Segir leikskólamálin í ólestri og þörf á nýjum áherslum Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 15:09 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir fullreynt með núverandi fyrirkomulag og stjórn leikskólamála. Nauðsynlegt sé að setja málaflokkinn í forgang. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að leikskólamálin í Reykjavík séu í miklum ólestri og að fullreynt sé með núverandi stjórn leikskólamála. Hildur gerir málið að umtalsefni í færslu á Facebook í kjölfar svars frá skóla- og frístundasviði borgarinnar við fyrirspurn hennar um aldur barna við inngöngu í leikskóla í borginni. Í svarinu kemur fram að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla hafi verið 29 mánuðir. Hildur segir að núna um sextán ára tímabil hafi Samfylking talað um það, kosningar eftir kosningar, að bjóða öllum börnum, tólf til átján mánaða, leikskólapláss í Reykjavik. „Hér erum við stödd, sextán árum síðar, og enn er staðan á biðlistunum svipuð og hún var fyrir kosningar fyrir fjórum árum síðan. Við erum að sjá meðalaldur barna við innritun er 29 mánuðir. Ástæða þess að börn eru að komast inn fyrr á leikskóla er að sjálfstætt starfandi leikskólar eru að leysa þann vanda, “ segir Hildur. Styttri opnunartími Hildur bendir einnig á að þær þjónustuskerðingar sem hafi orðið á leikskólunum – að þeir hafi verið að loka hálf fimm en ekki fimm. „Mér finnst ekki hafa verið nægilega sterk áhersla á leikskólamál hjá þessum borgarstjórnarmeirihluta og ég held að það sé kominn tími til að breyta þeirri áherslu.“ Bið í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ Í svari skóla- og frístundasviðs segir að miðgildi aldurs barna við innritun hafi verið 25 mánuðir en flest börn hafi verið 23 mánaða þegar þau byrjuðu. „Það sem skýrir þessa tölur er að fjöldi barna sem byrjar í borgarreknum leikskólum kemur úr sjálfsstætt starfandi leik- og ungbarnaleikskólum og eru þar af leiðandi orðin eldri þegar þau byrja. Hækkun meðalaldurs við inntöku barna skýrist að hluta til vegna hverfanna í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ þar sem framboð á leikskólaplássum hefur ekki fjölgað í samræmi við fjölgun barna á leikskólaaldri. Börnin sem eru búsett þar hafa hafið leikskóladvöl í öðrum hverfum og eru að fá pláss í sínu nærumhverfi síðar,“ segir í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Hildar. Þá segir hann að á næsta ári megi búast við því að meðalaldur barna við inntöku verði lægri en í ár þar sem verði búið að fjölga plássum í nokkrum borgarhlutum með tilkomu Ævintýraborga, nýrra leikskóla, viðbygginga og nýrra leikskóladeilda. Forgangsmál Hildur segir að nauðsynlegt að leikskólamálin verði sett í forgang hjá Reykjavíkurborg. „Þá má til dæmis spyrja hvenær hafi sést til borgarstjóra í viðtali að ræða áherslur sínar í menntamálum eða málefnum leikskólanna eða grunnskólanna. Það er bara ekki áhugi á þessum málaflokki. Við sjáum það í nágrannasveitarfélögunum, þeim tekst öllum að leysa málið. Þetta kostar auðvitað fjármagn og tíma, en það er bara spurning um hvaða mál fólk setur á oddinn. Þetta er eitt af forgangsmálunum að mínu viti,“ segir Hildur. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Hildur gerir málið að umtalsefni í færslu á Facebook í kjölfar svars frá skóla- og frístundasviði borgarinnar við fyrirspurn hennar um aldur barna við inngöngu í leikskóla í borginni. Í svarinu kemur fram að meðalaldur barna við inntöku á leikskóla hafi verið 29 mánuðir. Hildur segir að núna um sextán ára tímabil hafi Samfylking talað um það, kosningar eftir kosningar, að bjóða öllum börnum, tólf til átján mánaða, leikskólapláss í Reykjavik. „Hér erum við stödd, sextán árum síðar, og enn er staðan á biðlistunum svipuð og hún var fyrir kosningar fyrir fjórum árum síðan. Við erum að sjá meðalaldur barna við innritun er 29 mánuðir. Ástæða þess að börn eru að komast inn fyrr á leikskóla er að sjálfstætt starfandi leikskólar eru að leysa þann vanda, “ segir Hildur. Styttri opnunartími Hildur bendir einnig á að þær þjónustuskerðingar sem hafi orðið á leikskólunum – að þeir hafi verið að loka hálf fimm en ekki fimm. „Mér finnst ekki hafa verið nægilega sterk áhersla á leikskólamál hjá þessum borgarstjórnarmeirihluta og ég held að það sé kominn tími til að breyta þeirri áherslu.“ Bið í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ Í svari skóla- og frístundasviðs segir að miðgildi aldurs barna við innritun hafi verið 25 mánuðir en flest börn hafi verið 23 mánaða þegar þau byrjuðu. „Það sem skýrir þessa tölur er að fjöldi barna sem byrjar í borgarreknum leikskólum kemur úr sjálfsstætt starfandi leik- og ungbarnaleikskólum og eru þar af leiðandi orðin eldri þegar þau byrja. Hækkun meðalaldurs við inntöku barna skýrist að hluta til vegna hverfanna í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum og Vesturbæ þar sem framboð á leikskólaplássum hefur ekki fjölgað í samræmi við fjölgun barna á leikskólaaldri. Börnin sem eru búsett þar hafa hafið leikskóladvöl í öðrum hverfum og eru að fá pláss í sínu nærumhverfi síðar,“ segir í svari Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Hildar. Þá segir hann að á næsta ári megi búast við því að meðalaldur barna við inntöku verði lægri en í ár þar sem verði búið að fjölga plássum í nokkrum borgarhlutum með tilkomu Ævintýraborga, nýrra leikskóla, viðbygginga og nýrra leikskóladeilda. Forgangsmál Hildur segir að nauðsynlegt að leikskólamálin verði sett í forgang hjá Reykjavíkurborg. „Þá má til dæmis spyrja hvenær hafi sést til borgarstjóra í viðtali að ræða áherslur sínar í menntamálum eða málefnum leikskólanna eða grunnskólanna. Það er bara ekki áhugi á þessum málaflokki. Við sjáum það í nágrannasveitarfélögunum, þeim tekst öllum að leysa málið. Þetta kostar auðvitað fjármagn og tíma, en það er bara spurning um hvaða mál fólk setur á oddinn. Þetta er eitt af forgangsmálunum að mínu viti,“ segir Hildur.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira