Rakel Eva flytur sig frá Marel til Play Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2021 11:06 Rakel Eva Ævarsdóttir mætir til Play í nóvember. Aðsend Rakel Eva Sævarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður sjálfbærni- og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu Play. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að hún muni í starfinu móta og innleiða sjálfbærnistefnu félagsins ásamt því að skilgreina sjálfbærnitengd markmið þess sem snúa að umhverfismálum, félagslegum þáttum, stjórnarháttum og öðrum rekstrarlegum þáttum. Rakel Eva tekur til starfa í byrjun nóvember. Hún kemur til Play frá Marel þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í sjálfbærni innan fiskiðnaðar. Þar áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Deloitte þar sem hún sérhæfði sig í sjálfbærnitengdri ráðgjöf og tók þátt í að byggja upp nýja þjónustulínu á sviði sjálfbærni. Rakel Eva var ein af þremur stofnendum Fortuna Invest, vettvangs á Instagram, með það markmið að auka fjölbreytileika í þátttöku á fjármálamarkaði, sér í lagi þátttöku kvenna, með því að veita aðgengilega fræðslu um fjárfestingar með nýstárlegum hætti. Síðustu ár hefur Rakel Eva mótað sér skýra sýn á sviði sjálfbærni og mun halda þeirri vegferð áfram hjá Play. Hún er með BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá sama háskóla. „Play ætlar sér að vera til fyrirmyndar í málum er snúa að sjálfbærni- og samfélagsábyrgð enda eru þessi mál sífellt að verða mikilvægari fyrir öll fyrirtæki. Við finnum greinilega fyrir kröfu frá viðskiptavinum, fjárfestum og starfsfólki um að áhersla sé lögð á þennan málaflokk. Play, sem nýtt fyrirtæki, hefur hér sjaldgæft tækifæri til að setja þessi mál á oddinn strax frá upphafi og það er mikill fengur fyrir fyrirtækið að fá Rakel Evu, sem hefur verið áberandi talsmaður þessara mála, til að leiða þennan málaflokk hjá okkur. Ég er mjög spenntur að fá hana í liðið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri Play heldur áfram að sanka til sín fólki frá samkeppnisaðilum, stórum íslenskum fyrirtækjum og fjölmiðlum.Vísir/Vilhelm „Flugiðnaðurinn hefur sjaldan verið jafn áhugaverður og í dag en hann stendur frammi fyrir miklum áskorunum og tækifærum þegar kemur að sjálfbærnitengdum málum. Þau flugfélög sem ætla sér að vera þátttakendur á markaðnum eftir fimm til tíu ár þurfa að taka þennan málaflokk föstum tökum og móta sér skýr, mælanleg og auðskiljanleg markmið á þessu sviði. Play ætlar að vera leiðandi í þessum málum og ég er gríðarlega spennt og ekki síður stolt af því að fá að taka þátt í þeirri vegferð með félaginu og því frábæra fólki sem þar starfar,“ segir Rakel Eva. Þá má bæta við að Rakel Eva hefur verið drífandi í verkefninu November Project Reykjavík hér á landi en um er að ræða alþjóðlegt verkefni þar sem fólk hittist og hreyfir sig saman. Fjallað var um verkefnið í Íslandi í dag um árið. Play Fréttir af flugi Vistaskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Rakel Eva tekur til starfa í byrjun nóvember. Hún kemur til Play frá Marel þar sem hún starfaði sem sérfræðingur í sjálfbærni innan fiskiðnaðar. Þar áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Deloitte þar sem hún sérhæfði sig í sjálfbærnitengdri ráðgjöf og tók þátt í að byggja upp nýja þjónustulínu á sviði sjálfbærni. Rakel Eva var ein af þremur stofnendum Fortuna Invest, vettvangs á Instagram, með það markmið að auka fjölbreytileika í þátttöku á fjármálamarkaði, sér í lagi þátttöku kvenna, með því að veita aðgengilega fræðslu um fjárfestingar með nýstárlegum hætti. Síðustu ár hefur Rakel Eva mótað sér skýra sýn á sviði sjálfbærni og mun halda þeirri vegferð áfram hjá Play. Hún er með BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í nýsköpun og viðskiptaþróun frá sama háskóla. „Play ætlar sér að vera til fyrirmyndar í málum er snúa að sjálfbærni- og samfélagsábyrgð enda eru þessi mál sífellt að verða mikilvægari fyrir öll fyrirtæki. Við finnum greinilega fyrir kröfu frá viðskiptavinum, fjárfestum og starfsfólki um að áhersla sé lögð á þennan málaflokk. Play, sem nýtt fyrirtæki, hefur hér sjaldgæft tækifæri til að setja þessi mál á oddinn strax frá upphafi og það er mikill fengur fyrir fyrirtækið að fá Rakel Evu, sem hefur verið áberandi talsmaður þessara mála, til að leiða þennan málaflokk hjá okkur. Ég er mjög spenntur að fá hana í liðið,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Birgir Jónsson forstjóri Play heldur áfram að sanka til sín fólki frá samkeppnisaðilum, stórum íslenskum fyrirtækjum og fjölmiðlum.Vísir/Vilhelm „Flugiðnaðurinn hefur sjaldan verið jafn áhugaverður og í dag en hann stendur frammi fyrir miklum áskorunum og tækifærum þegar kemur að sjálfbærnitengdum málum. Þau flugfélög sem ætla sér að vera þátttakendur á markaðnum eftir fimm til tíu ár þurfa að taka þennan málaflokk föstum tökum og móta sér skýr, mælanleg og auðskiljanleg markmið á þessu sviði. Play ætlar að vera leiðandi í þessum málum og ég er gríðarlega spennt og ekki síður stolt af því að fá að taka þátt í þeirri vegferð með félaginu og því frábæra fólki sem þar starfar,“ segir Rakel Eva. Þá má bæta við að Rakel Eva hefur verið drífandi í verkefninu November Project Reykjavík hér á landi en um er að ræða alþjóðlegt verkefni þar sem fólk hittist og hreyfir sig saman. Fjallað var um verkefnið í Íslandi í dag um árið.
Play Fréttir af flugi Vistaskipti Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira