Finnur Freyr: Við eigum ennþá mörg vopn inni sem við getum nýtt betur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. nóvember 2021 22:45 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld. Valur fékk ÍR í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Heimamenn fóru rólega af stað en tóku fljótt yfir leikinn. Að lokum vann Valur 13 stiga sigur, 92-79, og Finnur Freyr, þjálfari Vals, var að vonum sáttur í leikslok. „Mér líður bara ágætlega. Ég er bara ánægður að halda áfram að vinna leiki, um það snýst þetta. Margt jákvætt í leiknum og eins og stundum þá er eitt skref aftur í öðrum hlutum en heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna,“ sagði Finnur Freyr. Valsmenn hafa unnið þrjá deildarleiki í röð eftir þennan sigur og líta mjög vel út. Einnig skoruðu þeir yfir 90 stig í fyrsta sinn gegn Stjörnunni í síðustu umferð en það gerðu þeir einnig í kvöld. Liðið er komið á betra skrið samkvæmt þjálfaranum. „Ég myndi segja að við séum komnir á betra skrið. Það er að skapast smá taktur og flæði og menn eru að komast í smá ‚rythma‘ núna innan liðsins. Við erum svona að læra á vopnin okkar og fara að nýta þau aðeins betur. Mér finnst ennþá mikið rými til bætinga og við eigum ennþá mörg vopn inni sem við getum nýtt betur þannig að ég held við þurfum að einblína á það hvernig við getum bætt því inn,“ sagði Finnur. Með sigri kvöldsins færast Valsmenn upp í 5. sæti deildarinnar en þeir eru aðeins tveimur stigum frá þeim fjórum liðum sem deila efsta sætinu með 10 stig. Finnur segir nóg eftir af deildinni og óþarfi að pæla í töflunni að svo stöddu. „Þessi deild er svo erfið maður, hún spilast eins og hún er. Lið detta á smá ‚run‘ og svo dala lið inn á milli. Nú styttist í landsleikjahlé og þá koma breytingar og svo gerist það aftur í janúar. Ég held það sé óþarfi að horfa of mikið í töfluna, hún segir bara hálfa söguna. Mín reynsla er að það sé betra að lið einbeiti sér að því að bæta sinn leik og að sjálfsögðu að reyna að hala inn eins mörgum stigum og hægt er en lykillinn að vera að spila eins vel og hægt er. Við erum töluvert frá því ennþá,“ sagði Finnur um stöðuna í deildinni. Kári Jónsson byrjaði leikinn á bekknum en kom sterkur inn og skoraði lang flest stig eða 29 talsins. Liðið að finna takt og margir sem geta byrjað segir Finnur Freyr. „Hann (Kári) er bara stórkostlegur leikmaður, ótrúlega mikil gæði í honum og við erum svolítið þannig með liðið að það eru margir leikmenn sem geta byrjað. Við erum að reyna að finna svona einhvern takt, það væri óskandi að maður gæti sett bara alla leikmenn inn á völlinn og þeir myndu bara alltaf skila því sem þeir geta skilað. Þetta snýst um samvinnu fimm aðila inná vellinum hverju sinni og í 40 mínútur. Kári gerir vel í að koma grimmur inn af bekknum og gefa okkur skorun þaðan sem hefur stundum vantað en hann var svolítið ólíkur honum í byrjun leiktíðar en hann er óðum að fara að sína sitt rétta andlit,“ sagði Finnur Freyr um Kára. Valsmenn mæta Keflavík að viku liðinni áður en deildin fer í pásu vegna landsleikja. Finnur vildi ekkert gefa upp um breytingar á hópnum og segir alla leiki vera erfiða. „Við bara einblínum á þann hóp sem við erum með í dag. Við erum að fara eins og öll lið inn í erfitt prógram, klárum Keflavík á föstudaginn eftir viku og það er gríðarlega stórt og mikilvægt verkefni fyrir okkur. Við viljum fara með jákvæðum huga inn í landsleikjahléð og svo bara tekur við erfið lið eftir það svo ég held að aðalatriðið hjá okkur sé eins og alltaf að einbeita okkur að okkur sjálfum og reyna að verða betri. Ég á ekki von á breytingum,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda Valsmenn unnu í kvöld sterkan 13 stiga sigur gegn ÍR-ingum sem veru að leika í fyrsta skipti undir stjórn nýs þjálfara. Lokatölur 92-79. 11. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
„Mér líður bara ágætlega. Ég er bara ánægður að halda áfram að vinna leiki, um það snýst þetta. Margt jákvætt í leiknum og eins og stundum þá er eitt skref aftur í öðrum hlutum en heilt yfir bara ánægður með frammistöðuna,“ sagði Finnur Freyr. Valsmenn hafa unnið þrjá deildarleiki í röð eftir þennan sigur og líta mjög vel út. Einnig skoruðu þeir yfir 90 stig í fyrsta sinn gegn Stjörnunni í síðustu umferð en það gerðu þeir einnig í kvöld. Liðið er komið á betra skrið samkvæmt þjálfaranum. „Ég myndi segja að við séum komnir á betra skrið. Það er að skapast smá taktur og flæði og menn eru að komast í smá ‚rythma‘ núna innan liðsins. Við erum svona að læra á vopnin okkar og fara að nýta þau aðeins betur. Mér finnst ennþá mikið rými til bætinga og við eigum ennþá mörg vopn inni sem við getum nýtt betur þannig að ég held við þurfum að einblína á það hvernig við getum bætt því inn,“ sagði Finnur. Með sigri kvöldsins færast Valsmenn upp í 5. sæti deildarinnar en þeir eru aðeins tveimur stigum frá þeim fjórum liðum sem deila efsta sætinu með 10 stig. Finnur segir nóg eftir af deildinni og óþarfi að pæla í töflunni að svo stöddu. „Þessi deild er svo erfið maður, hún spilast eins og hún er. Lið detta á smá ‚run‘ og svo dala lið inn á milli. Nú styttist í landsleikjahlé og þá koma breytingar og svo gerist það aftur í janúar. Ég held það sé óþarfi að horfa of mikið í töfluna, hún segir bara hálfa söguna. Mín reynsla er að það sé betra að lið einbeiti sér að því að bæta sinn leik og að sjálfsögðu að reyna að hala inn eins mörgum stigum og hægt er en lykillinn að vera að spila eins vel og hægt er. Við erum töluvert frá því ennþá,“ sagði Finnur um stöðuna í deildinni. Kári Jónsson byrjaði leikinn á bekknum en kom sterkur inn og skoraði lang flest stig eða 29 talsins. Liðið að finna takt og margir sem geta byrjað segir Finnur Freyr. „Hann (Kári) er bara stórkostlegur leikmaður, ótrúlega mikil gæði í honum og við erum svolítið þannig með liðið að það eru margir leikmenn sem geta byrjað. Við erum að reyna að finna svona einhvern takt, það væri óskandi að maður gæti sett bara alla leikmenn inn á völlinn og þeir myndu bara alltaf skila því sem þeir geta skilað. Þetta snýst um samvinnu fimm aðila inná vellinum hverju sinni og í 40 mínútur. Kári gerir vel í að koma grimmur inn af bekknum og gefa okkur skorun þaðan sem hefur stundum vantað en hann var svolítið ólíkur honum í byrjun leiktíðar en hann er óðum að fara að sína sitt rétta andlit,“ sagði Finnur Freyr um Kára. Valsmenn mæta Keflavík að viku liðinni áður en deildin fer í pásu vegna landsleikja. Finnur vildi ekkert gefa upp um breytingar á hópnum og segir alla leiki vera erfiða. „Við bara einblínum á þann hóp sem við erum með í dag. Við erum að fara eins og öll lið inn í erfitt prógram, klárum Keflavík á föstudaginn eftir viku og það er gríðarlega stórt og mikilvægt verkefni fyrir okkur. Við viljum fara með jákvæðum huga inn í landsleikjahléð og svo bara tekur við erfið lið eftir það svo ég held að aðalatriðið hjá okkur sé eins og alltaf að einbeita okkur að okkur sjálfum og reyna að verða betri. Ég á ekki von á breytingum,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda Valsmenn unnu í kvöld sterkan 13 stiga sigur gegn ÍR-ingum sem veru að leika í fyrsta skipti undir stjórn nýs þjálfara. Lokatölur 92-79. 11. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda Valsmenn unnu í kvöld sterkan 13 stiga sigur gegn ÍR-ingum sem veru að leika í fyrsta skipti undir stjórn nýs þjálfara. Lokatölur 92-79. 11. nóvember 2021 22:00