Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Kristján Már Unnarsson skrifar 25. október 2021 21:21 Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé. Einar Árnason Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. Í fréttum Stöðvar 2 var kirkjujörðin Svalbarð heimsótt. Í Þistilfirði telja menn forystufé svo merkilegt að því er helgað sérstakt safn sem þar tók til starfa fyrir sjö árum. Fræðasetrið er að Svalbarði í Þistilfirði.Tryggvi Páll Tryggvason „Þetta er sérfjárstofn. Þær eru öðruvísi en aðrar kindur, genetískt. Það eru önnur gen,“ segir Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, og segir að fjárskipti vegna mæðuveiki og riðu hafi valdið því stofninn nánast dó út í öllum landshlutum nema hér. „Eins og er í dag þá eru allar forystukindur landsins upprunnar hér í Norður-Þingeyjarsýslu og þær eru fjórtánhundruð talsins á heimsvísu. Það er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að núna; að koma þeim á lista yfir dýr í útrýmingarhættu hjá UNESCO.“ Forystukindur hafa núna tekið yfir sviðið í gamla félagsheimilinu að Svalbarði.Einar Árnason Daníel segir það einnig rætt hvort koma eigi forystufénu á heimsminjaskrá. „Fyrir utan það að við erum að varðveita hér menningararf þjóðarinnar. Og sennilega mjög merkileg gegn sem eru í þessum skepnum, sem hvergi finnast í öðrum sauðfjárkynjum í heiminum.“ Við vorum í fylgd um Þistilfjörð með Steingrími J. Sigfússyni sem núna hefur látið af forystustörfum í þjóðmálum. Daníel bendir á hvar sjá má forystukind sem Steingrímur átti í æsku.Einar Árnason -Núna er hann að hætta á þingi. Vantar ekki einn forystusauð í viðbót á safnið? „Jú, mig vantar á safnið, sko. Það vantar.. - ráðinn í vinnu næsta vor. Annars á hann nú hérna grip. Er það ekki rétt hjá mér?“ „Jú, jú. Markið mitt er á henni, allavega,“ svarar Steingrímur. Fjallað var um Þistilfjörð í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um eiginlega ullar af forystufé í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Stöð 2 heimsótti einnig Svalbarð og Þistilfjörð fyrir áratug þegar verið var að leggja drög að stofnun fræðasetursins: Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Dýr Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var kirkjujörðin Svalbarð heimsótt. Í Þistilfirði telja menn forystufé svo merkilegt að því er helgað sérstakt safn sem þar tók til starfa fyrir sjö árum. Fræðasetrið er að Svalbarði í Þistilfirði.Tryggvi Páll Tryggvason „Þetta er sérfjárstofn. Þær eru öðruvísi en aðrar kindur, genetískt. Það eru önnur gen,“ segir Daníel Hansen, forstöðumaður Fræðaseturs um forystufé, og segir að fjárskipti vegna mæðuveiki og riðu hafi valdið því stofninn nánast dó út í öllum landshlutum nema hér. „Eins og er í dag þá eru allar forystukindur landsins upprunnar hér í Norður-Þingeyjarsýslu og þær eru fjórtánhundruð talsins á heimsvísu. Það er eitt af þeim verkefnum sem við erum að vinna að núna; að koma þeim á lista yfir dýr í útrýmingarhættu hjá UNESCO.“ Forystukindur hafa núna tekið yfir sviðið í gamla félagsheimilinu að Svalbarði.Einar Árnason Daníel segir það einnig rætt hvort koma eigi forystufénu á heimsminjaskrá. „Fyrir utan það að við erum að varðveita hér menningararf þjóðarinnar. Og sennilega mjög merkileg gegn sem eru í þessum skepnum, sem hvergi finnast í öðrum sauðfjárkynjum í heiminum.“ Við vorum í fylgd um Þistilfjörð með Steingrími J. Sigfússyni sem núna hefur látið af forystustörfum í þjóðmálum. Daníel bendir á hvar sjá má forystukind sem Steingrímur átti í æsku.Einar Árnason -Núna er hann að hætta á þingi. Vantar ekki einn forystusauð í viðbót á safnið? „Jú, mig vantar á safnið, sko. Það vantar.. - ráðinn í vinnu næsta vor. Annars á hann nú hérna grip. Er það ekki rétt hjá mér?“ „Jú, jú. Markið mitt er á henni, allavega,“ svarar Steingrímur. Fjallað var um Þistilfjörð í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um eiginlega ullar af forystufé í þessari frétt Stöðvar 2 í fyrra: Stöð 2 heimsótti einnig Svalbarð og Þistilfjörð fyrir áratug þegar verið var að leggja drög að stofnun fræðasetursins:
Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Ferðamennska á Íslandi Dýr Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Fleiri fréttir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Sjá meira
Forystusauðir á stall í Þistilfirði Sveitungar Steingríms J. Sigfússonar í Þisilfirði undirbúa nú sérstakt fræðasetur um forystusauði. Þeir segja að þaðan séu ættaðir allir þeir sauðir á landinu sem gæddir séu forystuhæfileikum. 22. mars 2011 19:14