Hefur ekki trú á því að lausagöngubannið verði að veruleika Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2021 22:33 Ef bannið nær endanlega fram að ganga mun þessi kettlingur ekki fá að ferðast frjáls um götur Akureyrarbæjar frá og með 2025. Vísir Ragnheiður Gunnarsdóttir, forstöðukona Kisukots á Akureyri, hefur ekki mikla trú á því að fyrirhugað bann við lausagöngukatta innan bæjarfélagsins verði að veruleika. Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum á dögunum að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Miklar umræður hafa skapast um málið og eru skiptar skoðanir á því hvort að bannið eigi rétt á sér eða ekki. Ein af þeim sem telur að bannið sé misráðið er Ragnheiður, sem um árabil hefur séð um Kisukot, athvarf fyrir ketti á Akureyri. Hún telur að nær hefði verið að framfylgja betur þeim reglum sem þegar eru í gildi. „Ég er allavega ekki sátt við þetta. Það voru eða eru ágætis reglur í bænum um kattahald sem hefur mjög lítið eða eiginlega ekkert verið fylgt eftir, til dæmis að loka ketti inn á varptíma og fleira svona sem hefði verið hægt að fara eftir. Gera það frekar heldur en að herða þetta,“ sagði Ragnheiður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ragnheiður hélt á nokkra vikna kettlingi í viðtalinu, en bannið mun að öllum líkindum ná til hans eftir rúm þrjú ár. „Svona eins og staðan er núna er honum örugglega sama, en kannski þegar hann verður eldra þá er spurning hvað honum finnst. Það eru ekkert allar kisur sem verða sáttar við að verða lokaðar inni því miður.“ Hvernig brýst það út? „Ýmiskonar hegðunarvandamál, þeir geta farið að pissa inni, þetta getur valdið streitu, þvagfærasýkingum. Dýralæknar hafa einmitt nefnt þetta. Þetta kom fram í ályktun frá Dýralæknafélaginu. Það eru alls konar vandamál sem geta komið upp, offita katta líka.“ Segir Ragnheiður að í ljósi þess að lítið hafi verið gert til að framfylgja núgildandi reglum um kattahald í bænum eigi hún erfitt að sjá hvernig bærinn ætli að framfylgja hertum reglum. „Ég býst við að þeir myndu þurfa að ráða til fólk til þess því að þetta er svolítið mikil vinna. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að því, en ég held að það þurfi nokkrar manneskjur til þess að sjá um að veita þá ketti sem verða lausir í bænum,“ segir Ragnheiður. Aðspurð um hvort að hún hefði trú á því að bannið muni í raun og veru taka gildi var svarið einfalt. „Nei.“ Akureyri Dýr Stjórnsýsla Kettir Tengdar fréttir Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti á fundi sínum á dögunum að banna lausagöngu katta í bænum frá 1. janúar 2025. Miklar umræður hafa skapast um málið og eru skiptar skoðanir á því hvort að bannið eigi rétt á sér eða ekki. Ein af þeim sem telur að bannið sé misráðið er Ragnheiður, sem um árabil hefur séð um Kisukot, athvarf fyrir ketti á Akureyri. Hún telur að nær hefði verið að framfylgja betur þeim reglum sem þegar eru í gildi. „Ég er allavega ekki sátt við þetta. Það voru eða eru ágætis reglur í bænum um kattahald sem hefur mjög lítið eða eiginlega ekkert verið fylgt eftir, til dæmis að loka ketti inn á varptíma og fleira svona sem hefði verið hægt að fara eftir. Gera það frekar heldur en að herða þetta,“ sagði Ragnheiður í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Ragnheiður hélt á nokkra vikna kettlingi í viðtalinu, en bannið mun að öllum líkindum ná til hans eftir rúm þrjú ár. „Svona eins og staðan er núna er honum örugglega sama, en kannski þegar hann verður eldra þá er spurning hvað honum finnst. Það eru ekkert allar kisur sem verða sáttar við að verða lokaðar inni því miður.“ Hvernig brýst það út? „Ýmiskonar hegðunarvandamál, þeir geta farið að pissa inni, þetta getur valdið streitu, þvagfærasýkingum. Dýralæknar hafa einmitt nefnt þetta. Þetta kom fram í ályktun frá Dýralæknafélaginu. Það eru alls konar vandamál sem geta komið upp, offita katta líka.“ Segir Ragnheiður að í ljósi þess að lítið hafi verið gert til að framfylgja núgildandi reglum um kattahald í bænum eigi hún erfitt að sjá hvernig bærinn ætli að framfylgja hertum reglum. „Ég býst við að þeir myndu þurfa að ráða til fólk til þess því að þetta er svolítið mikil vinna. Ég veit ekki hvernig þeir ætla að fara að því, en ég held að það þurfi nokkrar manneskjur til þess að sjá um að veita þá ketti sem verða lausir í bænum,“ segir Ragnheiður. Aðspurð um hvort að hún hefði trú á því að bannið muni í raun og veru taka gildi var svarið einfalt. „Nei.“
Akureyri Dýr Stjórnsýsla Kettir Tengdar fréttir Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02 Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Bjóða útiketti velkomna á Blönduósi: „Ég botna ekkert í félögum mínum á Akureyri“ „Sum sveitarfélög halda kattaskrá. Ekki öll birta hana á netinu. En það gerir Blönduós og nú langar mig að heimsækja allar kisurnar á Blönduósi. Myndi byrja hjá Snöru Snar.“ 8. nóvember 2021 18:32
„Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26
Dýralæknar harma lausagöngubann á ketti nyrðra Dýralæknafélag Íslands segist harma ákvörðun Akureyrarbæjar um að banna lausagöngu katta innan bæjarfélagsins en þetta kemur fram í ályktun sem var send á bæjarstjórn Akureyrarbæjar. 5. nóvember 2021 20:02
Tekist á um ákvörðun bæjarstjórnar: „Margir sem fagna og aðrir sem gráta“ Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að banna lausagöngu katta í bæjarfélaginu frá 1. janúar 2025. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir að málið hafi ekki verið rætt almennilega og segir það hafa verið mögulegt að koma í veg fyrir bann. 3. nóvember 2021 13:30