Hægriöfgamönnum gert að greiða bætur vegna Charlottesville-óeirðanna Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2021 09:25 Hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar og Kú Klúx Klanliðar söfnuðust saman í Charlottesville í ágúst 2017. Áður en yfir lauk drap einn þeirra unga konu og stórslasaði fjölda annarra þegar hann ók bíl inn í hóp gagnmótmælenda. AP/Steve Helber Kviðdómur í Virginíu gerði fimm samtökum hvítra þjóðernissinna og tólf skipuleggjendum samkomu þeirra í borginni Charlottesville í ágúst árið 2017 að greiða samtals 26 milljónir dollara, jafnvirði um 3,4 milljarða króna, í miskabætur vegna óeirða sem brutust út í kjölfar hennar. Þeir stefndu í málinu eru sumar þekktustu leiðtogar bandaríska hægriöfgamanna eins og Jason Kessler, aðalskipuleggjandi samkomunnar sem gekk undir heitinu „Sameinum hægrið“ og Richard Spencer, sem er eignaður heiður af því að finna upp á hugtakinu „hitt hægrið (e. alt right)“ sem ávarpaði samkomuna. Að nafninu til var samkomunni ætlað að mótmæla því að stytta af leiðtoga gömlu Suðurríkjanna yrði fjarlægð. Spencer þessum var meðal annars snúið við á Keflavíkurflugvelli þegar hann var á leið á viðburð öfgamanna í Svíþjóð árið 2018. Til harðra óeirða kom þegar sló í brýnu á milli hægriöfgamannanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Kona á fertugsaldri úr röðum gagnmótmælenda var drepin þegar ungur nýnasisti ók bíl sínum inn í hóp þeirra í þröngi götu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Málið gegn öfgamönnunum var einkamál sem byggði á lögum sem var ætlað að verja svarta Bandaríkjamenn fyrir Kú Klúx Klan. Almennir borgarar geta höfðað mál gegn þeim sem þeir telja að hafi brotið á réttindum fólks og lagt á ráðin um það. Málshöfðendur lögðu fram mikið magn gagna, þar á meðal færslur á samfélagsmiðlum og smáskilaboð öfgamannanna þar sem þeir skipulögðu samkomuna og ræddu um möguleikann á ofbeldi. Jason Kessler, einn leiðtoga hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum (með fána) var dæmdur til að greiða miskabætur vegna samkomunnar í Charlottesville fyrir fjórum árum.AP/Jacquelyn Martin Kviðdómur taldi að öfgamennirnir hefðu gerst sekir um að leggja á ráðin um að ógna, áreita eða beita fólk ofbeldi á samkomunni í Charlottesville. Þeir gengu meðal annars fylktu liði um borgina og hrópuðu slagorð eins og „gyðingar munu ekki skipta okkur út“. Verjendur öfgamannanna sögðu þá saklausa og að þeir hefðu ekki lagt á ráðin um ofbeldið. Þeir hafi ekki þekkt unga manninn sem ók á gagnmótmælendurna og þeir hafi því ekki getað vitað hvað hann ætti eftir að gera. Þá töldu þeir hatursorðræðu þeirra njóta verndar undir tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Washington Post segir að við réttarhöldin hafi sumir þeirra stefndu meðal annars notað níðyrði um svart fólk, lýst aðdáun á Adolf Hitler og haldið á lofti rasískum gervivísindakenningum. Þá kallaði einn verjendanna lögmann sækjenda níðyrði um gyðinga. Donald Trump, fyrrverandi forseti, sætti harðri gagnrýni eftir að hann þráaðist lengi við að fordæma hvítu öfgamennina í Charlottesville. Það gerði hann loks með semingi en lýsti síðan þátttakendum í samkomu þeirra sem „fínu fólki“. Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum. 8. september 2021 21:17 Leiðtogi bandarískra nýnasistasamtaka sagður stjórna þeim frá Rússlandi Öfgasamtökin Undirstaðan er sögð stefna að hruni Bandaríkjanna, kynþáttastríði og stofnun ríkis hvítra þjóðernissinna. 24. janúar 2020 19:18 Nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi Hinn 22 ára gamli yfirlýsti nýnasisti James Alex Fields Jr., sem keyrði inn í hóp mótmælenda í Charlottesville, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi. 28. júní 2019 19:30 Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Þeir stefndu í málinu eru sumar þekktustu leiðtogar bandaríska hægriöfgamanna eins og Jason Kessler, aðalskipuleggjandi samkomunnar sem gekk undir heitinu „Sameinum hægrið“ og Richard Spencer, sem er eignaður heiður af því að finna upp á hugtakinu „hitt hægrið (e. alt right)“ sem ávarpaði samkomuna. Að nafninu til var samkomunni ætlað að mótmæla því að stytta af leiðtoga gömlu Suðurríkjanna yrði fjarlægð. Spencer þessum var meðal annars snúið við á Keflavíkurflugvelli þegar hann var á leið á viðburð öfgamanna í Svíþjóð árið 2018. Til harðra óeirða kom þegar sló í brýnu á milli hægriöfgamannanna og hóps fólks sem mótmælti þeim. Kona á fertugsaldri úr röðum gagnmótmælenda var drepin þegar ungur nýnasisti ók bíl sínum inn í hóp þeirra í þröngi götu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi. Málið gegn öfgamönnunum var einkamál sem byggði á lögum sem var ætlað að verja svarta Bandaríkjamenn fyrir Kú Klúx Klan. Almennir borgarar geta höfðað mál gegn þeim sem þeir telja að hafi brotið á réttindum fólks og lagt á ráðin um það. Málshöfðendur lögðu fram mikið magn gagna, þar á meðal færslur á samfélagsmiðlum og smáskilaboð öfgamannanna þar sem þeir skipulögðu samkomuna og ræddu um möguleikann á ofbeldi. Jason Kessler, einn leiðtoga hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum (með fána) var dæmdur til að greiða miskabætur vegna samkomunnar í Charlottesville fyrir fjórum árum.AP/Jacquelyn Martin Kviðdómur taldi að öfgamennirnir hefðu gerst sekir um að leggja á ráðin um að ógna, áreita eða beita fólk ofbeldi á samkomunni í Charlottesville. Þeir gengu meðal annars fylktu liði um borgina og hrópuðu slagorð eins og „gyðingar munu ekki skipta okkur út“. Verjendur öfgamannanna sögðu þá saklausa og að þeir hefðu ekki lagt á ráðin um ofbeldið. Þeir hafi ekki þekkt unga manninn sem ók á gagnmótmælendurna og þeir hafi því ekki getað vitað hvað hann ætti eftir að gera. Þá töldu þeir hatursorðræðu þeirra njóta verndar undir tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna. Washington Post segir að við réttarhöldin hafi sumir þeirra stefndu meðal annars notað níðyrði um svart fólk, lýst aðdáun á Adolf Hitler og haldið á lofti rasískum gervivísindakenningum. Þá kallaði einn verjendanna lögmann sækjenda níðyrði um gyðinga. Donald Trump, fyrrverandi forseti, sætti harðri gagnrýni eftir að hann þráaðist lengi við að fordæma hvítu öfgamennina í Charlottesville. Það gerði hann loks með semingi en lýsti síðan þátttakendum í samkomu þeirra sem „fínu fólki“.
Bandaríkin Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum. 8. september 2021 21:17 Leiðtogi bandarískra nýnasistasamtaka sagður stjórna þeim frá Rússlandi Öfgasamtökin Undirstaðan er sögð stefna að hruni Bandaríkjanna, kynþáttastríði og stofnun ríkis hvítra þjóðernissinna. 24. janúar 2020 19:18 Nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi Hinn 22 ára gamli yfirlýsti nýnasisti James Alex Fields Jr., sem keyrði inn í hóp mótmælenda í Charlottesville, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi. 28. júní 2019 19:30 Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Fjarlægðu einn stærsta minnisvarðann um Suðurríkjaleiðtoga sem eftir var Verkamenn fjarlægðu styttu af Robert E. Lee, hershöfðingja gömlu Suðurríkjanna, í höfuðborg Virginíuríkis í Bandaríkjunum í dag. Fögnuður braust út þegar styttunni var lyft af stalli sínum. 8. september 2021 21:17
Leiðtogi bandarískra nýnasistasamtaka sagður stjórna þeim frá Rússlandi Öfgasamtökin Undirstaðan er sögð stefna að hruni Bandaríkjanna, kynþáttastríði og stofnun ríkis hvítra þjóðernissinna. 24. janúar 2020 19:18
Nýnasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi Hinn 22 ára gamli yfirlýsti nýnasisti James Alex Fields Jr., sem keyrði inn í hóp mótmælenda í Charlottesville, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hatursglæpi. 28. júní 2019 19:30
Þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna segist hafa verið stöðvaður á Keflavíkurflugvelli Richard Spencer, þekktur leiðtogi hvítra þjóðernissinna í Bandaríkjunum, var í vikunni stöðvaður á Keflavíkurflugvelli þar sem hann millilenti á leið sinni til Svíþjóðar. 6. júlí 2018 20:43