„Fólk bara gefst upp“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 14:23 Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni, er orðin langþreytt á ástandinu. Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni segir ríkja algjörlega ótækt ástand. Álagið hafi vaxið mikið undanfarin ár. Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur unnið á bráðamóttökunni síðastliðin sex ár. Hún segist lúin og að andi mikil þreyta sé meðal starfsfólks spítalans. Til að undirstrika alvarleika málsins biður hún fólk að fá ekki sjálfsvígshugsanir eftir klukkan fimm á daginn, enda sé þá búið að loka geðdeild. „Það bara vex, álagið, og við eigum alltaf að hlaupa hraðar. Starfsfólk er orðið dauðuppgefið og við erum búin að missa rosalega gott fólk frá okkur. Lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Fólk bara gefst upp,“ segir Soffía en hún telur að fólk færi sig þá jafnan í rólegra umhverfi og nefnir heilsugæsluna sem dæmi. Aðspurð hvernig hægt væri að koma til móts við starfsfólk á bráðamóttökunni segir Soffía að fyrst þurfi að leysa mönnunarvanda. Álagið hafi aukist mikið með tilfærslu hjartagáttarinnar yfir á bráðamóttökuna en enginn hafi verið ráðinn inn til að sinna því sérstaklega. Starfsfólk þurfi bara að vinna meira. Sjúklingar „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum „Við erum með 36 rúm en yfirleitt erum við með áttatíu eða níutíu sjúklinga inni á bráðamóttöku,“ segir Soffía. Soffía segir að fleiri úrræði vanti fyrir aldraða. Algengt sé að eldra fólk komi á bráðamóttöku og festist þar í kjölfarið. Fólk „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum í fleiri sólarhringa enda vanti rými innan heilbrigðiskerfisins svo að hægt sé að senda fólk áfram á viðeigandi deildir. „Við erum hrædd við að gera mistök út af álagi og það er bara ótækt að bjóða upp á þessa þjónustu. Gamalt og veikt fólk liggi á göngum eða dagi uppi á bráðamóttöku. Þetta er bara algjörlega ótækt. Það virðist enginn ætla að hlusta.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16 Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Soffía Steingrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur unnið á bráðamóttökunni síðastliðin sex ár. Hún segist lúin og að andi mikil þreyta sé meðal starfsfólks spítalans. Til að undirstrika alvarleika málsins biður hún fólk að fá ekki sjálfsvígshugsanir eftir klukkan fimm á daginn, enda sé þá búið að loka geðdeild. „Það bara vex, álagið, og við eigum alltaf að hlaupa hraðar. Starfsfólk er orðið dauðuppgefið og við erum búin að missa rosalega gott fólk frá okkur. Lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Fólk bara gefst upp,“ segir Soffía en hún telur að fólk færi sig þá jafnan í rólegra umhverfi og nefnir heilsugæsluna sem dæmi. Aðspurð hvernig hægt væri að koma til móts við starfsfólk á bráðamóttökunni segir Soffía að fyrst þurfi að leysa mönnunarvanda. Álagið hafi aukist mikið með tilfærslu hjartagáttarinnar yfir á bráðamóttökuna en enginn hafi verið ráðinn inn til að sinna því sérstaklega. Starfsfólk þurfi bara að vinna meira. Sjúklingar „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum „Við erum með 36 rúm en yfirleitt erum við með áttatíu eða níutíu sjúklinga inni á bráðamóttöku,“ segir Soffía. Soffía segir að fleiri úrræði vanti fyrir aldraða. Algengt sé að eldra fólk komi á bráðamóttöku og festist þar í kjölfarið. Fólk „dagi uppi“ í gluggalausum herbergjum í fleiri sólarhringa enda vanti rými innan heilbrigðiskerfisins svo að hægt sé að senda fólk áfram á viðeigandi deildir. „Við erum hrædd við að gera mistök út af álagi og það er bara ótækt að bjóða upp á þessa þjónustu. Gamalt og veikt fólk liggi á göngum eða dagi uppi á bráðamóttöku. Þetta er bara algjörlega ótækt. Það virðist enginn ætla að hlusta.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16 Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Dvelja á bráðamóttöku vegna plássleysis Á fimmta tug sjúklinga þurfa að dvelja á bráðamóttöku hverju sinni því ekki er pláss fyrir þá á legudeild, að sögn formanns Fagráðs í bráðahjúkrun. Ástandið sé grafalvarlegt. 14. október 2021 20:16
Hjúkrunarfræðingar lýsa hættuástandi á Bráðamóttökunni Daglega kemur fyrir að sjúkrabílar bíði með sjúklinga á börum sem komast ekki að vegna plássleysis á Bráðamóttökunni og sjúklingum er komið fyrir í öllum skúmaskotum af sömu ástæðu. 11. október 2021 22:45