„Færð ekki langan tíma í sviðsljósinu og átt að nýta hverja einustu sekúndu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. desember 2021 09:01 Markús Pálsson fagnar vel heppnuðu stökki. stefán þór friðriksson Óhætt er að segja að Markús Pálsson hafi leikið á als oddi á fyrsta keppnisdegi Evrópumótsins í hópfimleikum. Markús og félagar hans í blönduðu liði unglinga urðu þá í 3. sæti í undanúrslitum. Mikil og góð stemmning var í íslenska liðinu, sérstaklega á lokaáhaldinu, trampólíni. Stökkin heppnuðust vel og þeim var vel fagnað, bæði af liðsmönnum og áhorfendum í keppnishöllinni í Guimaeres. „Við erum mjög sátt,“ sagði Markús í samtali við Vísi. „Þetta voru bara sex lið svo við þurftum ekki að berjast um að komast í úrslit. Við ætluðum bara að nýta daginn til að finna fyrir því hvernig það er að vera á Evrópumóti. Við ætlum að koma miklu sterkari inn í úrslitunum.“ Þau fara fram í dag og verða liðin þau sömu og í undanúrslitunum: Ísland, Bretland, Svíþjóð, Austurríki, Portúgal og Ítalía. Sem fyrr sagði voru Íslendingar í 3. sæti í undanúrslitunum, fengu 47.475 í heildareinkunn. Bretar urðu efstir með 50.225 í heildareinkunn og Svíar í 2. sæti með 49.900. Markús telur að íslenska liðið geti gert enn betur í úrslitunum. „Jájá, við eigum alltaf eitthvað inni,“ sagði Markús. „Ég verð ánægður með að gera mitt besta og það væri gaman að komast á pall. Auðvitað stefnir maður á að vinna en dómararnir ráða örlögum okkar.“ Það geislar af Markúsi þegar hann keppir en hann er duglegur að fagna og sprella eftir stökk. Algjör spaði svo það sé sagt. „Þetta er mitt fyrsta stórmót og í fimleikunum færðu ekki langan tíma í sviðsljósinu og maður á að nýta hverja einustu sekúndu. Ég fagnaði eins og brjálæðingur því þetta var geggjað,“ sagði Markús að lokum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af honum frá undanúrslitunum. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
Mikil og góð stemmning var í íslenska liðinu, sérstaklega á lokaáhaldinu, trampólíni. Stökkin heppnuðust vel og þeim var vel fagnað, bæði af liðsmönnum og áhorfendum í keppnishöllinni í Guimaeres. „Við erum mjög sátt,“ sagði Markús í samtali við Vísi. „Þetta voru bara sex lið svo við þurftum ekki að berjast um að komast í úrslit. Við ætluðum bara að nýta daginn til að finna fyrir því hvernig það er að vera á Evrópumóti. Við ætlum að koma miklu sterkari inn í úrslitunum.“ Þau fara fram í dag og verða liðin þau sömu og í undanúrslitunum: Ísland, Bretland, Svíþjóð, Austurríki, Portúgal og Ítalía. Sem fyrr sagði voru Íslendingar í 3. sæti í undanúrslitunum, fengu 47.475 í heildareinkunn. Bretar urðu efstir með 50.225 í heildareinkunn og Svíar í 2. sæti með 49.900. Markús telur að íslenska liðið geti gert enn betur í úrslitunum. „Jájá, við eigum alltaf eitthvað inni,“ sagði Markús. „Ég verð ánægður með að gera mitt besta og það væri gaman að komast á pall. Auðvitað stefnir maður á að vinna en dómararnir ráða örlögum okkar.“ Það geislar af Markúsi þegar hann keppir en hann er duglegur að fagna og sprella eftir stökk. Algjör spaði svo það sé sagt. „Þetta er mitt fyrsta stórmót og í fimleikunum færðu ekki langan tíma í sviðsljósinu og maður á að nýta hverja einustu sekúndu. Ég fagnaði eins og brjálæðingur því þetta var geggjað,“ sagði Markús að lokum. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af honum frá undanúrslitunum.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira