Frestur vegna tilkynningar um örorku ekki liðinn og Vörður þarf að greiða bætur Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2021 07:02 Landsréttur hafnaði kröfum tryggingafélagsins Varðar um að of langt hefði liðið frá því að maðurinn vissi af varanlegum afleiðingum veikinda sinna þar til hann sendi inn tilkynningu um tjón. Vísir / Vilhelm Tryggingafélagið Vörður var í gær dæmt til að greiða dánarbúi manns bætur vegna örorkutryggingar en ágreiningur var um hvenær manninum var ljóst um varanlegar afleiðingar sjúkdóms sem hann greindist með. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóm Reykjavíkur frá því í júlí 2020 en Vörður áfrýjaði þeim dómi og krafðist þess að bótaskylda væri felld niður. Maðurinn höfðaði málið í janúar 2019 en lést af völdum lungnasjúkdóms síðar sama ár og tók dánarbú hans við málsaðild. Ágreiningur aðila málsins snýr að því hvort réttur mannsins til greiðslu bóta úr örorkutryggingu hafi fallið niður þar sem krafa hans um bætur hafi ekki hafi ekki verið gerð innan árs frá því að hann fékk vitneskju um atvik sem krafan er reist á. Tjónstilkynningin barst tryggingafélaginu 29.september 2017 og niðurstaða málsins réðst af því hvort maðurinn hafi haft vitneskju um það í september 2016 að varanlegt líkamstjón hefði hlotist af lungnasjúkdómnum sem hann þjáðist af. Í dóminum kemur fram að Vörður hafi haldið því fram að tilkynningarskylda hafi stofnast í október 2015. Sjúkdómurinn fylgikvilli af meðferð við hvítblæði Í upphaflega dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er sagt frá því að maðurinn hafi greinst með bráðahvítblæði í júní 2014. Lungnasjúkdómur sem hann greindist með í kjölfarið og að lokum dró hann til dauða var fylgikvilli af meðferð við hvítblæðinu sem hann læknaðist af. Maðurinn hélt því fram að honum hafi fyrst orðið það ljóst í kjölfarið örorkumats í ársbyrjun 2017 að ástand hans vegna lungnasjúkdómsins væri orðið varanlegt og hann hafi þá farið að kanna rétt sinn til bóta. Í tjónstilkynningu í september 2017 tók hann fram að erfitt væri að „tímasetja sjúkdóminn þar sem eitt hefur tekið við af öðru, þetta hafi bara þróast svona með tímanum“. Hafði ekki vitneskju um að lungnasjúkdómur hefði leitt til varanlegs líkamstjóns Í máli Varðar fyrir dómi kemur fram að samkvæmt vottorði læknis á Reykjalundi, en hann svaraði spurningum að beiðni Varðar með samþykki mannsins, hafi maðurinn komið á göngudeild Reykjalundar í október 2015. Þar var tekin tölvusneiðmynd af lungum og framkvæmd berkjuspeglun. Segir að eftir þessa skoðun hafi mátt telja öruggt að greining á lungnasjúkdómnum hafi legið fyrir. Vörður fór fram á að umræddur læknir bæri vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og var fallist á það. Við munnlegan flutning málsins fyrir Landsrétti var sú skýring gefin að læknirinn hefði forfallast. Þá hafi ekki komið fram ósk um að vitnið yrði leitt fyrir Landsrétt. Landsréttur féllst ekki á rök Varðar og segir í dómnum að ekki sé hægt að slá því föstu á grundvelli vottorðs læknisins að maðurinn hafi í október 2015 haft vitneskju um að lungnasjúkdómur hans hafi leitt til varanlegs líkamstjóns. Þá sýna önnur gögn sem fyrir liggja í málinu ekki fram á að maðurinn hafi verið meðvitaður um varanlegar afleiðingar lungnasjúkdómsins fyrir lok september 2016. Réttur dánarbús mannsins til greiðslu bóta frá Verði var því staðfestur af Landsrétti. Auk bótanna þarf Vörður að greiða málskostnað vegna málsins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóm Reykjavíkur frá því í júlí 2020 en Vörður áfrýjaði þeim dómi og krafðist þess að bótaskylda væri felld niður. Maðurinn höfðaði málið í janúar 2019 en lést af völdum lungnasjúkdóms síðar sama ár og tók dánarbú hans við málsaðild. Ágreiningur aðila málsins snýr að því hvort réttur mannsins til greiðslu bóta úr örorkutryggingu hafi fallið niður þar sem krafa hans um bætur hafi ekki hafi ekki verið gerð innan árs frá því að hann fékk vitneskju um atvik sem krafan er reist á. Tjónstilkynningin barst tryggingafélaginu 29.september 2017 og niðurstaða málsins réðst af því hvort maðurinn hafi haft vitneskju um það í september 2016 að varanlegt líkamstjón hefði hlotist af lungnasjúkdómnum sem hann þjáðist af. Í dóminum kemur fram að Vörður hafi haldið því fram að tilkynningarskylda hafi stofnast í október 2015. Sjúkdómurinn fylgikvilli af meðferð við hvítblæði Í upphaflega dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er sagt frá því að maðurinn hafi greinst með bráðahvítblæði í júní 2014. Lungnasjúkdómur sem hann greindist með í kjölfarið og að lokum dró hann til dauða var fylgikvilli af meðferð við hvítblæðinu sem hann læknaðist af. Maðurinn hélt því fram að honum hafi fyrst orðið það ljóst í kjölfarið örorkumats í ársbyrjun 2017 að ástand hans vegna lungnasjúkdómsins væri orðið varanlegt og hann hafi þá farið að kanna rétt sinn til bóta. Í tjónstilkynningu í september 2017 tók hann fram að erfitt væri að „tímasetja sjúkdóminn þar sem eitt hefur tekið við af öðru, þetta hafi bara þróast svona með tímanum“. Hafði ekki vitneskju um að lungnasjúkdómur hefði leitt til varanlegs líkamstjóns Í máli Varðar fyrir dómi kemur fram að samkvæmt vottorði læknis á Reykjalundi, en hann svaraði spurningum að beiðni Varðar með samþykki mannsins, hafi maðurinn komið á göngudeild Reykjalundar í október 2015. Þar var tekin tölvusneiðmynd af lungum og framkvæmd berkjuspeglun. Segir að eftir þessa skoðun hafi mátt telja öruggt að greining á lungnasjúkdómnum hafi legið fyrir. Vörður fór fram á að umræddur læknir bæri vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og var fallist á það. Við munnlegan flutning málsins fyrir Landsrétti var sú skýring gefin að læknirinn hefði forfallast. Þá hafi ekki komið fram ósk um að vitnið yrði leitt fyrir Landsrétt. Landsréttur féllst ekki á rök Varðar og segir í dómnum að ekki sé hægt að slá því föstu á grundvelli vottorðs læknisins að maðurinn hafi í október 2015 haft vitneskju um að lungnasjúkdómur hans hafi leitt til varanlegs líkamstjóns. Þá sýna önnur gögn sem fyrir liggja í málinu ekki fram á að maðurinn hafi verið meðvitaður um varanlegar afleiðingar lungnasjúkdómsins fyrir lok september 2016. Réttur dánarbús mannsins til greiðslu bóta frá Verði var því staðfestur af Landsrétti. Auk bótanna þarf Vörður að greiða málskostnað vegna málsins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira