Gífurleg eftirspurn í kjölfar Covid-19 sé aðeins tímabundin Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. nóvember 2021 13:01 Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir líklegt að draga muni úr eftirspurn eftir vörum á næsta ári. Vísir/Vilhelm Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans gerir ráð fyrir að um mitt næsta ár muni draga úr þeirri gríðarlegu eftirspurn sem myndast hefur í kjölfar heimsfaraldurs Covid-19 og leitt til vöruskorts víða um heim. Draga muni úr neyslu á vörum á endanum og neytendur í auknum mæli leita í þjónustu. Um leið og slakað var á sóttvarnarráðstöfunum víða um heim og aukinn kraftur var settur í bólusetningar gegn Covid-19 varð sprenging í eftirspurn eftir vörum. Framleiðendur gerðu ekki ráð fyrir að heimurinn tæki svona fljótt við sér og er nú skortur á ýmsum vörum þar sem eftirspurnin er töluvert meiri nú en í venjulegu árferði. Neyslan var einnig minni fyrstu mánuði faraldursins, bæði eftir vörum og þjónustu, vegna sóttvarnaraðgerða og var efnahagsaðgerðum beitt til að styja við íbúa. Flestir enduðu þá með óvæntan sparnað þar sem tekjur héldust að mestu óbreyttar. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, fór yfir stöðuna á morgunfundi Félags atvinnurekenda í morgun en hann sagði að um óvanalega stöðu væri að ræða. Líklega muni þó draga úr þeirri eftirspurn sem nú hefur myndast og nefndi Daníel þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi muni eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, eins og stórum raftækjum og húsgögnum, mettast, í öðru lagi muni sparnaður sem fólk safnaði upp í gegnum faraldurinn á endanum klárast, og í þriðja lagi muni eftirspurn hliðrast frá vörum yfir í þjónustu. „Þetta eldsneyti í aukna einkaneyslu á vörum er svolítið að klárast þannig að mér finnst flest benda til þess að þegar við komum inn á mitt næsta ár, seinni hluta næsta árs, þá munum við sjá að það dragi úr eftirspurn eftir vörum en hún muni aukast meira eftir þjónustu,“ segir Daníel. Þannig er áætlað að sú staða sem nú er uppi víða um heim sé aðeins tímabundin og að öllum líkindum muni hægja verulega á eftirspurn á næsta ári. Aðspurður um hvort að hertar sóttvarnaraðgerðir, nú þegar mörg ríki glíma við uppsveiflu faraldursins á ný, gætu breytt þeim áætlunum segir Davíð ólíklegt að það hafi mikil áhrif. „Svona heilt yfir þá sjáum við í gegnum þessar bylgjur að neytendur og fólk lærir að lifa með faraldrinum og það aðlagar neyslu sína mjög fljótlega að nýjum aðstæðum. Þannig við erum ekki að fara að sjá aftur sama samdrátt og síðan rosalega aukningu eins og við sáum um mitt síðasta ár,“ segir Daníel. Daníel fór nánar yfir eftirmála faraldursins í erindi sínu en auk hans voru Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, með erindi um stöðu flutningamála eftir faraldurinn. Hægt er að horfa á fund Félags atvinnurekenda í heild sinni hér fyrir neðan. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Um leið og slakað var á sóttvarnarráðstöfunum víða um heim og aukinn kraftur var settur í bólusetningar gegn Covid-19 varð sprenging í eftirspurn eftir vörum. Framleiðendur gerðu ekki ráð fyrir að heimurinn tæki svona fljótt við sér og er nú skortur á ýmsum vörum þar sem eftirspurnin er töluvert meiri nú en í venjulegu árferði. Neyslan var einnig minni fyrstu mánuði faraldursins, bæði eftir vörum og þjónustu, vegna sóttvarnaraðgerða og var efnahagsaðgerðum beitt til að styja við íbúa. Flestir enduðu þá með óvæntan sparnað þar sem tekjur héldust að mestu óbreyttar. Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, fór yfir stöðuna á morgunfundi Félags atvinnurekenda í morgun en hann sagði að um óvanalega stöðu væri að ræða. Líklega muni þó draga úr þeirri eftirspurn sem nú hefur myndast og nefndi Daníel þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi muni eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum, eins og stórum raftækjum og húsgögnum, mettast, í öðru lagi muni sparnaður sem fólk safnaði upp í gegnum faraldurinn á endanum klárast, og í þriðja lagi muni eftirspurn hliðrast frá vörum yfir í þjónustu. „Þetta eldsneyti í aukna einkaneyslu á vörum er svolítið að klárast þannig að mér finnst flest benda til þess að þegar við komum inn á mitt næsta ár, seinni hluta næsta árs, þá munum við sjá að það dragi úr eftirspurn eftir vörum en hún muni aukast meira eftir þjónustu,“ segir Daníel. Þannig er áætlað að sú staða sem nú er uppi víða um heim sé aðeins tímabundin og að öllum líkindum muni hægja verulega á eftirspurn á næsta ári. Aðspurður um hvort að hertar sóttvarnaraðgerðir, nú þegar mörg ríki glíma við uppsveiflu faraldursins á ný, gætu breytt þeim áætlunum segir Davíð ólíklegt að það hafi mikil áhrif. „Svona heilt yfir þá sjáum við í gegnum þessar bylgjur að neytendur og fólk lærir að lifa með faraldrinum og það aðlagar neyslu sína mjög fljótlega að nýjum aðstæðum. Þannig við erum ekki að fara að sjá aftur sama samdrátt og síðan rosalega aukningu eins og við sáum um mitt síðasta ár,“ segir Daníel. Daníel fór nánar yfir eftirmála faraldursins í erindi sínu en auk hans voru Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri alþjóðlegu flutningsmiðlunarinnar DB Schenker á Íslandi, og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, með erindi um stöðu flutningamála eftir faraldurinn. Hægt er að horfa á fund Félags atvinnurekenda í heild sinni hér fyrir neðan.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira