Lýsa upp Skagafjörðinn til minningar um Erlu Björk Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. nóvember 2021 13:00 Nemendafélag Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra: Helena Erla Árnadóttir, Krista Sól Nielsen, Dagný Erla Gunnarsdóttir, Herdís Eir Sveinsdóttir, Berglind Gísladóttir, Óskar Aron Stefánsson og Jón Daníel Jóhannsson Mynd/Aðsend Íbúar í Skagafirði munu í kvöld tendra ljós til minningar um Erlu Björk Helgadóttur, íbúa á Sauðárkróki, sem var bráðkvödd fyrr í mánuðinum. Nemendafélag Fjölbrautarskólans á Norðurlandi vestra stendur fyrir viðburðinum. Formaður nemendafélagsins segir að þau vilji votta Erlu og fjölskyldu hennar virðingu sína með því að lýsa upp fjörðinn. Erla Björk var bráðkvödd á heimili sínu þann 2. nóvember síðastliðinn en hún hefði orðið fertug í dag. Hún lét eftir sig eiginmann og fjögur börn. Helena Erla Árnadóttir, formaður nemendafélagsins í Fjölbrautarskólanum á Norðurlandi vestra, segir fréttirnar af andláti Erlu hafa verið áfall fyrir samfélagið en nemendafélagið fór strax að huga að leiðum til að minnast Erlu. „Við fengum þessa hugmynd því það er sem sagt árlegur ljósadagur þar sem við tendrum kerti fyrir hin látnu í Skagafirði,“ segir Helena. Erla starfaði í Varmahlíðarskóla en átti son í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og var þar í foreldrafélaginu. Þannig átti hún í miklum samskiptum við Helenu og aðra í nemendafélaginu. „Þegar við fengum þessar fréttir þá ákváðum við að halda aðeins fund og finna leið til að geta gert eitthvað fyrir fjölskylduna og okkur datt þetta í hug, því hún átti að eiga afmæli í dag,“ segir Helena. „Okkur datt í hug að hafa eitthvað sem við gætum fengið sem flesta í til að votta virðingu okkar til Erlu og sýna stuðning við fjölskylduna,“ segir hún enn fremur. Helena segir alla sem vilja geta tekið þátt í viðburðinum, hvort sem það er á Skagafirði eða annars staðar. „Þetta er sem sagt bara að kaupa útikerti og setja það fyrir framan húsið hjá sér þannig að allt lýsi upp, allur bærinn og helst allur fjörðurinn. En við hvetjum bara alla til að taka þátt, þótt það sé ekki í Skagafirði,“ segir Helena en viðburðurinn hefst klukkan átta í kvöld. Andlát Skagafjörður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Sjá meira
Erla Björk var bráðkvödd á heimili sínu þann 2. nóvember síðastliðinn en hún hefði orðið fertug í dag. Hún lét eftir sig eiginmann og fjögur börn. Helena Erla Árnadóttir, formaður nemendafélagsins í Fjölbrautarskólanum á Norðurlandi vestra, segir fréttirnar af andláti Erlu hafa verið áfall fyrir samfélagið en nemendafélagið fór strax að huga að leiðum til að minnast Erlu. „Við fengum þessa hugmynd því það er sem sagt árlegur ljósadagur þar sem við tendrum kerti fyrir hin látnu í Skagafirði,“ segir Helena. Erla starfaði í Varmahlíðarskóla en átti son í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og var þar í foreldrafélaginu. Þannig átti hún í miklum samskiptum við Helenu og aðra í nemendafélaginu. „Þegar við fengum þessar fréttir þá ákváðum við að halda aðeins fund og finna leið til að geta gert eitthvað fyrir fjölskylduna og okkur datt þetta í hug, því hún átti að eiga afmæli í dag,“ segir Helena. „Okkur datt í hug að hafa eitthvað sem við gætum fengið sem flesta í til að votta virðingu okkar til Erlu og sýna stuðning við fjölskylduna,“ segir hún enn fremur. Helena segir alla sem vilja geta tekið þátt í viðburðinum, hvort sem það er á Skagafirði eða annars staðar. „Þetta er sem sagt bara að kaupa útikerti og setja það fyrir framan húsið hjá sér þannig að allt lýsi upp, allur bærinn og helst allur fjörðurinn. En við hvetjum bara alla til að taka þátt, þótt það sé ekki í Skagafirði,“ segir Helena en viðburðurinn hefst klukkan átta í kvöld.
Andlát Skagafjörður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Sjá meira