Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2021 09:15 Molnupiravir gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid. Merck Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. Notkun lyfsins, sem framleitt er af Merck, var samþykkt í gær en sjúklingar munu fá lyfinu uppáskrifað og nálgast það í næstu lyfjaverslun. Vonir eru bundnar um að lyfið muni marka þáttaskil í baráttunni við Covid-19, þar sem það er fyrsta lyfið gegn kórónuveirunni sem sjúklingar geta tekið heima hjá sér þar sem um er að ræða pillu. Stjórnvöld í Bretlandi hafa nú þegar pantað birgðir af lyfinu fyrir 480 þúsund manns en talsmenn Merck greindu frá því í síðustu viku að fyrirtækið hefði einnig náð samningum við Bandaríkin, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Suður-Kóreu, Singapore og Serbíu. Vænta má þess að lyfið verði fáanlegt í Bandaríkjunum í desember en þarlend stjórnvöld hafa pantað nægar birgðir fyrir 1,7 milljón einstaklinga. Kostnaðurinn við lyfið er sagður nema 700 dölum á einstakling en meðferðin hljóðar upp á 40 pillur sem eru teknar á fimm dögum. Stofnunin sem hefur eftirlit með lyfjum og heilbrigðistækjum í Bretlandi hefur mælt með því að fólk fái lyfið sem allra fyrst í kjölfar jákvæðra niðurstaða úr Covid-prófi og innan fimm daga frá fyrstu einkennum. Lyfið verður gefið bæði fullbólusettum og óbólusettum einstaklingum sem tilheyra að minnsta kosti einum áhættuhóp, eru til dæmis 60 ára og eldri eða þjást af offitu. Nærri 40 þúsund einstaklingar greinast nú daglega af Covid-19 í Bretlandi. New York Times greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54 Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
Notkun lyfsins, sem framleitt er af Merck, var samþykkt í gær en sjúklingar munu fá lyfinu uppáskrifað og nálgast það í næstu lyfjaverslun. Vonir eru bundnar um að lyfið muni marka þáttaskil í baráttunni við Covid-19, þar sem það er fyrsta lyfið gegn kórónuveirunni sem sjúklingar geta tekið heima hjá sér þar sem um er að ræða pillu. Stjórnvöld í Bretlandi hafa nú þegar pantað birgðir af lyfinu fyrir 480 þúsund manns en talsmenn Merck greindu frá því í síðustu viku að fyrirtækið hefði einnig náð samningum við Bandaríkin, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Suður-Kóreu, Singapore og Serbíu. Vænta má þess að lyfið verði fáanlegt í Bandaríkjunum í desember en þarlend stjórnvöld hafa pantað nægar birgðir fyrir 1,7 milljón einstaklinga. Kostnaðurinn við lyfið er sagður nema 700 dölum á einstakling en meðferðin hljóðar upp á 40 pillur sem eru teknar á fimm dögum. Stofnunin sem hefur eftirlit með lyfjum og heilbrigðistækjum í Bretlandi hefur mælt með því að fólk fái lyfið sem allra fyrst í kjölfar jákvæðra niðurstaða úr Covid-prófi og innan fimm daga frá fyrstu einkennum. Lyfið verður gefið bæði fullbólusettum og óbólusettum einstaklingum sem tilheyra að minnsta kosti einum áhættuhóp, eru til dæmis 60 ára og eldri eða þjást af offitu. Nærri 40 þúsund einstaklingar greinast nú daglega af Covid-19 í Bretlandi. New York Times greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54 Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54
Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03