Umræða um bólusetningarskyldu eðlilegri ef örvunarskammturinn reynist vel Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 13:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki spenntur fyrir bólusetningarskyldu. Vísir/Vilhelm Ef örvunarskammtur af bóluefni veitir verulega vörn gegn smiti eru komnar faglegar forsendur til að ræða bólusetningarskyldu að sögn sóttvarnalæknis. Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Í ljósi sögulegrar útbreiðslu veirunnar víða um Evrópu er bólusetningarskylda víða til umræðu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst í gegnum tíðina hafa litið svo á að bólusetningarskylda gæti snúist upp í andhverfu sína. Fyrirsjáanleg heiftúðug umræða sem myndi fylgja slíku gæti orðið til þess að letja stærri hópa til að fara í bólusetningu. „Mér finnst bólusetningin ekki skila þannig árangri varðandi að koma í veg fyrir smit að við getum farið að vera með mjög harðar aðgerðir gegn þeim sem eru óbólusettir. Ef við hins vegar förum að sjá að þriðja sprautan gerir alveg kraftaverk, að því leyti að það komi í veg fyrir smit, þá hafa menn faglegar forsendur til að ræða það. En þetta er siðferðilegt spursmál og pólitískt mál þannig að þetta verður mjög snúið ef menn ætla að fara að ræða þetta eins og við sjáum erlendis,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson hefur sagt að rannsóknir bentu til að örvunarskammturinn virtist veita verulegt ónæmi - og þar af leiðandi væri þeim mun ríkari ástæða til að íhuga skyldubólusetningu. „Við erum náttúrulega bara núna að fylgjast gaumgæfilega með örvunarskammtinum, verður hann miklu betri en sprauta tvö. Það eru allar vísbendingar til þess og vonandi mun það reynast svo,“ sagði Þórólfur Guðnason í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði einnig frá því að hann teldi að Íslendingar hefðu þegar náð toppnum í þessari bylgju faraldursins. 102 greindust með veiruna í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Í ljósi sögulegrar útbreiðslu veirunnar víða um Evrópu er bólusetningarskylda víða til umræðu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst í gegnum tíðina hafa litið svo á að bólusetningarskylda gæti snúist upp í andhverfu sína. Fyrirsjáanleg heiftúðug umræða sem myndi fylgja slíku gæti orðið til þess að letja stærri hópa til að fara í bólusetningu. „Mér finnst bólusetningin ekki skila þannig árangri varðandi að koma í veg fyrir smit að við getum farið að vera með mjög harðar aðgerðir gegn þeim sem eru óbólusettir. Ef við hins vegar förum að sjá að þriðja sprautan gerir alveg kraftaverk, að því leyti að það komi í veg fyrir smit, þá hafa menn faglegar forsendur til að ræða það. En þetta er siðferðilegt spursmál og pólitískt mál þannig að þetta verður mjög snúið ef menn ætla að fara að ræða þetta eins og við sjáum erlendis,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson hefur sagt að rannsóknir bentu til að örvunarskammturinn virtist veita verulegt ónæmi - og þar af leiðandi væri þeim mun ríkari ástæða til að íhuga skyldubólusetningu. „Við erum náttúrulega bara núna að fylgjast gaumgæfilega með örvunarskammtinum, verður hann miklu betri en sprauta tvö. Það eru allar vísbendingar til þess og vonandi mun það reynast svo,“ sagði Þórólfur Guðnason í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði einnig frá því að hann teldi að Íslendingar hefðu þegar náð toppnum í þessari bylgju faraldursins. 102 greindust með veiruna í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira