Hættum þessu rugli Heimir Eyvindarson skrifar 8. nóvember 2021 06:00 Við lifum kannski alltaf á viðsjárverðum tímum, en sjálfsagt getum við verið sammála um að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir núna eru býsna stórar. Græðgin er svo yfirgengileg að hráefni jarðarinnar eru að klárast eitt af öðru og virðing fyrir öðrum, s.s. fólkinu sem stritar við ósæmandi kjör við að framleiða rafhlöður í svo að segja einnota símana okkar eða sauma á okkur fötin sem við hendum eftir að hafa klæðst þeim einu sinni eða tvisvar, er lítil sem engin. Eftir hrun varð mikil umræða um það siðrof sem hafði orðið í þjóðfélaginu. Í kjölfar þjóðfundar 2009 voru hugtök eins og gagnrýnin hugsun og sjálfbærni skrifuð inn í nýjar aðalnámskrár og vonir stóðu til þess að með aukinni áherslu á þá þætti í skólastarfi tækist að byggja upp heilbrigðara og réttlátara þjóðfélag. Í sömu námskrár var hins vegar aukinheldur skrifaður inn haugur af mælanlegum markmiðum og viðmiðum í öllum greinum, sem öllum er nú ljóst að ekki var nokkur lifandi leið að fara eftir. Fjöldinn allur af misvísandi skilaboðum frá yfirvöldum menntamála og allskonar þras og bras okkar sjálfra við að fá einhvern botn í þær kröfur sem okkur ber að uppfylla hefur gert það að verkum að mun minna púður en til stóð hefur farið í að fylgja þeim göfugu markmiðum að leggja áherslu á grunnþætti menntunar. Auknar mælingar ríkis og sveitarfélaga á vinnuframlagi okkar og árangri sem boðaðar eru í nýrri menntastefnu munu ekki hjálpa okkur neitt í þeim efnum. Ég trúi því að viðsemjendur okkar hafi vilja til að byggja hér upp heilbrigt menntakerfi, en það er ekki nóg að vilja. Það þarf líka að skilja. Skilningur yfirvalda á eðli skólastarfs er nefnilega oft sorglega takmarkaður. Allt of margt sveitarstjórnarfólk lítur til dæmis augljóslega fyrst og síðast á leikskólann og yngri stig grunnskólans sem vistunarúrræði sem hafi þann megin tilgang að tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Skilningur á starfi tónlistar- og framhaldsskóla er engu skárri, um það vitna stútfullir tónlistarskólar um allt land sem vegna ýmissa aðstæðna sem þeim eru skapaðar hafa ekki burði til að anna eftirspurn, þrátt fyrir að við vitum mæta vel hvað ávinningur af góðu tónlistarnámi er fjölþættur. Stytting náms til stúdentsprófs segir síðan allt sem segja þarf um skilning yfirvalda á skólastarfi í framhaldsskólum. Það er kominn tími til að segja nei við þessu rugli. Við kennarar þurfum að rétta úr okkur og setja skýrari mörk hvað okkur varðar. Segjum nei við óraunhæfum kröfum, auknu orðskrúði, fleiri stefnum sem ekki er ljóst hvernig á að innleiða, skilningsleysi yfirvalda á eðli skólastarfs á öllum skólastigum og endalausu þvargi milli ríkis og sveitarfélaga um það hver eigi að borga fyrir ýmsa lögbundna þjónustu sem getur skipt sköpum fyrir okkur sjálf og nemendur okkar. Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í grunnskóla og býður sig fram til formennsku í KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Við lifum kannski alltaf á viðsjárverðum tímum, en sjálfsagt getum við verið sammála um að þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir núna eru býsna stórar. Græðgin er svo yfirgengileg að hráefni jarðarinnar eru að klárast eitt af öðru og virðing fyrir öðrum, s.s. fólkinu sem stritar við ósæmandi kjör við að framleiða rafhlöður í svo að segja einnota símana okkar eða sauma á okkur fötin sem við hendum eftir að hafa klæðst þeim einu sinni eða tvisvar, er lítil sem engin. Eftir hrun varð mikil umræða um það siðrof sem hafði orðið í þjóðfélaginu. Í kjölfar þjóðfundar 2009 voru hugtök eins og gagnrýnin hugsun og sjálfbærni skrifuð inn í nýjar aðalnámskrár og vonir stóðu til þess að með aukinni áherslu á þá þætti í skólastarfi tækist að byggja upp heilbrigðara og réttlátara þjóðfélag. Í sömu námskrár var hins vegar aukinheldur skrifaður inn haugur af mælanlegum markmiðum og viðmiðum í öllum greinum, sem öllum er nú ljóst að ekki var nokkur lifandi leið að fara eftir. Fjöldinn allur af misvísandi skilaboðum frá yfirvöldum menntamála og allskonar þras og bras okkar sjálfra við að fá einhvern botn í þær kröfur sem okkur ber að uppfylla hefur gert það að verkum að mun minna púður en til stóð hefur farið í að fylgja þeim göfugu markmiðum að leggja áherslu á grunnþætti menntunar. Auknar mælingar ríkis og sveitarfélaga á vinnuframlagi okkar og árangri sem boðaðar eru í nýrri menntastefnu munu ekki hjálpa okkur neitt í þeim efnum. Ég trúi því að viðsemjendur okkar hafi vilja til að byggja hér upp heilbrigt menntakerfi, en það er ekki nóg að vilja. Það þarf líka að skilja. Skilningur yfirvalda á eðli skólastarfs er nefnilega oft sorglega takmarkaður. Allt of margt sveitarstjórnarfólk lítur til dæmis augljóslega fyrst og síðast á leikskólann og yngri stig grunnskólans sem vistunarúrræði sem hafi þann megin tilgang að tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki. Skilningur á starfi tónlistar- og framhaldsskóla er engu skárri, um það vitna stútfullir tónlistarskólar um allt land sem vegna ýmissa aðstæðna sem þeim eru skapaðar hafa ekki burði til að anna eftirspurn, þrátt fyrir að við vitum mæta vel hvað ávinningur af góðu tónlistarnámi er fjölþættur. Stytting náms til stúdentsprófs segir síðan allt sem segja þarf um skilning yfirvalda á skólastarfi í framhaldsskólum. Það er kominn tími til að segja nei við þessu rugli. Við kennarar þurfum að rétta úr okkur og setja skýrari mörk hvað okkur varðar. Segjum nei við óraunhæfum kröfum, auknu orðskrúði, fleiri stefnum sem ekki er ljóst hvernig á að innleiða, skilningsleysi yfirvalda á eðli skólastarfs á öllum skólastigum og endalausu þvargi milli ríkis og sveitarfélaga um það hver eigi að borga fyrir ýmsa lögbundna þjónustu sem getur skipt sköpum fyrir okkur sjálf og nemendur okkar. Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í grunnskóla og býður sig fram til formennsku í KÍ.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun