„Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 20:00 „Ég er mjög ósátt við þetta myndband. Þarna birtast myndir heiman frá mér, og ekkert af minni starfsemi tengist því sem kemur fram í myndbandinu,“ segir Sæunn Þórarinsdóttir, hrossabóndi um myndband sem birt var í morgun af slæmri meðferð mera við blóðtöku. Á myndbandinu sést hundur Sæunnar glefsa í hross og í bakgrunni sést maður slá til hrossa með priki. Sæunn segir að þarna hafi verið um að ræða óstabíla hryssu, sem hafi ráðist á bæði menn og önnur dýr, og að hundurinn hafi glefsað í hana eftir að hún sparkaði í hann. Fella hafi þurft hryssunnar vegna hegðunar hennar. „Þessi hundur var að verja sig og hryssan var ekki „hundelt“ eins og segir í þessu myndbandi. Þetta var tekið árið 2019 ogvið enduðum á að þurfa að fella hana því hún var orðin hættuleg.“ Sæunn segir það ósanngjarnt að blanda sinni starfsemi inn í þetta myndband, enda fylgi hún öllum lögum og reglum. „Mér finnst þetta bara ömurlegt og er ekki lýsandi dæmi fyrir það sem gengur á hjá okur. Hér er blátt bann við öllum barsmíðum. Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross. Það er bara svoleiðis,“ segir Sæunn. Þá segir hún að kvikmyndafólk hafi tekið allt úr samhengi. Fullyrðingar þeirra um að Sæunn hafi hætt blóðtökunni þegar fólkið kom á staðinn eigi ekki við nein rök að styðjast, þarna hafi blóðtökunni einfaldlega verið lokið. Þá séu fullyrðingar þeirra um að dýralæknir sem framkvæmdi blóðtökuna hafi elt þau á bíl sínum séu líka fráleitar; dýralæknirinn hafi sjálfur verið á heimleið eftir að hafa lokið verki sínu á bænum. „Við gerum alltaf vel við hrossin okkar og Ísteka stendur sig vel í að halda utan um þetta starf. Ég er bara verulega ósátt við þetta – það geta allir búið til myndbönd um hvað sem er og gert hana ljóta. Þetta er einungis gert í gróðastarfsemi,“ segir Sæunn, en Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera á Íslandi. „Ef myndin hefur áhrif á innkomu okkar þá enda hrossin í sláturhúsi,“ segir Sæunn. Hún hyggst leita réttar síns hjá Persónuvernd vegna málsins. Myndina má sjá hérna fyrir neðan, en hún er 20 mínútna löng og var um eitt og hálft ár í vinnslu. Hund Sæunnar má sjá á mínútu 4:08. Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Á myndbandinu sést hundur Sæunnar glefsa í hross og í bakgrunni sést maður slá til hrossa með priki. Sæunn segir að þarna hafi verið um að ræða óstabíla hryssu, sem hafi ráðist á bæði menn og önnur dýr, og að hundurinn hafi glefsað í hana eftir að hún sparkaði í hann. Fella hafi þurft hryssunnar vegna hegðunar hennar. „Þessi hundur var að verja sig og hryssan var ekki „hundelt“ eins og segir í þessu myndbandi. Þetta var tekið árið 2019 ogvið enduðum á að þurfa að fella hana því hún var orðin hættuleg.“ Sæunn segir það ósanngjarnt að blanda sinni starfsemi inn í þetta myndband, enda fylgi hún öllum lögum og reglum. „Mér finnst þetta bara ömurlegt og er ekki lýsandi dæmi fyrir það sem gengur á hjá okur. Hér er blátt bann við öllum barsmíðum. Ég myndi sjálf berja þann sem legði hendur á mín hross. Það er bara svoleiðis,“ segir Sæunn. Þá segir hún að kvikmyndafólk hafi tekið allt úr samhengi. Fullyrðingar þeirra um að Sæunn hafi hætt blóðtökunni þegar fólkið kom á staðinn eigi ekki við nein rök að styðjast, þarna hafi blóðtökunni einfaldlega verið lokið. Þá séu fullyrðingar þeirra um að dýralæknir sem framkvæmdi blóðtökuna hafi elt þau á bíl sínum séu líka fráleitar; dýralæknirinn hafi sjálfur verið á heimleið eftir að hafa lokið verki sínu á bænum. „Við gerum alltaf vel við hrossin okkar og Ísteka stendur sig vel í að halda utan um þetta starf. Ég er bara verulega ósátt við þetta – það geta allir búið til myndbönd um hvað sem er og gert hana ljóta. Þetta er einungis gert í gróðastarfsemi,“ segir Sæunn, en Ísteka ber ábyrgð á blóðtökum mera á Íslandi. „Ef myndin hefur áhrif á innkomu okkar þá enda hrossin í sláturhúsi,“ segir Sæunn. Hún hyggst leita réttar síns hjá Persónuvernd vegna málsins. Myndina má sjá hérna fyrir neðan, en hún er 20 mínútna löng og var um eitt og hálft ár í vinnslu. Hund Sæunnar má sjá á mínútu 4:08.
Dýraheilbrigði Hestar Dýr Blóðmerahald Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira