Telur mansal falinn vanda á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. október 2021 12:31 Ragna Björg Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, telur að fleiri mansalsmál líti dagsins ljós með aukinni umræðu. Vísir/Vilhelm Þrettán tilfelli komu upp á síðasta ári þar sem grunur var um mansal, og tvö tilfelli þar sem um var að ræða smygl á fólki. Þetta kom fram í erindi teymisstjóra Bjarkarhlíðar á ráðstefnu félagsráðgjafa í dag. Hún telur að um sé að ræða falinn vanda og grunar að í raun séu mun fleiri tilfelli sem varða mansal. Tilraunaverkefni Bjarkarhlíðar um samhæfingarmiðstöð um mansal var komið á fót í fyrra og var í sumar framlengt um eitt ár. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, flutti erindi um málið á málþingi um ofbeldi sem Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands standa fyrir í dag. Í erindinu kom fram að í heildina hafi 15 mál komið inn á þeirra borð. „Á þessu ári, fyrsta árið sem verkefnið var í gangi, þá voru fimmtán mál, þar af voru tvö mál sem við tókum inn í þetta sem vörðuðu smygl á fólki,“ segir Ragna en smygl á fólki flokkast vanalega ekki sem hefðbundið mansal, þó það geti oft tengst. „Þannig það voru svona þrettán mál sem mátti fella undir mansal og þar af var sem sagt staðfestur grunur í ellefu málum,“ segir Ragna enn fremur. Þrjú mál vörðuðu kynlífsmansal Vinnumansal og kynlífsmansal voru til skoðunar þar sem í báðum flokkum er um hagnýtingu að ræða. Þegar kemur að vinnumansali er fólki oft skipað að vinna án þess að fá laun og aðbúnaður er ekki mannsæmandi. Kynlífsmansal snýr síðan að því að selja aðgang að konum fyrir kynlíf en þrjú mál sem komu á borð Bjarkarhlíðar vörðuðu kynlífsmansal. Flest málin enduðu tiltölulega vel. „Svolítið stór hluti af þessum málum var þannig að þegar að grunur kom upp þá flúðu viðkomandi aðilar aðstæður og þetta var yfirleitt í vinnumansalinu. En í öðrum málum þar var góð útkoma, fólki var vanalega hjálpað úr aðstæðunum og fengu tækifæri til þess að skapa sér öruggt líf,“ segir Ragna. Aðspurð um þróunina þegar kemur að mansali segir Ragna það erfitt að segja, ekki síst þar sem Covid faraldurinn gæti haft áhrif á fjölda mála. Þá sé það sjaldgæft að þolendur biðji sjálfir um aðstoð. Yfirleitt séu það aðrir sem gruna mansal og reyna að aðstoða manneskjuna sem er beitt óréttlæti. Að sögn Rögnu er því ekki ólíklegt að málin séu í raun mun fleiri. „Ég myndi halda að þetta væri falinn vandi. Með meiri umræðu og fræðslu þá væru þetta fleiri mál.“ Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinni á Vísi. Félagsmál Vændi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. 19. janúar 2021 12:17 Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. 29. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Tilraunaverkefni Bjarkarhlíðar um samhæfingarmiðstöð um mansal var komið á fót í fyrra og var í sumar framlengt um eitt ár. Ragna Björk Guðbrandsdóttir, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, flutti erindi um málið á málþingi um ofbeldi sem Félagsráðgjafafélag Íslands og Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands standa fyrir í dag. Í erindinu kom fram að í heildina hafi 15 mál komið inn á þeirra borð. „Á þessu ári, fyrsta árið sem verkefnið var í gangi, þá voru fimmtán mál, þar af voru tvö mál sem við tókum inn í þetta sem vörðuðu smygl á fólki,“ segir Ragna en smygl á fólki flokkast vanalega ekki sem hefðbundið mansal, þó það geti oft tengst. „Þannig það voru svona þrettán mál sem mátti fella undir mansal og þar af var sem sagt staðfestur grunur í ellefu málum,“ segir Ragna enn fremur. Þrjú mál vörðuðu kynlífsmansal Vinnumansal og kynlífsmansal voru til skoðunar þar sem í báðum flokkum er um hagnýtingu að ræða. Þegar kemur að vinnumansali er fólki oft skipað að vinna án þess að fá laun og aðbúnaður er ekki mannsæmandi. Kynlífsmansal snýr síðan að því að selja aðgang að konum fyrir kynlíf en þrjú mál sem komu á borð Bjarkarhlíðar vörðuðu kynlífsmansal. Flest málin enduðu tiltölulega vel. „Svolítið stór hluti af þessum málum var þannig að þegar að grunur kom upp þá flúðu viðkomandi aðilar aðstæður og þetta var yfirleitt í vinnumansalinu. En í öðrum málum þar var góð útkoma, fólki var vanalega hjálpað úr aðstæðunum og fengu tækifæri til þess að skapa sér öruggt líf,“ segir Ragna. Aðspurð um þróunina þegar kemur að mansali segir Ragna það erfitt að segja, ekki síst þar sem Covid faraldurinn gæti haft áhrif á fjölda mála. Þá sé það sjaldgæft að þolendur biðji sjálfir um aðstoð. Yfirleitt séu það aðrir sem gruna mansal og reyna að aðstoða manneskjuna sem er beitt óréttlæti. Að sögn Rögnu er því ekki ólíklegt að málin séu í raun mun fleiri. „Ég myndi halda að þetta væri falinn vandi. Með meiri umræðu og fræðslu þá væru þetta fleiri mál.“ Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinni á Vísi.
Félagsmál Vændi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. 19. janúar 2021 12:17 Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. 29. ágúst 2020 20:22 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. 19. janúar 2021 12:17
Fjögur mansalsmál á borð Bjarkarhlíðar í sumar Tilkynnt hefur verið um fjögur mál þar sem grunur er um mansal til Bjarkarhlíðar í sumar. Öll tengjast þau vinnnumansali og tvö þeirra jafnframt kynlífsmansali. 29. ágúst 2020 20:22