Forstjóri Festi hótar að reka starfsfólk ef hagvaxtaraukinn kemur til framkvæmda! Vilhjálmur Birgisson skrifar 18. nóvember 2021 12:31 Í fréttum í dag kom fram að hagvaxtaraukinn komi fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir en mikið ofboðsleg hræsni er í þessu fólki. En nú grenja sumir atvinnurekendur eins og stunginn grís yfir því að það hagvaxtaraukinn í lífskjarasamningnum komi hugsanlega til framkvæmda á næsta ári. Núna sprettur t.d. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, sem rekur ELKO, Krónuna og N1 fram og hótar að það séu bara tvær leiðir til að takast á við greiðslu á hagvaxtaraukanum það er annaðhvort að hækka vöruverð eða að fækka starfsfólki. Að hugsa sér svona hótun, en við gengum frá samningum sem kváðu á um að ef hagvöxtur á pr. mann fer upp fyrir vissa prósentu þá komi til greiðslu á hagvaxtaraukanum og nemur sú greiðsla frá 3.000 kr. til 13.000 kr. Nú vilja vissir atvinnurekendur ekkert fara eftir þessum samningum og hræsnin í þessu fólki ríður ekki við einteyming. Nægir t.d. að nefna í því samhengi að það kom fram í fréttum að Festi hafi hagnast um 2,3 milljarða á árinu 2020 og velta t.d. hjá Krónunni hafi aldrei verið meiri og hagnaður Krónunnar hafi aukist um 22%. Tala svo um að eina leiðin til að borga þennan hagvaxtaauka sem muni kosta fyrirtækið hugsanlega 300 milljónir sé að reka starfsfólk eða hækka vöruverð. Halló Festi skilaði 2,3 milljörðum í hagnað er ekki nóg að hagnaður verði t.d. 2 milljarðar? Hagnaður Festi er ekki eina hræsnið í þessu samhengi því að þessi sami forstjóri, Eggert Þór, sem núna grenjar eins og enginn sé morgundagurinn yfir því að þurfa hugsanlega að greiða fólki sem tekur laun eftir afar lágum launatöxtum fékk sjálfur fimm mánaða bónus árið 2019 og fóru árslaun hans úr 61,7 milljónum króna í 73,4 milljónir eða sem nemur tæpum 12 milljóna króna hækkun launa á ársgrundvelli. Mánaðarlaun hans fóru úr 5,1 milljón í 6,1 milljón á mánuði. Svo koma svona græðgispungar og væla yfir því að fólkið á gólfinu sem skapar arðinn hjá fyrirtækinu eigi hugsanlega möguleika að fá aukahækkun í formi þess sem samið var í lífskjarasamningum í formi hagvaxtarauka. Mér sýnist að hroki og fyrirlitning sumra atvinnurekenda í garð sinna starfsmanna muni kalla á að launafólk skuli búa sig undir átök á íslenskum vinnumarkaði á næsta ári. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í fréttum í dag kom fram að hagvaxtaraukinn komi fyrirtækjum spánskt fyrir sjónir en mikið ofboðsleg hræsni er í þessu fólki. En nú grenja sumir atvinnurekendur eins og stunginn grís yfir því að það hagvaxtaraukinn í lífskjarasamningnum komi hugsanlega til framkvæmda á næsta ári. Núna sprettur t.d. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festa, sem rekur ELKO, Krónuna og N1 fram og hótar að það séu bara tvær leiðir til að takast á við greiðslu á hagvaxtaraukanum það er annaðhvort að hækka vöruverð eða að fækka starfsfólki. Að hugsa sér svona hótun, en við gengum frá samningum sem kváðu á um að ef hagvöxtur á pr. mann fer upp fyrir vissa prósentu þá komi til greiðslu á hagvaxtaraukanum og nemur sú greiðsla frá 3.000 kr. til 13.000 kr. Nú vilja vissir atvinnurekendur ekkert fara eftir þessum samningum og hræsnin í þessu fólki ríður ekki við einteyming. Nægir t.d. að nefna í því samhengi að það kom fram í fréttum að Festi hafi hagnast um 2,3 milljarða á árinu 2020 og velta t.d. hjá Krónunni hafi aldrei verið meiri og hagnaður Krónunnar hafi aukist um 22%. Tala svo um að eina leiðin til að borga þennan hagvaxtaauka sem muni kosta fyrirtækið hugsanlega 300 milljónir sé að reka starfsfólk eða hækka vöruverð. Halló Festi skilaði 2,3 milljörðum í hagnað er ekki nóg að hagnaður verði t.d. 2 milljarðar? Hagnaður Festi er ekki eina hræsnið í þessu samhengi því að þessi sami forstjóri, Eggert Þór, sem núna grenjar eins og enginn sé morgundagurinn yfir því að þurfa hugsanlega að greiða fólki sem tekur laun eftir afar lágum launatöxtum fékk sjálfur fimm mánaða bónus árið 2019 og fóru árslaun hans úr 61,7 milljónum króna í 73,4 milljónir eða sem nemur tæpum 12 milljóna króna hækkun launa á ársgrundvelli. Mánaðarlaun hans fóru úr 5,1 milljón í 6,1 milljón á mánuði. Svo koma svona græðgispungar og væla yfir því að fólkið á gólfinu sem skapar arðinn hjá fyrirtækinu eigi hugsanlega möguleika að fá aukahækkun í formi þess sem samið var í lífskjarasamningum í formi hagvaxtarauka. Mér sýnist að hroki og fyrirlitning sumra atvinnurekenda í garð sinna starfsmanna muni kalla á að launafólk skuli búa sig undir átök á íslenskum vinnumarkaði á næsta ári. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun