út frá upptökum úr öryggismyndavélum hvort átt hafi verið við óinnsigluð kjörgögn í talningarsalnum á Hótel Borgarnesi. Á upptökum sést fólk ganga inn og út úr salnum eftir að fyrri talningu lauk. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum. Í lögregluskýrslu er farið yfir að tvær eftirlitsmyndavélar séu í salnum og þrjár utan við innganga. Engin þeirra sýni hins vegar svæðið þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi. Upptökurnar eru í vörslu lögreglu í tengslum við rannsókn á kæru Karls Gauta Hjaltasonar, oddvita Miðflokksins í Suðurkjördæmi, á talningunni. Lögregla hefur lokið þeirri rannsókn og líkt og greint var frá í morgun hefur meðlimum yfirkjörstjórnar verið boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu - sem að minnsta kosti hluti þeirra hafnar. Í lögregluskýrslu kemur fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi hafi starfsfólk hótelsins gengið um salinn. Af upptökum af dæma virðast þau vinna ýmis tiltektar- og frágangsverk. Vegna sjónarhorns eftirlitsmyndavélanna hverfur starfsfólkið annað slagið úr mynd - allt frá því að vera úr mynd í nokkrar sekúndur og upp í tvær og hálfa mínútu. Lögregla segist ekki geta fullyrt að enginn hafi snert gögnin. Í skýrslunni segir: „Vegna þess að eftirlitsmyndavélar sýna ekki svæðið þar sem kjörgögn vorur geymd getur lögregla ekki fullyrt, af eða á, um hvort farið var að svæðinu þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi.“ Líkt og fram hefur komið leiddi talningin til mikilla hræringa á jöfnunarmönnum þingflokka þrátt fyrir að þingstyrkur þeirra hafi ekki breyst. Tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Að neðan má sjá myndir úr skýrslu lögreglu þar sem fólk sést í og við salinn á milli talninga. Gengið út úr salnum klukkna 07:10. Einstaklingur í salnum 07:11. Gengið inn í salinn 07:11. Þrír í salnum klukkan 07:12. Þrír í salnum klukkan 07:12. Í salnum klukkan 09:40. Í salnum klukkan 10:10. Tveir í salnum klukkan 11:30. Mynd tekin klukkan 11:59. Í salnum klukkan 11:59:57. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Í lögregluskýrslu er farið yfir að tvær eftirlitsmyndavélar séu í salnum og þrjár utan við innganga. Engin þeirra sýni hins vegar svæðið þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi. Upptökurnar eru í vörslu lögreglu í tengslum við rannsókn á kæru Karls Gauta Hjaltasonar, oddvita Miðflokksins í Suðurkjördæmi, á talningunni. Lögregla hefur lokið þeirri rannsókn og líkt og greint var frá í morgun hefur meðlimum yfirkjörstjórnar verið boðið að ljúka málinu með sektargreiðslu - sem að minnsta kosti hluti þeirra hafnar. Í lögregluskýrslu kemur fram að rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi hafi starfsfólk hótelsins gengið um salinn. Af upptökum af dæma virðast þau vinna ýmis tiltektar- og frágangsverk. Vegna sjónarhorns eftirlitsmyndavélanna hverfur starfsfólkið annað slagið úr mynd - allt frá því að vera úr mynd í nokkrar sekúndur og upp í tvær og hálfa mínútu. Lögregla segist ekki geta fullyrt að enginn hafi snert gögnin. Í skýrslunni segir: „Vegna þess að eftirlitsmyndavélar sýna ekki svæðið þar sem kjörgögn vorur geymd getur lögregla ekki fullyrt, af eða á, um hvort farið var að svæðinu þar sem kjörgögn voru geymd á meðan yfirkjörstjórn var fjarverandi.“ Líkt og fram hefur komið leiddi talningin til mikilla hræringa á jöfnunarmönnum þingflokka þrátt fyrir að þingstyrkur þeirra hafi ekki breyst. Tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Að neðan má sjá myndir úr skýrslu lögreglu þar sem fólk sést í og við salinn á milli talninga. Gengið út úr salnum klukkna 07:10. Einstaklingur í salnum 07:11. Gengið inn í salinn 07:11. Þrír í salnum klukkan 07:12. Þrír í salnum klukkan 07:12. Í salnum klukkan 09:40. Í salnum klukkan 10:10. Tveir í salnum klukkan 11:30. Mynd tekin klukkan 11:59. Í salnum klukkan 11:59:57.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira