Báru saman tæklingu Tom Brady við tæklingu Óskars Hrafns á Scifo árið 1991 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 13:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson hugar að sárþjáðfum Enzo Scifo árið 1992 en til hægri er Tom Brady. Samsett/Youtube&AP Lokasóknin fór að venju yfir góða og slæma helgi hjá mönnum í NFL-deildinni og Tom Brady var þar tekinn fyrir. Honum var líka líkt við þjálfara karlaliðs Breiðabliks í Pepsi Max deildinni. „Þetta var góð helgi fyrir Tom Brady, hinn sanna TB12. Við sáum þetta áðan en við ætlum að sýna þetta aftur. Okkar maður þarf að passa upp á orðsporið,“ sagði Andri Ólafsson. Þeir sýndu þá tveggja fóta tæklingu Tom Brady í sigri Tampa Bay Buccaneers á New York Giants. Brady var þar að renna sér eftir að hafa hlaupið ellefu jarda með boltann sem er óvenjulegt fyrir hann. „Búúúmmm, heyrðist í Henry Birgi Gunnarssyni. „Sjáið þessa tveggja fóta tæklingu. Láta þessa varnarmenn vita af sér,“ sagði Andri. Henry Birgir rifjaði í framhaldinu upp tæklingu Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Evrópuleik KR á móti ítalska félaginu Torino árið 1991. Óskar Hrafn var þarna sautján ára leikmaður KR og tæklaði stærstu stjörnu Torino liðsins Enzo Scifo. „Þetta er grófasta tækling fótboltasögunnar,“ sagði Henry Birgir eftir að þeir sýndu þessa frægu tæklingu Óskars frá leiknum við Torino 2. október 1991. Óskar Hrafn var búinn að vera inn á vellinum í ellefu mínútur og Enzo Scifo hafði skorað sjötta mark ítalska liðsins tveimur mínútum fyrr. Það var annað mark Belgans í leiknum. Óskar fékk gult spjald fyrir brotið sem væri alltaf rautt í dag en Torino skoraði ekki fleiri mörk á síðustu 25 mínútum leiksins. Það má sjá þessar báðar tæklingar hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Tom Brady og tækling Óskars Hrafns frá 1991 Lokasóknin er á dagskrá í hverri viku á Stöð 2 Sport og þar er farið yfir alla leiki vikunnar í NFL-deildinni. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Lokasóknin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira
„Þetta var góð helgi fyrir Tom Brady, hinn sanna TB12. Við sáum þetta áðan en við ætlum að sýna þetta aftur. Okkar maður þarf að passa upp á orðsporið,“ sagði Andri Ólafsson. Þeir sýndu þá tveggja fóta tæklingu Tom Brady í sigri Tampa Bay Buccaneers á New York Giants. Brady var þar að renna sér eftir að hafa hlaupið ellefu jarda með boltann sem er óvenjulegt fyrir hann. „Búúúmmm, heyrðist í Henry Birgi Gunnarssyni. „Sjáið þessa tveggja fóta tæklingu. Láta þessa varnarmenn vita af sér,“ sagði Andri. Henry Birgir rifjaði í framhaldinu upp tæklingu Óskars Hrafns Þorvaldssonar í Evrópuleik KR á móti ítalska félaginu Torino árið 1991. Óskar Hrafn var þarna sautján ára leikmaður KR og tæklaði stærstu stjörnu Torino liðsins Enzo Scifo. „Þetta er grófasta tækling fótboltasögunnar,“ sagði Henry Birgir eftir að þeir sýndu þessa frægu tæklingu Óskars frá leiknum við Torino 2. október 1991. Óskar Hrafn var búinn að vera inn á vellinum í ellefu mínútur og Enzo Scifo hafði skorað sjötta mark ítalska liðsins tveimur mínútum fyrr. Það var annað mark Belgans í leiknum. Óskar fékk gult spjald fyrir brotið sem væri alltaf rautt í dag en Torino skoraði ekki fleiri mörk á síðustu 25 mínútum leiksins. Það má sjá þessar báðar tæklingar hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Tom Brady og tækling Óskars Hrafns frá 1991 Lokasóknin er á dagskrá í hverri viku á Stöð 2 Sport og þar er farið yfir alla leiki vikunnar í NFL-deildinni. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Lokasóknin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Sjá meira