Leiðréttum skakkt verðmætamat Anna María Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2021 12:02 Fyrir handan fjöllin sjö búa dvergarnir sjö bíða þín Mjallhvít með sjö gráðuga munna sjöfaldar kvartanir ný gólf til að skúra Er ekki betra að láta skera úr sér hjartað en grafa sig lifandi bíðandi eftir einhverjum kóngsyni sem hefur líf þitt í hendi sér uppfrá því lifa hamingjusöm uppfrá því í glerkistu sofandi svefni vanans Reyndu heldur reyndu heldur reyndu heldur við veiðimanninn Í þessu frábæra ljóði Þórdísar Richardsdóttur er dregin upp áleitin mynd. Mynd af Mjallhvíti sem vildi frekar reyna við veiðimanninn heldur en halda áfram sem ráðskona hjá dvergunum sjö. Og ljóðið er ekki nýtt af nálinni það er að nánast jafnaldri Kvennafrísins svokallaða þegar konur lögðu niður störf og flykktust á Lækjartorg til að mótmæla launajafnrétti árið 1975. Því miður er enn langt í land að íslenskur vinnumarkaður er enn 46 árum seinna einfaldlega þannig að þau störf sem fleiri karlar sinna en konur eru talin verðmætari í samfélaginu. Launajafnrétti hefur verið eitt helsta áherslumál kvenfrelsisbaráttunnar allt frá því að konur hófu að stunda launaða vinnu utan heimilis. Launamunurinn er flókið viðfangsefni sem nálgast þarf úr mörgum áttum. Greina þarf hvaða þættir það eru sem einkenna kvennastörf og kunna að vera vanmetnir því löngu tímabært er að ráðast með krafti í vinnu við endurmat. Endurmat sem leiðir af sér aðgerðir sem útrýma launamun sem stafa af kynskiptum vinnumarkaði. Þó svo að dregið hafi úr launamun á undangengnum árum þá er enn langt í land að sá launamunur kynja sé upprættur. Þrátt fyrir lagasetningar og aðgerðir er jafnrétti á vinnumarkaði hvergi nærri náð. Sé rýnt í laun fullvinnandi á íslenskum vinnumarkaði frá árinu 2014 má sjá að regluleg laun sérfræðinga í fræðslustörfum og heilbrigðis- og félagsþjónustu sem eru nánast hreinræktaðar kvennastéttir eru umtalsvert lægri en sérfræðinga í öðrum atvinnugreinum samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Árið 2021 var sú breyting á jafnréttislögum 2021 að ákvæðið um jöfn laun og jöfn kjör kynjanna takmörkuðust ekki lengur við „sama atvinnurekanda“ eins og áður var. Í því ljósi er skýrsla starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa sérlega mikilvæg og tímabær. Hún gefur möguleika á að taka stórt skref fram á við með því að ráðast í aðgerðir sem snerta kynjaskiptingu vinnu-markaðarins. Það er vonandi að ný ríkisstjórn beri gæfa til að halda áfram á kröftugan hátt því verki sem hafið var í tíð þeirrar síðustu. Í kjölfar COVID-19 kom í ljós hversu mikilvægt er að fjárfest sé í grunnþjónustu og þjónustu við fólk. Þeir sem sinna samfélagslega mikilvægum störfum eins og heilbrigðisstarfsfólk, kennarar og stéttir sem starfa í þjónustu og umönnun báru kerfið uppi. Þetta eru ekki stéttirnar sem hafa möguleika á fjarvinnu og sveigjanlegum vinnutíma. Þetta eru stéttirnar sem þurfa að mæta á staðinn og sinna sínu hvað sem tautar og raular. Og þetta eru stéttirnar sem búa við hvað verstar starfsaðstæður þannig að meiri líkur eru á að álagið verði óbærilegt og leiði af sér heilsufarsleg vandamál auk nagandi kvíða yfir því að geta séð sér farborða vegna lélegra launa. Verðmætamat samfélagsins á þessum störfum er skakkt og því þarf að endurmeta þessi störf að verðleikum og til launa. Er hægt að takast á við ábyrgðarmeiri störf en þau sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins? Það er skylda okkar sem samfélags að þetta skakka verðmætamat verði leiðrétt. Til að það gerist verðum við að standa saman og krefjast þess að störf kvenna verði metin af verðleikum og laun tryggð. Nú eru 46 ár síðan konur um allt land lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Það má ekki gerast sem lýst í ljóðinu hér fyrir ofan með táknrænum hætti að konur neyðist til að láta skera úr sér hjartað því enginn sjái hættuna sem vanmat á kvennastörfum hefur í för með sér. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna María Gunnarsdóttir Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir handan fjöllin sjö búa dvergarnir sjö bíða þín Mjallhvít með sjö gráðuga munna sjöfaldar kvartanir ný gólf til að skúra Er ekki betra að láta skera úr sér hjartað en grafa sig lifandi bíðandi eftir einhverjum kóngsyni sem hefur líf þitt í hendi sér uppfrá því lifa hamingjusöm uppfrá því í glerkistu sofandi svefni vanans Reyndu heldur reyndu heldur reyndu heldur við veiðimanninn Í þessu frábæra ljóði Þórdísar Richardsdóttur er dregin upp áleitin mynd. Mynd af Mjallhvíti sem vildi frekar reyna við veiðimanninn heldur en halda áfram sem ráðskona hjá dvergunum sjö. Og ljóðið er ekki nýtt af nálinni það er að nánast jafnaldri Kvennafrísins svokallaða þegar konur lögðu niður störf og flykktust á Lækjartorg til að mótmæla launajafnrétti árið 1975. Því miður er enn langt í land að íslenskur vinnumarkaður er enn 46 árum seinna einfaldlega þannig að þau störf sem fleiri karlar sinna en konur eru talin verðmætari í samfélaginu. Launajafnrétti hefur verið eitt helsta áherslumál kvenfrelsisbaráttunnar allt frá því að konur hófu að stunda launaða vinnu utan heimilis. Launamunurinn er flókið viðfangsefni sem nálgast þarf úr mörgum áttum. Greina þarf hvaða þættir það eru sem einkenna kvennastörf og kunna að vera vanmetnir því löngu tímabært er að ráðast með krafti í vinnu við endurmat. Endurmat sem leiðir af sér aðgerðir sem útrýma launamun sem stafa af kynskiptum vinnumarkaði. Þó svo að dregið hafi úr launamun á undangengnum árum þá er enn langt í land að sá launamunur kynja sé upprættur. Þrátt fyrir lagasetningar og aðgerðir er jafnrétti á vinnumarkaði hvergi nærri náð. Sé rýnt í laun fullvinnandi á íslenskum vinnumarkaði frá árinu 2014 má sjá að regluleg laun sérfræðinga í fræðslustörfum og heilbrigðis- og félagsþjónustu sem eru nánast hreinræktaðar kvennastéttir eru umtalsvert lægri en sérfræðinga í öðrum atvinnugreinum samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Árið 2021 var sú breyting á jafnréttislögum 2021 að ákvæðið um jöfn laun og jöfn kjör kynjanna takmörkuðust ekki lengur við „sama atvinnurekanda“ eins og áður var. Í því ljósi er skýrsla starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa sérlega mikilvæg og tímabær. Hún gefur möguleika á að taka stórt skref fram á við með því að ráðast í aðgerðir sem snerta kynjaskiptingu vinnu-markaðarins. Það er vonandi að ný ríkisstjórn beri gæfa til að halda áfram á kröftugan hátt því verki sem hafið var í tíð þeirrar síðustu. Í kjölfar COVID-19 kom í ljós hversu mikilvægt er að fjárfest sé í grunnþjónustu og þjónustu við fólk. Þeir sem sinna samfélagslega mikilvægum störfum eins og heilbrigðisstarfsfólk, kennarar og stéttir sem starfa í þjónustu og umönnun báru kerfið uppi. Þetta eru ekki stéttirnar sem hafa möguleika á fjarvinnu og sveigjanlegum vinnutíma. Þetta eru stéttirnar sem þurfa að mæta á staðinn og sinna sínu hvað sem tautar og raular. Og þetta eru stéttirnar sem búa við hvað verstar starfsaðstæður þannig að meiri líkur eru á að álagið verði óbærilegt og leiði af sér heilsufarsleg vandamál auk nagandi kvíða yfir því að geta séð sér farborða vegna lélegra launa. Verðmætamat samfélagsins á þessum störfum er skakkt og því þarf að endurmeta þessi störf að verðleikum og til launa. Er hægt að takast á við ábyrgðarmeiri störf en þau sem halda uppi grunnstoðum samfélagsins? Það er skylda okkar sem samfélags að þetta skakka verðmætamat verði leiðrétt. Til að það gerist verðum við að standa saman og krefjast þess að störf kvenna verði metin af verðleikum og laun tryggð. Nú eru 46 ár síðan konur um allt land lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Það má ekki gerast sem lýst í ljóðinu hér fyrir ofan með táknrænum hætti að konur neyðist til að láta skera úr sér hjartað því enginn sjái hættuna sem vanmat á kvennastörfum hefur í för með sér. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar