Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. október 2021 12:00 Refurinn Gústi Jr. hefur valdið miklum usla hjá Matvælastofnun. aðsend Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. Eins og fréttastofa greindi frá í vikunni ruddist lögregla inn á heimili mannsins ásamt fulltrúa Matvælastofnunar með húsleitarheimild til að taka refinn af honum. Hann fannst þó ekki á heimilinu. Fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri lögreglunnar á Selfossi, sem átti sjálfur ref fyrir aldamót, gagnrýndi þessi vinnubrögð í gær. Matvælastofnun hefur nú beint málinu til lögreglu og eigandi refsins er kominn með lögfræðing. Og hann telur afar sérstakt hvernig Matvælastofnun hefur keyrt málið áfram. Refur er hryggdýr en ekki búdýr Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að halda villt dýr. Að hans sögn er þó óljóst hvaða dýr eru villt í augum laganna. „Það er allavega ljóst í lögum að undanþegin frá skilgreiningunni um villt dýr eru gæludýr," segir Helgi Þorsteinsson lögmaður mannsins. „Í reglugerð eru gæludýr talin sem hundar, kettir og önnur hryggdýr. Og refur er augljóslega hryggdýr." Í reglugerðinni sé þó talað um að búdýr geti ekki talist gæludýr og þau talin upp: „Það eru meðal annars svín, alifuglar, minnkar, sauðfé, geitfé, nautgrip og hross. Þannig við erum komin í nokkrar undantekningar og undantekningar á undantekningum og samt er ekkert að finna um refi," segir Helgi. „Nú ef að það er ekkert að finna um þá, þá getur maður alveg ímyndað sér að þeir hljóti bara að vera hryggdýr og ef þeir eru hryggdýr þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir geti verið gæludýr." Gústi ekki óargadýr í búri Hann telur ekki útilokað að málið fari fyrir dómstóla ef lögregla kýs að halda áfram með það. Og loks telur hann að Matvælastofnun sé að oftúlka lagaákvæði um að bannað sé að halda villt dýr: „Þau eru væntanlega sett til að koma í veg fyrir það sem er stundum kallað kjarnatilvik; Ímyndað tilvik sem er akkúrat það sem lögunum er ætlað að stöðva. Og þá getur maður séð fyrir sér að vera hreinlega með óargadýr í búri og eitthvað slíkt og það er það sem ákvæðinu er ætlað að stöðva. Það er bara ekkert upp á teningnum hér," segir Helgi. „Þess vegna er svo skrýtið að málsmeðferðin sé þannig að um sé að ræða algjört kjarnatilvik sem þurfi að stöðva bara einn tveir og þrír." Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Lögreglumál Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Eins og fréttastofa greindi frá í vikunni ruddist lögregla inn á heimili mannsins ásamt fulltrúa Matvælastofnunar með húsleitarheimild til að taka refinn af honum. Hann fannst þó ekki á heimilinu. Fyrrverandi aðstoðarvarðstjóri lögreglunnar á Selfossi, sem átti sjálfur ref fyrir aldamót, gagnrýndi þessi vinnubrögð í gær. Matvælastofnun hefur nú beint málinu til lögreglu og eigandi refsins er kominn með lögfræðing. Og hann telur afar sérstakt hvernig Matvælastofnun hefur keyrt málið áfram. Refur er hryggdýr en ekki búdýr Samkvæmt íslenskum lögum er bannað að halda villt dýr. Að hans sögn er þó óljóst hvaða dýr eru villt í augum laganna. „Það er allavega ljóst í lögum að undanþegin frá skilgreiningunni um villt dýr eru gæludýr," segir Helgi Þorsteinsson lögmaður mannsins. „Í reglugerð eru gæludýr talin sem hundar, kettir og önnur hryggdýr. Og refur er augljóslega hryggdýr." Í reglugerðinni sé þó talað um að búdýr geti ekki talist gæludýr og þau talin upp: „Það eru meðal annars svín, alifuglar, minnkar, sauðfé, geitfé, nautgrip og hross. Þannig við erum komin í nokkrar undantekningar og undantekningar á undantekningum og samt er ekkert að finna um refi," segir Helgi. „Nú ef að það er ekkert að finna um þá, þá getur maður alveg ímyndað sér að þeir hljóti bara að vera hryggdýr og ef þeir eru hryggdýr þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að þeir geti verið gæludýr." Gústi ekki óargadýr í búri Hann telur ekki útilokað að málið fari fyrir dómstóla ef lögregla kýs að halda áfram með það. Og loks telur hann að Matvælastofnun sé að oftúlka lagaákvæði um að bannað sé að halda villt dýr: „Þau eru væntanlega sett til að koma í veg fyrir það sem er stundum kallað kjarnatilvik; Ímyndað tilvik sem er akkúrat það sem lögunum er ætlað að stöðva. Og þá getur maður séð fyrir sér að vera hreinlega með óargadýr í búri og eitthvað slíkt og það er það sem ákvæðinu er ætlað að stöðva. Það er bara ekkert upp á teningnum hér," segir Helgi. „Þess vegna er svo skrýtið að málsmeðferðin sé þannig að um sé að ræða algjört kjarnatilvik sem þurfi að stöðva bara einn tveir og þrír."
Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Lögreglumál Refurinn Gústi jr. Tengdar fréttir Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05
Magnús Norðdahl hættur að hugsa um kosningarnar og farinn að verja refi Magnús Davíð Norðdahl, lögfræðingur og oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, er hættur að hugsa um kosningamálið í bili og farinn að snúa sér aftur að lögfræðistörfum. Þar á meðal máli sem kom nýlega inn á borð lögfræðistofu hans, um refinn Gústa Jr. sem Vísir hefur fjallað um. 17. október 2021 20:30