Hart tekist á um fyrirhugaða landfyllingu í Skerjafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2021 13:56 Staðsetning fyrirhugaðrar landfyllingar. Efla. Fulltrúar minnihlutans í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar eru mjög gagnrýnir á fyrirhugaða landfyllingu í tengslum við nýja byggð í Nýja-Skerjafirði. Frummatskýrsla um áhrif sem hin mögulega landfylling mun hafa var lögð fyrir á fundi ráðsins í vikunni. Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Skerjafirði er ráðgert að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem nær um 100 metra út í sjó. Áætlað er að landfyllingin muni nýtast undir nálægða byggð, undir samgöngutengingar en einnig til útivistar. Fram kemur í bókun meirihlutans að ákveðið hafi verið að ráðast á mat að umhverfisáhrifum landfyllingarinnar að frumkvæði borgarinnar, jafn vel þó að framkvæmdin væri ekki matskyld. Frummatsskýrsla sem verkfræðistofan Efla vann var lögð fram á fundinum þar sem meðal áhrif framkvæmdarinnar á margvíslega umhverfisþætti voru metin. Yfirlitsmynd af víkinni þar sem landfyllingin er fyrirhuguð. Í miðri víkinni má sjá móta fyrir leifum dráttarbrautar og vestast í víkinni eru leifar olíubryggju.Borgarvefsjá. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að framkvæmdin sé talin hafa óveruleg áhrif á strauma, fornminjar, umferð, umferðarmyndun- og öryggi, hljóðvist og loftgæði ásamt útivist og göngustíga. Hins vegar er talið að framkvæmdin hafi talsvert neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði, og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Strandlengjan verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd Í bókun meirihlutans er lögð áhersla að gert sé ráð fyrir mótvægisaðgerðum sem vinni á móti þessum neikvæðu áhrifum. Er þar nefnt að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líki eftir náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast. Horft vestur yfir fjöruna þar sem landfyllingin er fyrirhuguð.Efla Fulltrúar minnihlutans höfðu ýmislegt að athuga við hina fyrirhuguðu landfyllingu. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þeir geri alvarlegar athugasemdir við landfyllinguna sem muni raska náttúrulegri fjöru sem hafi hátt verndargildi og til standi að friða. „Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Segja verkfræðinga engu geta bætt við náttúrulega þróun Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins kallaði áformin um landfyllinguna mikið umhverfisslys og mikið inngrip í náttúruna. „Á svæðinu eru minjar um fyrstu sjóflugvélasögu Reykjavíkur sem var upphafið af flugi í Vatnsmýrinni og þessari sögu á að fórna. Innviðir Skerjafjarðar þola ekki það álag sem af þessari uppbyggingu hlýst.“ Þá lét áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka að líklega þyrfti tilbúna ströndin sem fylgdi landfyllingunni að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. „Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.“ Frummatskýrslan er nú komin í opið umsagnarferli og verður unnið með málið á vettvangi borgarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Umhverfismál Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Frummatskýrsla um áhrif sem hin mögulega landfylling mun hafa var lögð fyrir á fundi ráðsins í vikunni. Í tengslum við fyrirhugaða nýja byggð í Skerjafirði er ráðgert að gera 4,3 hektara landfyllingu á um 700 metra kafla sem nær um 100 metra út í sjó. Áætlað er að landfyllingin muni nýtast undir nálægða byggð, undir samgöngutengingar en einnig til útivistar. Fram kemur í bókun meirihlutans að ákveðið hafi verið að ráðast á mat að umhverfisáhrifum landfyllingarinnar að frumkvæði borgarinnar, jafn vel þó að framkvæmdin væri ekki matskyld. Frummatsskýrsla sem verkfræðistofan Efla vann var lögð fram á fundinum þar sem meðal áhrif framkvæmdarinnar á margvíslega umhverfisþætti voru metin. Yfirlitsmynd af víkinni þar sem landfyllingin er fyrirhuguð. Í miðri víkinni má sjá móta fyrir leifum dráttarbrautar og vestast í víkinni eru leifar olíubryggju.Borgarvefsjá. Í niðurstöðu skýrslunnar segir að framkvæmdin sé talin hafa óveruleg áhrif á strauma, fornminjar, umferð, umferðarmyndun- og öryggi, hljóðvist og loftgæði ásamt útivist og göngustíga. Hins vegar er talið að framkvæmdin hafi talsvert neikvæð áhrif á fuglalíf og verndarsvæði, og verulega neikvæð áhrif á gróður, strand- og sjávarlífríki. Strandlengjan verði mótuð til að líkja eftir náttúrulegri strönd Í bókun meirihlutans er lögð áhersla að gert sé ráð fyrir mótvægisaðgerðum sem vinni á móti þessum neikvæðu áhrifum. Er þar nefnt að strandlengjan verði mótuð þannig að hún líki eftir náttúrulegri strönd og leitast verði við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast. Horft vestur yfir fjöruna þar sem landfyllingin er fyrirhuguð.Efla Fulltrúar minnihlutans höfðu ýmislegt að athuga við hina fyrirhuguðu landfyllingu. Í bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins segir að þeir geri alvarlegar athugasemdir við landfyllinguna sem muni raska náttúrulegri fjöru sem hafi hátt verndargildi og til standi að friða. „Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Segja verkfræðinga engu geta bætt við náttúrulega þróun Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins kallaði áformin um landfyllinguna mikið umhverfisslys og mikið inngrip í náttúruna. „Á svæðinu eru minjar um fyrstu sjóflugvélasögu Reykjavíkur sem var upphafið af flugi í Vatnsmýrinni og þessari sögu á að fórna. Innviðir Skerjafjarðar þola ekki það álag sem af þessari uppbyggingu hlýst.“ Þá lét áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bóka að líklega þyrfti tilbúna ströndin sem fylgdi landfyllingunni að vera í gjörgæslu um aldur og ævi. „Hafa mætti í huga að núverandi fjörur hafa myndast á löngum tíma og þróast við staðbundnar aðstæður. Verkfræðingar geta engu við það bætt. Engar mótvægisaðgerðir mun duga til hér. Skaðinn er óafturkræfur. Miklu er fórnað fyrir lítið þegar heildarmyndin er skoðuð.“ Frummatskýrslan er nú komin í opið umsagnarferli og verður unnið með málið á vettvangi borgarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Umhverfismál Skipulag Húsnæðismál Tengdar fréttir Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Nýr grunnskóli og 690 íbúðir í Nýja-Skerjafirði Mikil uppbygging er fram undan í hverfi sem gengur undir nafninu Nýi Skerjafjörður. Borgarráð samþykkti í dag deiliskipulag fyrir svæðið, sem rís í framhaldi af byggðinni í Skerjafirði þar sem hún afmarkast í austri af Reykjavíkurflugvelli. 24. apríl 2021 22:04