Fordæma yfirlýsingu bæjarstjórnar á Hornafirði vegna kynferðisbrotamáls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2021 15:19 Málið er sagt viðkvæmt og erfitt í fámennu sveitarfélagi á borð við Hornafjörð. Vísir/Vilhelm Nokkrir tugir íbúa og aðila tengdum sveitarfélaginu Hornafirði fordæma yfirlýsingu bæjarstjórnar í kjölfar dóms í kynferðisbrotamáli aðila tengdum bæjarstjóra sveitarfélagsins. Telja þeir illa hafa verið staðið að málum á meðan rannsókn lögreglu stóð og vísa til þess að starfsmanni, sem grunaður var um kynferðisbrot, hefði ekki verið vikið frá störfum. „Við undirritaðir íbúar og velunnarar sveitarfélags Hornafjarðar fordæmum yfirlýsingu bæjarstjórnar og aðgerðarleysi í kjölfar máls er varðar fyrrum starfsfólk sveitarfélagsins. Það er með öllu óskiljanlegt, að árið 2021, sé stuðningur við þolanda í yfirlýsingu frá bæjaryfirvöldum enginn og krefjumst við þess að verkferlar verði endurskoðaðir,“ segir í yfirlýsingunni sem sett er fram undir merkjum íbúa og velunnara sveitarfélagsins. Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir, íbúi á Hornafirði sem hratt af stað undirskriftasöfnuninni, segir málið viðkvæmt og erfitt í svo litlu sveitarfélagi sem Hornafjörður sé. Rúmlega 2400 búa í sveitarfélaginu. Kynferðisleg áreitni í vinnuferð Aðdragandi málsins er sá að starfsmaður sveitarfélagsins lagði í apríl 2019 fram kæru á hendur stjórnanda hjá sveitarfélaginu. Stjórnandinn er systir bæjarstjórans, Matthildar Ásmundardóttur. Tvö og hálft ár liðu þar til dómur féll í málinu og var systirin dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og legið hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Sögðu ágreining um málsatvik Sveitarfélagið Hornafjörður sagði í yfirlýsingu sinni, og vísaði til nýfallins dóms og fjölmiðlaumfjöllunar, að ágreiningur hefði verið um málsatvik í upphafi. Þá hefði brotaþoli ekki verið undirmaður stjórnandans og þær ekki starfað saman dags daglega. Brotaþoli hefði þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hefði verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Hvergi minnst á stuðning við brotaþola Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir gerir þá athugasemd að hvergi í yfirlýsingunni hafi komið fram nokkurs konar stuðningur við brotaþola. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu flutti brotaþoli af svæðinu í kjölfar þess að málið kom upp en hún hafði þegar sagt upp störfum. Guðrún Stefanía segir íbúa og velunnara Hornafjarðar, sem skrifa undir yfirlýsinguna, gera þá kröfu að farið verði í einhverjar breytingar á verkferlum. Það sé kannski ekki eðlilegt að fólk geti haldið áfram í starfi sínu í tilfellum sem þessum, þegar mál eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé hvergi nefnt hvernig tekið yrði á svipuðum málum í framtíðinni. Hornafjörður Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. 27. október 2021 20:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Við undirritaðir íbúar og velunnarar sveitarfélags Hornafjarðar fordæmum yfirlýsingu bæjarstjórnar og aðgerðarleysi í kjölfar máls er varðar fyrrum starfsfólk sveitarfélagsins. Það er með öllu óskiljanlegt, að árið 2021, sé stuðningur við þolanda í yfirlýsingu frá bæjaryfirvöldum enginn og krefjumst við þess að verkferlar verði endurskoðaðir,“ segir í yfirlýsingunni sem sett er fram undir merkjum íbúa og velunnara sveitarfélagsins. Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir, íbúi á Hornafirði sem hratt af stað undirskriftasöfnuninni, segir málið viðkvæmt og erfitt í svo litlu sveitarfélagi sem Hornafjörður sé. Rúmlega 2400 búa í sveitarfélaginu. Kynferðisleg áreitni í vinnuferð Aðdragandi málsins er sá að starfsmaður sveitarfélagsins lagði í apríl 2019 fram kæru á hendur stjórnanda hjá sveitarfélaginu. Stjórnandinn er systir bæjarstjórans, Matthildar Ásmundardóttur. Tvö og hálft ár liðu þar til dómur féll í málinu og var systirin dæmd í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni. Fram kemur í dómi héraðsdóms að samstarfskonurnar hafi verið í vinnuferð í Reykjavík og legið hlið við hlið í samliggjandi rúmum á hótelherbergi. Konunni var gefið að sök að hafa tekið um hönd samstarfskonu sinnar og látið hana strjúka nakinn líkama sinn. Þegar samstarfskonan gaf til kynna að hún vildi ekki strjúka ákærðu hafi hún þá strokið henni utanklæða frá brjóstum niður að læri. Í kjölfarið hafi hún lagt andlit sitt upp að andliti hennar og sagt meðal annars: „Er þetta ekki bara kósý?“ Héraðsdómari taldi sannað að stjórnandinn hafi sýnt af sér háttsemina sem lýst er hér að ofan, þrátt fyrir neitun hennar þar um. Sögðu ágreining um málsatvik Sveitarfélagið Hornafjörður sagði í yfirlýsingu sinni, og vísaði til nýfallins dóms og fjölmiðlaumfjöllunar, að ágreiningur hefði verið um málsatvik í upphafi. Þá hefði brotaþoli ekki verið undirmaður stjórnandans og þær ekki starfað saman dags daglega. Brotaþoli hefði þar að auki sagt starfi sínu lausu áður en atvik málsins áttu sér stað. Sveitarfélagið taldi því að ekki hefði verið tilefni til sérstakra aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði. Þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu, í mars 2019, hafði umræddur stjórnandi flutt sig til í starfi og var því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Í yfirlýsingunni segir enn fremur að þegar dómur hafi fallið nú í október hafi engar forsendur verið til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins, enda hafi báðir málsaðilar látið af störfum. Hvergi minnst á stuðning við brotaþola Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir gerir þá athugasemd að hvergi í yfirlýsingunni hafi komið fram nokkurs konar stuðningur við brotaþola. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu flutti brotaþoli af svæðinu í kjölfar þess að málið kom upp en hún hafði þegar sagt upp störfum. Guðrún Stefanía segir íbúa og velunnara Hornafjarðar, sem skrifa undir yfirlýsinguna, gera þá kröfu að farið verði í einhverjar breytingar á verkferlum. Það sé kannski ekki eðlilegt að fólk geti haldið áfram í starfi sínu í tilfellum sem þessum, þegar mál eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þá sé hvergi nefnt hvernig tekið yrði á svipuðum málum í framtíðinni.
Hornafjörður Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. 27. október 2021 20:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fjölskyldutengsl bæjarstjóra við geranda í kynferðisbrotamáli Sveitarfélagið Hornafjörður gaf frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við dómsmál fyrr í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu varðar dómsmálið brot þáverandi starfsmanns bæjarins gegn samstarfskonu í vinnuferð. 27. október 2021 20:03