Trúir ekki að Peng hafi skrifað tölvupóstinn þar sem hún sagðist vera örugg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Shuai Peng er ein skærasta tennisstjarna Kína. getty/Zhong Zhi Forseti Alþjóðatennissamband kvenna (WTA) hefur miklar áhyggjur af kínversku tenniskonunni Peng Shuai. Hann grunar að tölvupóstur þar sem hún sagðist vera örugg hafi ekki komið frá henni. Ekki hefur sést til Pengs síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt eftir að hún fór í loftið sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum af velferð Pengs, þar á meðal tennisstjörnurnar Novak Djokovic og Naomi Osaka. Steve Simon, forseti WTA, sagðist hafa fengið staðfestingu á að Peng sé ekki í hættu en nú grunar hann að ekki sé allt með felldu. Í gær birti ríkismiðilinn the China Global Television Network færslu á Twitter með skjáskoti af tölvupósti sem Peng átti að hafa sent Simon. Þar sagðist hún ekki vera týnd eða í hættu. Hún væri einfaldlega að hvíla sig heima hjá sér og allt væri í fínu lagi. Þá sagði einnig að ásakanirnar á hendur Zhang væru ósannar. Chinese tennis star Peng Shuai has sent an email to Steve Simon, the WTA Chairman & CEO, CGTN has learned. The email reads: pic.twitter.com/uLi6Zd2jDI— CGTN (@CGTNOfficial) November 17, 2021 Færslan sló ekkert á áhyggjur Simons af Peng og hann grunar sterklega að hún hafi ekki skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Hann sagði að WTA og allir þyrftu raunverulega staðfestingu á því að Peng væri örugg. Hann sagðist hafa margoft reynt að ná í hana en án árangurs. Simon ítrekaði síðan ósk sína um að kínversk yfirvöld myndu rannsaka ásakanir hennar í garð Zhang. Peng, sem var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna. Tennis Kynferðisofbeldi Kína Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sjá meira
Ekki hefur sést til Pengs síðan hún ásakaði fyrrverandi varaforsætisráðherra Kína, Zhang Gaoli, um kynferðisofbeldi í byrjun mánaðarins. Í færslu á samfélagsmiðlinum Weibo sagði Peng að Zhang hefði þvingað sig til að stunda kynlíf með honum. Færslunni var fljótlega eytt eftir að hún fór í loftið sem og öðru efni frá Peng á Weibo. Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum af velferð Pengs, þar á meðal tennisstjörnurnar Novak Djokovic og Naomi Osaka. Steve Simon, forseti WTA, sagðist hafa fengið staðfestingu á að Peng sé ekki í hættu en nú grunar hann að ekki sé allt með felldu. Í gær birti ríkismiðilinn the China Global Television Network færslu á Twitter með skjáskoti af tölvupósti sem Peng átti að hafa sent Simon. Þar sagðist hún ekki vera týnd eða í hættu. Hún væri einfaldlega að hvíla sig heima hjá sér og allt væri í fínu lagi. Þá sagði einnig að ásakanirnar á hendur Zhang væru ósannar. Chinese tennis star Peng Shuai has sent an email to Steve Simon, the WTA Chairman & CEO, CGTN has learned. The email reads: pic.twitter.com/uLi6Zd2jDI— CGTN (@CGTNOfficial) November 17, 2021 Færslan sló ekkert á áhyggjur Simons af Peng og hann grunar sterklega að hún hafi ekki skrifað tölvupóstinn. „Yfirlýsingin frá kínverska ríkismiðlinum um Peng Shuai jók enn á áhyggjur mínar af öryggi hennar og hvar hún er niðurkomin. Ég á erfitt með að trúa því að Peng Shuai eða einhver tengdur henni hafi skrifað tölvupóstinn sem við fengum frá henni,“ sagði Simon. Hann sagði að WTA og allir þyrftu raunverulega staðfestingu á því að Peng væri örugg. Hann sagðist hafa margoft reynt að ná í hana en án árangurs. Simon ítrekaði síðan ósk sína um að kínversk yfirvöld myndu rannsaka ásakanir hennar í garð Zhang. Peng, sem var um tíma í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik, vann Wimbledon mótið 2013 og Opna franska meistaramótið ári seinna.
Tennis Kynferðisofbeldi Kína Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sjá meira