Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2021 09:00 Willum Þór Þórsson og Börkur Edvardsson áttu stóran þátt í að rífa karlalið Vals úr öskustónni. vísir/stöð 2 Sport/vilhelm Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. Börkur hefur lengi haldið um stjórnartaumana hjá Val og á þeim tíma þurft að taka erfiðar ákvarðanir eins og að skipta um þjálfara. „Þegar þetta hefur gerst hjá okkur, ekki oft sem betur fer, hefur mér liðið illa, andvökunætur og samviskan kvelur mann,“ sagði Börkur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í öðrum þætti Foringjanna. Börkur segist hafa tekið ranga ákvörðun þegar Willum var sagt upp störfum sumarið 2009. „Það er eitt atriði sem situr alltaf í mér og ég sé mikið eftir því. Eftir á taldi ég okkur taka ranga ákvörðun en maður þarf að læra að lifa með því. Það var þegar Willum yfirgaf Hlíðarenda. Það var rangt skref af okkar hálfu og ég sé alltaf eftir því,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um brotthvarf Willums Willum tók við Val haustið 2004. Á fyrsta tímabilinu undir hans stjórn urðu Valsmenn, sem voru þá nýliðar, bikarmeistarar og lentu í 2. sæti Landsbankadeildarinnar. Árið 2007 varð Valur svo Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. En næstu ár voru strembin. „Við vorum á erfiðum tíma sem félag, fótboltalið, þarna. Við höfðum rifið félagið í gang eftir mjög mögur ár þar á undan og vorum farnir að finna bragðið af því að vinna titla og vera á toppnum. Við misstum aðeins fótanna sem var ekkert honum að kenna, ekki frekar en mér, og úr varð að hann lét af störfum,“ sagði Börkur. Willum fór erlendis á þjálfaranámskeið sumarið 2009 og skömmu eftir heimkomuna skildu leiðir hjá honum og Val. „Það var önnur ára yfir félaginu þegar hann kom til baka og úr varð að við ákváðum að semja um starfslok. Eftir á voru það mistök,“ sagði Börkur. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Tengdar fréttir „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Sjá meira
Börkur hefur lengi haldið um stjórnartaumana hjá Val og á þeim tíma þurft að taka erfiðar ákvarðanir eins og að skipta um þjálfara. „Þegar þetta hefur gerst hjá okkur, ekki oft sem betur fer, hefur mér liðið illa, andvökunætur og samviskan kvelur mann,“ sagði Börkur í samtali við Henry Birgi Gunnarsson í öðrum þætti Foringjanna. Börkur segist hafa tekið ranga ákvörðun þegar Willum var sagt upp störfum sumarið 2009. „Það er eitt atriði sem situr alltaf í mér og ég sé mikið eftir því. Eftir á taldi ég okkur taka ranga ákvörðun en maður þarf að læra að lifa með því. Það var þegar Willum yfirgaf Hlíðarenda. Það var rangt skref af okkar hálfu og ég sé alltaf eftir því,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um brotthvarf Willums Willum tók við Val haustið 2004. Á fyrsta tímabilinu undir hans stjórn urðu Valsmenn, sem voru þá nýliðar, bikarmeistarar og lentu í 2. sæti Landsbankadeildarinnar. Árið 2007 varð Valur svo Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. En næstu ár voru strembin. „Við vorum á erfiðum tíma sem félag, fótboltalið, þarna. Við höfðum rifið félagið í gang eftir mjög mögur ár þar á undan og vorum farnir að finna bragðið af því að vinna titla og vera á toppnum. Við misstum aðeins fótanna sem var ekkert honum að kenna, ekki frekar en mér, og úr varð að hann lét af störfum,“ sagði Börkur. Willum fór erlendis á þjálfaranámskeið sumarið 2009 og skömmu eftir heimkomuna skildu leiðir hjá honum og Val. „Það var önnur ára yfir félaginu þegar hann kom til baka og úr varð að við ákváðum að semja um starfslok. Eftir á voru það mistök,“ sagði Börkur. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Tengdar fréttir „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Sjá meira
„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01
„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30