Hafnar því að stéttarfélagið hafi boðið sér sátt Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 15:18 Hilmar Vilberg Gylfason krefur Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja um tugi milljóna króna í bætur. Vísir/samsett Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem kvartaði undan einelti yfirmanna hafnar því alfarið að félagið hafi boðið honum sátt, þvert á yfirlýsingar lögmanns þess í gær. Hilmar Vilberg Gylfason krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi í kjölfar þess að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Lögmaður SSF sagði í gær að samtökin hefðu reynt að ná sáttum við Hilmar en án árangurs. Þau telji sig hafa gert upp við hann af sanngirni. Í yfirlýsingu sem Hilmar sendi frá sér í dag segir hann það ósatt að SSF hafi boðið sér sátt. „Þessi meinta sátt fólst í því að ég myndi hætta störfum hjá stéttarfélaginu og ekki yrði gerði nein úttekt á umkvörtunum mínum. Voru mér settir þeir afarkostir að annað hvort myndi ég skrifa undir starfslokasamning eða að mér yrði sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingunni. Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna - Vísir (visir.is) Fullyrðir hann að þetta hafi gerst eftir að SSF hafi dregið sig fyrirvaralaust út úr framkvæmd á lögbundinni úttekt á vinnuaðstæðum, einelti og ofbeldi. Fjarstæðukenndur starfslokasamningur Í kjölfarið hafi hann fengið sendan starfslokasamning sem hafi falið í sér að hann gæfi eftir rétt til greiðslu á yfirvinnu, stærstan hluta af uppsöfnuðu orlofi og að hann greiddi sjálfur stóran hluta lögfræðiskostnaðar sem stjórn félagsins hafi lofað að félagið greiddi. Samningnum hafi fylgt það skilyrði að hann mætti ekki tjá sig um efni hans eða aðdraganda starfslokanna. „Í stuttu máli var þessi tillaga að starfslokasamningi svo fjarstæðukennd að ekki nokkurt stéttarfélag á landinu hefði ráðlagt félagsmanni sínum að taka honum,“ segir í yfirlýsingu Hilmars. Gagntilboð hans hafi verið hunsað og honum hafi síðan verið sagt fyrirvaralaust upp í veikindaleyfi. „Vil ég sérstaklega taka fram að SSF hefur hafnað því að samskipti varðandi þetta séu lögð fyrir dóminn þrátt fyrir beiðni mína þar um. Og einnig alfarið hunsað beiðni mína um að fundargerðir stjórnar stéttarfélagsins þar sem fjallað var um mín málefni verði lagðar fram í málinu. Það er því augljóst að SSF telur þessi gögn og þar með ákvarðanir sínar í mínum málefnum ekki þola dagsljósið,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Hilmar Vilberg Gylfason krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi í kjölfar þess að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Lögmaður SSF sagði í gær að samtökin hefðu reynt að ná sáttum við Hilmar en án árangurs. Þau telji sig hafa gert upp við hann af sanngirni. Í yfirlýsingu sem Hilmar sendi frá sér í dag segir hann það ósatt að SSF hafi boðið sér sátt. „Þessi meinta sátt fólst í því að ég myndi hætta störfum hjá stéttarfélaginu og ekki yrði gerði nein úttekt á umkvörtunum mínum. Voru mér settir þeir afarkostir að annað hvort myndi ég skrifa undir starfslokasamning eða að mér yrði sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingunni. Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna - Vísir (visir.is) Fullyrðir hann að þetta hafi gerst eftir að SSF hafi dregið sig fyrirvaralaust út úr framkvæmd á lögbundinni úttekt á vinnuaðstæðum, einelti og ofbeldi. Fjarstæðukenndur starfslokasamningur Í kjölfarið hafi hann fengið sendan starfslokasamning sem hafi falið í sér að hann gæfi eftir rétt til greiðslu á yfirvinnu, stærstan hluta af uppsöfnuðu orlofi og að hann greiddi sjálfur stóran hluta lögfræðiskostnaðar sem stjórn félagsins hafi lofað að félagið greiddi. Samningnum hafi fylgt það skilyrði að hann mætti ekki tjá sig um efni hans eða aðdraganda starfslokanna. „Í stuttu máli var þessi tillaga að starfslokasamningi svo fjarstæðukennd að ekki nokkurt stéttarfélag á landinu hefði ráðlagt félagsmanni sínum að taka honum,“ segir í yfirlýsingu Hilmars. Gagntilboð hans hafi verið hunsað og honum hafi síðan verið sagt fyrirvaralaust upp í veikindaleyfi. „Vil ég sérstaklega taka fram að SSF hefur hafnað því að samskipti varðandi þetta séu lögð fyrir dóminn þrátt fyrir beiðni mína þar um. Og einnig alfarið hunsað beiðni mína um að fundargerðir stjórnar stéttarfélagsins þar sem fjallað var um mín málefni verði lagðar fram í málinu. Það er því augljóst að SSF telur þessi gögn og þar með ákvarðanir sínar í mínum málefnum ekki þola dagsljósið,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira