Fyrst koma innviðirnir, svo uppbyggingin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. október 2021 11:13 Dagur segir ekki tímabært að hefja uppbyggingu á Keldnalandi, fyrst þurfi að huga að umferðinni. Vísir/Vilhelm „Undanfarin ár hafa verið algjör metár í uppbygginu í borginni og það sem við erum að leggja upp með er að það haldi áfram. Og raunar ætlum við að bæta í heldur en hitt.“ Þetta sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Bítínu á Bylgjunni í morgun, þar sem rætt var um húsnæðismál í höfuðborginni. Dagur var meðal annars spurður út í harða gagnrýni úr ýmsum áttum, þar sem skotið væri á meirihlutann fyrir íbúðaskort. Borgarstjóri sagðist kannast við umræðuna og sagði grunn hennar árlega talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýndi að íbúðum í byggingu hefði fækkað eftir 2019. „2019 var algjört metár í sögunni; Það hafa aldrei jafn margar íbúðir verið í byggingu og þá,“ sagði Dagur. „Það er ekki deilt um að það hafi dregið saman síðan þá. En spurningin sem er ekki alveg samstaða um er hver er skýringin? Og stundum líður mér eins og maður muni ekki neitt sem gerðist fyrir Covid en aðeins til að minna á hver umræðan var þá, þá í þessari metuppbyggingu voru bankarnir hver um annan að spá því að það væri að koma offramboð inn á markaðinn. Verktakarnir voru reyndar líka að tala um það og minnihlutinn í borgarstjórn gagnrýndi mig fyrir að við værum að skipuleggja röng svæði og ekki á réttum tíma og svo framvegis.“ Bankarnir hefðu dregið saman í útlánum til nýrra verkefna og jafnvel þótt byggingaleyfi hefðu verið veitt hefðu framkvæmdir ekki farið af stað. „Og það býr til þessa stöðu sem er uppi núna, sem hefði ekki komið upp nema vegna lækkunar vaxta,“ segir Dagur. Menn hefðu farið að kaupa íbúður sem hefðu annars ef til vill ekki selst og íbúðirnar sem voru byggðar á metárunum selst upp. Því væri nú unnið að því að skipuleggja næstu tíu ár og að borgaryfirvöld vildu sjá meira jafnvægi á fasteignamarkaðnum, sem hefði verið afar sveiflukenndur. „Umferðarlega óskynsamlegt“ Dagur var spurður að því hvort verið væri að skipuleggja byggð á einhverjum nýjum reitum og svaraði því til að bæði væri á borðinu, það er að segja uppbygging á reitum einkaaðila og á reitum borgarinnar. „Umræðan snýst svolítið mikið bara um lóðahlutann,“ sagði hann. „Við vitum alveg að ekki bara í Reykjavík heldur í Kópavogi þá er mjög mikið af því sem verið er að byggja á svæðum sem eru í einhvers konar endurnýjun eða enduruppbygging þar sem þetta eru í raun byggingarheimildir. Og svo eru nýjar lóðir.“ Stóru nýju hverfin verða í Skerjafirði og á Ártúnshöfða.Vísir/Vilhelm Þáttastjórnendur báru undir borgarstjórann hvort sú uppbygging sem stæði fyrir dyrum væri ekki að stórum hluta á „dýrum“ svæðum, það er að segja þar sem þétta ætti byggð. „Við erum með þetta fjölbreyttara en þetta, vegna þess að við erum líka að úthluta byggingarétti og lóðum fyrir þá sem eru að byggja fyrir þá sem hafa minnst á milli handanna. Bjarg til dæmis. Og svo erum við með búseturétt og stúdentaíbúðir og við erum með hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. Svo erum við líka með þessar eftirsóttu lóðir sem að einkaaðilarnir eru að kaupa. Við erum með sérstakt verkefni sem er að kalla fram hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Margir hafa heyrt af húsunum sem Þorpið er að byggja upp í Gufunesi, sem fór á áberandi lágu verði. En það eru 750 íbúðir af því taginu á leiðinni hjá okkur líka.“ Borgarstjóri sagði tvö stóru hverfin á áætluninni vera Ártúnshöfðinn og Skerjafjörðurinn en var þá spurður af hverju borgin réðist ekki strax í uppbyggingu á Keldnalandinu. „Það er auðvitað á langtímaplaninu okkar og við erum að vinna að skipulagi þess með ríkinu í tengslum við samgöngusáttmálann,“ svaraði Dagur. „Það eru allir sammála um það að morgun- og síðdegisumferðin á Miklubraut í Ártúnsbrekkunni er orðin svo mikil að ef þú myndir bæta við tugþúsunda byggð í Keldnlandi áður en einhverjar lausnir eins og borgarlína koma, þá sprengir þú Miklubrautina sem má ekki við miklu. Og þess vegna er þetta bara umferðarlega óskynsamlegt á þessum tímapunkti. Þannig að við verðum að koma með innviðina fyrst, uppbygginuna svo.“ Dagur sagði annað uppi á teningnum í Breiðholtinu; þar væri ekki um að ræða jafn margar íbúðir og þá væri Mjóddin hluti af fyrsta áfanga borgarlínu. En þetta væri alltaf það sem horfa þyrfti til við uppbygginu, það er að segja hvort innviðir væru til staðar. Það væri undirstaða þeirrar áætlunar sem nú væri verið að vinna með. Í þættinum var einnig rætt um gjaldheimtu, rafvæðingu allra umsókna vegna byggingaframkvæmda og fólksfjölgun í borginni. Bítið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Dagur var meðal annars spurður út í harða gagnrýni úr ýmsum áttum, þar sem skotið væri á meirihlutann fyrir íbúðaskort. Borgarstjóri sagðist kannast við umræðuna og sagði grunn hennar árlega talningu Samtaka iðnaðarins, sem sýndi að íbúðum í byggingu hefði fækkað eftir 2019. „2019 var algjört metár í sögunni; Það hafa aldrei jafn margar íbúðir verið í byggingu og þá,“ sagði Dagur. „Það er ekki deilt um að það hafi dregið saman síðan þá. En spurningin sem er ekki alveg samstaða um er hver er skýringin? Og stundum líður mér eins og maður muni ekki neitt sem gerðist fyrir Covid en aðeins til að minna á hver umræðan var þá, þá í þessari metuppbyggingu voru bankarnir hver um annan að spá því að það væri að koma offramboð inn á markaðinn. Verktakarnir voru reyndar líka að tala um það og minnihlutinn í borgarstjórn gagnrýndi mig fyrir að við værum að skipuleggja röng svæði og ekki á réttum tíma og svo framvegis.“ Bankarnir hefðu dregið saman í útlánum til nýrra verkefna og jafnvel þótt byggingaleyfi hefðu verið veitt hefðu framkvæmdir ekki farið af stað. „Og það býr til þessa stöðu sem er uppi núna, sem hefði ekki komið upp nema vegna lækkunar vaxta,“ segir Dagur. Menn hefðu farið að kaupa íbúður sem hefðu annars ef til vill ekki selst og íbúðirnar sem voru byggðar á metárunum selst upp. Því væri nú unnið að því að skipuleggja næstu tíu ár og að borgaryfirvöld vildu sjá meira jafnvægi á fasteignamarkaðnum, sem hefði verið afar sveiflukenndur. „Umferðarlega óskynsamlegt“ Dagur var spurður að því hvort verið væri að skipuleggja byggð á einhverjum nýjum reitum og svaraði því til að bæði væri á borðinu, það er að segja uppbygging á reitum einkaaðila og á reitum borgarinnar. „Umræðan snýst svolítið mikið bara um lóðahlutann,“ sagði hann. „Við vitum alveg að ekki bara í Reykjavík heldur í Kópavogi þá er mjög mikið af því sem verið er að byggja á svæðum sem eru í einhvers konar endurnýjun eða enduruppbygging þar sem þetta eru í raun byggingarheimildir. Og svo eru nýjar lóðir.“ Stóru nýju hverfin verða í Skerjafirði og á Ártúnshöfða.Vísir/Vilhelm Þáttastjórnendur báru undir borgarstjórann hvort sú uppbygging sem stæði fyrir dyrum væri ekki að stórum hluta á „dýrum“ svæðum, það er að segja þar sem þétta ætti byggð. „Við erum með þetta fjölbreyttara en þetta, vegna þess að við erum líka að úthluta byggingarétti og lóðum fyrir þá sem eru að byggja fyrir þá sem hafa minnst á milli handanna. Bjarg til dæmis. Og svo erum við með búseturétt og stúdentaíbúðir og við erum með hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. Svo erum við líka með þessar eftirsóttu lóðir sem að einkaaðilarnir eru að kaupa. Við erum með sérstakt verkefni sem er að kalla fram hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Margir hafa heyrt af húsunum sem Þorpið er að byggja upp í Gufunesi, sem fór á áberandi lágu verði. En það eru 750 íbúðir af því taginu á leiðinni hjá okkur líka.“ Borgarstjóri sagði tvö stóru hverfin á áætluninni vera Ártúnshöfðinn og Skerjafjörðurinn en var þá spurður af hverju borgin réðist ekki strax í uppbyggingu á Keldnalandinu. „Það er auðvitað á langtímaplaninu okkar og við erum að vinna að skipulagi þess með ríkinu í tengslum við samgöngusáttmálann,“ svaraði Dagur. „Það eru allir sammála um það að morgun- og síðdegisumferðin á Miklubraut í Ártúnsbrekkunni er orðin svo mikil að ef þú myndir bæta við tugþúsunda byggð í Keldnlandi áður en einhverjar lausnir eins og borgarlína koma, þá sprengir þú Miklubrautina sem má ekki við miklu. Og þess vegna er þetta bara umferðarlega óskynsamlegt á þessum tímapunkti. Þannig að við verðum að koma með innviðina fyrst, uppbygginuna svo.“ Dagur sagði annað uppi á teningnum í Breiðholtinu; þar væri ekki um að ræða jafn margar íbúðir og þá væri Mjóddin hluti af fyrsta áfanga borgarlínu. En þetta væri alltaf það sem horfa þyrfti til við uppbygginu, það er að segja hvort innviðir væru til staðar. Það væri undirstaða þeirrar áætlunar sem nú væri verið að vinna með. Í þættinum var einnig rætt um gjaldheimtu, rafvæðingu allra umsókna vegna byggingaframkvæmda og fólksfjölgun í borginni.
Bítið Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira