Fjölga í kynferðisbrotadeild vegna holskeflu mála Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2021 19:01 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/arnar Málum á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgunin er í flokki mála þar sem brotið er gegn börnum, auk þess sem málin eru erfiðari í rannsókn en áður. Bætt verður við mannskap til að anna álaginu. Málin hafa hlaðist upp hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar síðustu mánuði. 240 mál eru nú á borði deildarinnar en hún vill koma fjöldanum niður í ásættanlegt horf, 140 mál. Yfirlögregluþjónn segir mestu fjölgunina hafa orðið í upphafi árs. Fjölgunin yfir þessa fyrstu tíu mánuði ársins hafi haft veruleg áhrif á störf kynferðisbrotadeildar en þar eru yfirleitt starfandi um tólf starfsmenn. Málin verði jafnframt flóknari í rannsókn ár frá ári. „Það eru gögn úr símum tölvum og þess háttar gögn sem lengja rannsóknina að einhverju leyti. Þetta eru myndir, myndskeið, skilaboð og hvernig síminn hefur verið að ferðast, hvar hann hefur tengst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Álagið mjög mikið Til að bregðast við vandanum munu þrír starfsmenn innan rannsóknardeildar hefja störf hjá kynferðisbrotadeild 1. nóvember og starfa þar í sex mánuði. „En varðandi akkúrat þessi brot þá er álagið líka á ákærusviðinu, mjög mikið, og hvernig verður brugðist við því verður bara að koma í ljós þannig að ég bara ítreka það, álagið hefur verið mjög mikið og er mjög mikið,“ segir Grímur. Fjölgunin gangi ekki jafnt yfir alla flokka. „Málin sem eru í kynferðisbrotadeildinni eru nauðgunarmál og það eru brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu, svo öll önnur mál. Við skiptum þessu í þrennt og það hefur verið mesta fjölgunin í þeim flokki sem við köllum brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu.“ Inntur eftir því hvort MeToo-bylgjur síðustu ára gæti hafa stuðlað að þessari fjölgun segir Grímur að svo gæti verið. „Umræða um kynferðisbrot held ég að ég geti næstum fullyrt að hafi áhrif á fjölda mála sem koma inn á borð til okkar, já.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Málin hafa hlaðist upp hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar síðustu mánuði. 240 mál eru nú á borði deildarinnar en hún vill koma fjöldanum niður í ásættanlegt horf, 140 mál. Yfirlögregluþjónn segir mestu fjölgunina hafa orðið í upphafi árs. Fjölgunin yfir þessa fyrstu tíu mánuði ársins hafi haft veruleg áhrif á störf kynferðisbrotadeildar en þar eru yfirleitt starfandi um tólf starfsmenn. Málin verði jafnframt flóknari í rannsókn ár frá ári. „Það eru gögn úr símum tölvum og þess háttar gögn sem lengja rannsóknina að einhverju leyti. Þetta eru myndir, myndskeið, skilaboð og hvernig síminn hefur verið að ferðast, hvar hann hefur tengst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Álagið mjög mikið Til að bregðast við vandanum munu þrír starfsmenn innan rannsóknardeildar hefja störf hjá kynferðisbrotadeild 1. nóvember og starfa þar í sex mánuði. „En varðandi akkúrat þessi brot þá er álagið líka á ákærusviðinu, mjög mikið, og hvernig verður brugðist við því verður bara að koma í ljós þannig að ég bara ítreka það, álagið hefur verið mjög mikið og er mjög mikið,“ segir Grímur. Fjölgunin gangi ekki jafnt yfir alla flokka. „Málin sem eru í kynferðisbrotadeildinni eru nauðgunarmál og það eru brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu, svo öll önnur mál. Við skiptum þessu í þrennt og það hefur verið mesta fjölgunin í þeim flokki sem við köllum brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu.“ Inntur eftir því hvort MeToo-bylgjur síðustu ára gæti hafa stuðlað að þessari fjölgun segir Grímur að svo gæti verið. „Umræða um kynferðisbrot held ég að ég geti næstum fullyrt að hafi áhrif á fjölda mála sem koma inn á borð til okkar, já.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?