Dæmdur fyrir að vista og dreifa mynd af brjósti fyrrverandi sambýliskonu Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2021 13:12 Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Getty Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt mann fyrir kynferðisbrot og ærumeiðingar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni fyrir að hafa vistað mynd af brjósti konunnar og dreift sömu mynd á Snapchat og á netinu. Í ákæru segir að háttsemi mannsins hafi sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur, en konan fór fram á greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi á sambandstímanum, sem stóð frá nóvember 2017 til september 2018, vistað mynd í símann sinn sem konan hafði sent honum á samskiptamiðlinum Snapchat og sýndi annað brjóst konunnar. Þá hafi maðurinn, í desember 2018, eða eftir að sambandi þeirra lauk, sett umrædda mynd inn á ónefnda vefsíðu með skilaboðunum: „Eitthver með fleiri ?, Hún sendir ef þú biður um.“ Maðurinn hafi svo í júlí 2019 einnig sent myndina á þriðja aðila í gegnum Snapchat. Braut gróflega gegn trúnaði konunnar Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að með brotum sínum hafi maðurinn brotið gróflega gegn trúnaði konunnar. „Á hinn bóginn horfir það ákærða til málsbóta að hann er með hreint sakavottorð og hefur greiðlega gengist við brotunum og fallist á bótaskyldu. Einnig ber að taka fram að mál þetta hefur dregist úr hófi, en atvik áttu sér stað í nóvember 2017 og júlí 2019 en ákæra var gefin út í apríl 2021,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða tvo þriðju af samtals rúmlega 1,1 milljón króna upphæð vegna þóknunar og ferðakostnaðar skipaðs verjenda og þóknunar til réttargæslumanns konunnar. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í ákæru segir að háttsemi mannsins hafi sært blygðunarsemi konunnar, móðgað hana og smánað. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, en fullnustu refsingarinnar skal fresta haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn er jafnframt dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur, en konan fór fram á greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi á sambandstímanum, sem stóð frá nóvember 2017 til september 2018, vistað mynd í símann sinn sem konan hafði sent honum á samskiptamiðlinum Snapchat og sýndi annað brjóst konunnar. Þá hafi maðurinn, í desember 2018, eða eftir að sambandi þeirra lauk, sett umrædda mynd inn á ónefnda vefsíðu með skilaboðunum: „Eitthver með fleiri ?, Hún sendir ef þú biður um.“ Maðurinn hafi svo í júlí 2019 einnig sent myndina á þriðja aðila í gegnum Snapchat. Braut gróflega gegn trúnaði konunnar Í dómi segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að með brotum sínum hafi maðurinn brotið gróflega gegn trúnaði konunnar. „Á hinn bóginn horfir það ákærða til málsbóta að hann er með hreint sakavottorð og hefur greiðlega gengist við brotunum og fallist á bótaskyldu. Einnig ber að taka fram að mál þetta hefur dregist úr hófi, en atvik áttu sér stað í nóvember 2017 og júlí 2019 en ákæra var gefin út í apríl 2021,“ segir í dómnum. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða tvo þriðju af samtals rúmlega 1,1 milljón króna upphæð vegna þóknunar og ferðakostnaðar skipaðs verjenda og þóknunar til réttargæslumanns konunnar. Sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Starfsmaður sendi myndir á Snapchat af íbúa sambýlis handleika kynfæri sín Héraðssaksóknari hefur ákært mann sem starfaði á sambýli í Reykjavík fyrir að hafa tekið myndskeið af íbúa þar sem hann lá nakinn í rúmi og handlék kynfæri sín og sent myndskeiðið á samskiptaforritinu Snapchat. 16. nóvember 2021 07:31