Batnandi jörð er best að lifa Guðbjörg Lára Másdóttir skrifar 30. nóvember 2021 14:00 Gullna reglan? Hana þekkjum við öll sama hverrar trúar við erum, vorum eða verðum: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Í rauninni bara vertu næs. Öll reynum við nú eftir fremsta megni að vera það, leyfi ég mér að fullyrða. Það er gefandi fyrir þig og aðra að vera næs, að eiga góð samskipti þar sem aðilarnir í samtalinu leggja sig fram við hlustun og skilning, jafnvel rökræður. Það eru nærandi samskipti. Ímyndum okkur nú að við myndum ekki leggja okkur fram við það að vera næs, ekki hlusta eða rökræða heldur vera bara hlutlaus. Við myndum fljóta um í innihaldslausum samtölum, enginn yrði reiður en heldur ekki glaður. Ástandið væri alltaf bara „eins“ , alveg kósý - en það yrði engin framför, engin þróun eða uppfinningar. Við myndum verða bara hlutlaus, í einu og öllu. Við myndum ekki stefna að neinu slæmu en við myndum samt ekki heldur stefna á neitt betra. Ákveðin uppgjöf er það ekki? Hlutleysi er ekki endastöð Hlutleysi er fyrsta skref í átt að skoðanamyndun og upplýstri ákvarðanatöku. Eftir ákveðinn tíma af hlutleysi og upplýsingaöflun kemur að ákvarðanatöku. Ákvarðanatakan er byggð á þeim tíma er maður var hlutlaus og kemur auga á tækifæri til þess að geta þróast og tekið framförum. Stefnur um kolefnishlutleysi eru fyrsta skrefið en þær eru ekki endastöð. Stefnur um kolefnishlutleysi eru til vegna þess að við erum ekki búin að vera næs, við erum eiginlega búin að sökka, oftast vissum við bara ekki betur, en nú erum við byrjuð að læra og skilja að þessari hegðun verðum við að breyta. Það tekur að sjálfsögðu tíma að vinna sig úr mínusnum upp á núllið, en viljum við ekki vinna okkur alla leið upp í plús? Vinna okkur úr því að sökka, upp í að vera hlutlaus og svo næs? Nærandi Í lok október kom út bók eftir Paul Polman fyrrverandi forstjóra Unilever, sem hefur sérstaka framúrskarandi sjálfbærniþróunartefnu í starfsemi sinni og Andrew Winston, höfund Green to Gold og the Big Pivot. Bókin heitir „Net-positive: How Courageous Companies Thrive by Giving More Than They Take.“ Okkur vantar íslenskt orð fyrir net-positive, það kemur. Meiningin á bakvið hugtakið er sú að skilja alltaf við betur en við komum að, að við gefum meira en við tökum - hvort sem við séum einstaklingar, lítið eða stórt fyrirtæki, stofnun, kóngur, prestur eða forstjóri. Hérna munum við grípa í fyrirtækin sem samlíkingu þar sem það er megin-inntak fyrrnefndrar bókar. Að vera net-positive þýðir það að fyrirtækið þitt, hegðun þess og hlutverk sé nærandi. Að tilvera fyrirtækisins geri gott, sé næs - sé net-positive. Fyrsta skrefið Í dag er það orðin ákveðin krafa á ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir að þau séu með skýrt markmið um það hvenær þau verði kolefnishlutlaus. Þ.e.a.s markmið sem breytir áhrifum þeirra á samfélagið úr því að vera sökkuð yfir í það að vera hlutlaus. Flott og nauðsynlegt fyrsta skref, stefnurnar eru margar hverjar glæsilegar, en nú fer að koma að næsta skrefi. Stefnurnar sýna það að við erum að læra og skilja að ákveðin hegðun sé eyðileggjandi. Mikil upplýsingaöflun hefur farið fram og við skiljum að hegðuninni þarf að breyta. Að tileinka sér nærandi hegðun og hugsunarhátt getur ekki verið annað en gott fyrir okkur öll sem búum á þessari jörð sem og jörðina sjálfa. Stjórnarsáttmálinn Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt um stór orð og mjög merkileg tímamóta markmið. Til að mynda er gefið út að ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands og að árið 2040 verði Ísland orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Í orkustefnu Íslands sem gefin var út í október 2020 var markmiðið sett fyrir árið 2050, það að markmiðinu hafi verið flýtt um 10 ár er mikil áskorun, frábært skref og krefst þess að nálgun samfélagsins sé hugrökk, framsýn og að markmiðið sé sett hærra en á kolefnishlutleysi. Það er einnig lagt upp með að Ísland verði lágkolefnishagkerfi, þ.e að kolefnisspor á hverja einingu heimsframleiðslu minnki. Það er algjörlega í takt við hugtakið net-positive sem og kleinuhringjahagfræði sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Vera einu skrefi á undan. Við verðum að byggja upp nærandi samfélag. Með það að leiðarljósi verður framtíðarsýnin óhjákvæmilega björt og við höfum öll gott af því. Höfundur er starfsnemi hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni og meistaranemi í umhverfisstjórnun hjá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Gullna reglan? Hana þekkjum við öll sama hverrar trúar við erum, vorum eða verðum: Komdu fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig. Í rauninni bara vertu næs. Öll reynum við nú eftir fremsta megni að vera það, leyfi ég mér að fullyrða. Það er gefandi fyrir þig og aðra að vera næs, að eiga góð samskipti þar sem aðilarnir í samtalinu leggja sig fram við hlustun og skilning, jafnvel rökræður. Það eru nærandi samskipti. Ímyndum okkur nú að við myndum ekki leggja okkur fram við það að vera næs, ekki hlusta eða rökræða heldur vera bara hlutlaus. Við myndum fljóta um í innihaldslausum samtölum, enginn yrði reiður en heldur ekki glaður. Ástandið væri alltaf bara „eins“ , alveg kósý - en það yrði engin framför, engin þróun eða uppfinningar. Við myndum verða bara hlutlaus, í einu og öllu. Við myndum ekki stefna að neinu slæmu en við myndum samt ekki heldur stefna á neitt betra. Ákveðin uppgjöf er það ekki? Hlutleysi er ekki endastöð Hlutleysi er fyrsta skref í átt að skoðanamyndun og upplýstri ákvarðanatöku. Eftir ákveðinn tíma af hlutleysi og upplýsingaöflun kemur að ákvarðanatöku. Ákvarðanatakan er byggð á þeim tíma er maður var hlutlaus og kemur auga á tækifæri til þess að geta þróast og tekið framförum. Stefnur um kolefnishlutleysi eru fyrsta skrefið en þær eru ekki endastöð. Stefnur um kolefnishlutleysi eru til vegna þess að við erum ekki búin að vera næs, við erum eiginlega búin að sökka, oftast vissum við bara ekki betur, en nú erum við byrjuð að læra og skilja að þessari hegðun verðum við að breyta. Það tekur að sjálfsögðu tíma að vinna sig úr mínusnum upp á núllið, en viljum við ekki vinna okkur alla leið upp í plús? Vinna okkur úr því að sökka, upp í að vera hlutlaus og svo næs? Nærandi Í lok október kom út bók eftir Paul Polman fyrrverandi forstjóra Unilever, sem hefur sérstaka framúrskarandi sjálfbærniþróunartefnu í starfsemi sinni og Andrew Winston, höfund Green to Gold og the Big Pivot. Bókin heitir „Net-positive: How Courageous Companies Thrive by Giving More Than They Take.“ Okkur vantar íslenskt orð fyrir net-positive, það kemur. Meiningin á bakvið hugtakið er sú að skilja alltaf við betur en við komum að, að við gefum meira en við tökum - hvort sem við séum einstaklingar, lítið eða stórt fyrirtæki, stofnun, kóngur, prestur eða forstjóri. Hérna munum við grípa í fyrirtækin sem samlíkingu þar sem það er megin-inntak fyrrnefndrar bókar. Að vera net-positive þýðir það að fyrirtækið þitt, hegðun þess og hlutverk sé nærandi. Að tilvera fyrirtækisins geri gott, sé næs - sé net-positive. Fyrsta skrefið Í dag er það orðin ákveðin krafa á ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir að þau séu með skýrt markmið um það hvenær þau verði kolefnishlutlaus. Þ.e.a.s markmið sem breytir áhrifum þeirra á samfélagið úr því að vera sökkuð yfir í það að vera hlutlaus. Flott og nauðsynlegt fyrsta skref, stefnurnar eru margar hverjar glæsilegar, en nú fer að koma að næsta skrefi. Stefnurnar sýna það að við erum að læra og skilja að ákveðin hegðun sé eyðileggjandi. Mikil upplýsingaöflun hefur farið fram og við skiljum að hegðuninni þarf að breyta. Að tileinka sér nærandi hegðun og hugsunarhátt getur ekki verið annað en gott fyrir okkur öll sem búum á þessari jörð sem og jörðina sjálfa. Stjórnarsáttmálinn Í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er margt um stór orð og mjög merkileg tímamóta markmið. Til að mynda er gefið út að ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands og að árið 2040 verði Ísland orðið óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Í orkustefnu Íslands sem gefin var út í október 2020 var markmiðið sett fyrir árið 2050, það að markmiðinu hafi verið flýtt um 10 ár er mikil áskorun, frábært skref og krefst þess að nálgun samfélagsins sé hugrökk, framsýn og að markmiðið sé sett hærra en á kolefnishlutleysi. Það er einnig lagt upp með að Ísland verði lágkolefnishagkerfi, þ.e að kolefnisspor á hverja einingu heimsframleiðslu minnki. Það er algjörlega í takt við hugtakið net-positive sem og kleinuhringjahagfræði sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Vera einu skrefi á undan. Við verðum að byggja upp nærandi samfélag. Með það að leiðarljósi verður framtíðarsýnin óhjákvæmilega björt og við höfum öll gott af því. Höfundur er starfsnemi hjá Festu – miðstöð um sjálfbærni og meistaranemi í umhverfisstjórnun hjá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar