Umboðsmaður barna krefur Strætó um svör vegna verðhækkana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2021 20:03 Verð á árskorti fyrir ungmenni á aldrinum 11-17 ára hækkaði nýverið um 60 prósent . Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur sent forsvarsmönnum Strætó bs. bréf þar sem krafist er ýmissa svara í tengslum við nýlega verðhækkun á árskorti ungmenna. Samhliða innleiðingu á nýju rafrænu greiðslukerfinu Klapp voru gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. Þær fela meðal annars í sér að verð á árskorti ungmenna á aldrinum 12-17 ára hækkaði úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, sem er 60 prósent hækkun. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er gagnrýnin á þessa hækkun í bréfi sem sent var til Strætó bs vegna hækkunarinnar. Segir hún óskiljanlegt að börn sem eru tólf ára og eldri njóti ekki meiri afsláttur en nú er gert ráð fyrir. Í bréfinu, sem lesa má hér, vísar hún í eigendastefnu Strætó bs., þar sem meðal annars kemur fram að Þjónustusýn Strætó bs. byggist á því að íbúar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl.” Salvör Nordal er umboðsmaður barna.Vísir/Vilhelm Bendir hún á að börn á þessum aldri séu ekki með bílpróf. „Sú staðreynd vekur upp áleitnar spurningar um það hvort Strætó bs., ætli sér að ná áðurnefndum markmiðum í eigendastefnunni, um að sjá til þess að þeir sem hafi val um samgöngumáta, velji samt sem áður strætó sem hagkvæman kost, með því að hækka gjöld á árskortum fyrir þann hóp, sem ekki hefur val um að nota einkabíl, þ.e. ungmenni á aldrinum 12 til 17 ára.“ Áhyggjufullir foreldrar Þá kemur fram í bréfinu að foreldrar hafi leitað til umboðsmanns vegna málsins, þar á meðal af öryrkja sem er með þrjú börn á framfæri. „Var embættinu bentá þá staðreynd að fyrir þrjú árskort í strætó fyrir ungmenni, þarf viðkomandi foreldri að reiða af hendi 120.000 kr., sem er óviðráðanlegt og ljóst er að margir foreldrar eru í sömu stöðu, ekki síst einstæðir foreldrar, foreldrar í láglaunastörfum g foreldrar utan vinnumarkaðar.“ Vísar umboðsmaður í að sveitarfélögin sem eigi Strætó bs. beri að virða ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er meðal annars gerð krafa um að allar ákvarðanir er varði börn, byggi á því sem þeim sé fyrir bestu, að undangengnu mati á bestu hagsmunum og áhrifum þeirra ákvörðunar sem til stendur að taka hverju sinni. Áhyggjufullir foreldrar hafa leitað til Umboðsmanns barna.Vísir/Vilhelm Því krefur umboðsmaður stjórn og framkvæmdastjórn Strætó bs. um það hvernig viðkomandi aðilar telji umrædda hækkun samrýmist bestu hagsmunum barna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort og þá hvernig mat hafi verið lagt á áhrif þessar ákvörðunar á börn. „Umboðsmaður barna óskar einnig eftir skýringum stjórnar Strætó bs. á því hvernig stjórnarmenn sem þar sitja sem fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, rökstyðja umrædda hækkun á nauðsynlegri þjónustu við börn í sveitarfélögum sem samkvæmt yfirlýsingum umræddra sveitarfélaga eru barnvæn. Ber hér sérstaklega til þess að líta að umrædd sveitarfélög hafa nú þegar fengið formlega viðurkenningu sem barnvæn sveitarfélögeða eru í slíku viðurkenningarferli.“ Stjórnsýsla Börn og uppeldi Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Samhliða innleiðingu á nýju rafrænu greiðslukerfinu Klapp voru gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. Þær fela meðal annars í sér að verð á árskorti ungmenna á aldrinum 12-17 ára hækkaði úr 25 þúsund krónum í 40 þúsund krónur, sem er 60 prósent hækkun. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er gagnrýnin á þessa hækkun í bréfi sem sent var til Strætó bs vegna hækkunarinnar. Segir hún óskiljanlegt að börn sem eru tólf ára og eldri njóti ekki meiri afsláttur en nú er gert ráð fyrir. Í bréfinu, sem lesa má hér, vísar hún í eigendastefnu Strætó bs., þar sem meðal annars kemur fram að Þjónustusýn Strætó bs. byggist á því að íbúar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl.” Salvör Nordal er umboðsmaður barna.Vísir/Vilhelm Bendir hún á að börn á þessum aldri séu ekki með bílpróf. „Sú staðreynd vekur upp áleitnar spurningar um það hvort Strætó bs., ætli sér að ná áðurnefndum markmiðum í eigendastefnunni, um að sjá til þess að þeir sem hafi val um samgöngumáta, velji samt sem áður strætó sem hagkvæman kost, með því að hækka gjöld á árskortum fyrir þann hóp, sem ekki hefur val um að nota einkabíl, þ.e. ungmenni á aldrinum 12 til 17 ára.“ Áhyggjufullir foreldrar Þá kemur fram í bréfinu að foreldrar hafi leitað til umboðsmanns vegna málsins, þar á meðal af öryrkja sem er með þrjú börn á framfæri. „Var embættinu bentá þá staðreynd að fyrir þrjú árskort í strætó fyrir ungmenni, þarf viðkomandi foreldri að reiða af hendi 120.000 kr., sem er óviðráðanlegt og ljóst er að margir foreldrar eru í sömu stöðu, ekki síst einstæðir foreldrar, foreldrar í láglaunastörfum g foreldrar utan vinnumarkaðar.“ Vísar umboðsmaður í að sveitarfélögin sem eigi Strætó bs. beri að virða ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er meðal annars gerð krafa um að allar ákvarðanir er varði börn, byggi á því sem þeim sé fyrir bestu, að undangengnu mati á bestu hagsmunum og áhrifum þeirra ákvörðunar sem til stendur að taka hverju sinni. Áhyggjufullir foreldrar hafa leitað til Umboðsmanns barna.Vísir/Vilhelm Því krefur umboðsmaður stjórn og framkvæmdastjórn Strætó bs. um það hvernig viðkomandi aðilar telji umrædda hækkun samrýmist bestu hagsmunum barna á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hvort og þá hvernig mat hafi verið lagt á áhrif þessar ákvörðunar á börn. „Umboðsmaður barna óskar einnig eftir skýringum stjórnar Strætó bs. á því hvernig stjórnarmenn sem þar sitja sem fulltrúar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, rökstyðja umrædda hækkun á nauðsynlegri þjónustu við börn í sveitarfélögum sem samkvæmt yfirlýsingum umræddra sveitarfélaga eru barnvæn. Ber hér sérstaklega til þess að líta að umrædd sveitarfélög hafa nú þegar fengið formlega viðurkenningu sem barnvæn sveitarfélögeða eru í slíku viðurkenningarferli.“
Stjórnsýsla Börn og uppeldi Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01 Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19 Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Nýtt kerfi Strætó bjóði upp á möguleika í framtíðinni Nýtt greiðslukerfi var tekið í notkun hjá Strætó í morgun samhliða nýrri gjaldskrá. Þrjár greiðsluleiðir eru í kerfinu en um er að ræða fyrsta stafræna greiðslukerfið í strætisvögnum á Íslandi. Framkvæmdastjóri Strætó segist vona að með tímanum verði hægt að kynna nýjungar sem henta flestum. 16. nóvember 2021 13:01
Breytingar á gjaldskrá Strætó samhliða innreið Klapp-greiðslukerfisins Samhliða innleiðingu á nýja rafræna greiðslukerfinu Klapp þann 16. nóvember 2021 verða einnig gerðar breytingar á gjaldskrá Strætó. 2. nóvember 2021 12:19
Skiljanlegt að einhverjir séu ekki sáttir við breytinguna Breytingar hafa verið tilkynntar á greiðsluskrá Strætó síðar í mánuðinum en bæði er þar um að ræða hækkanir á verði og lækkanir. Framkvæmdastjóri Strætó segist skilja að allir séu ekki á eitt sáttir við breytinguna en segir að breytta gjaldskráin bjóði upp á aukinn sveigjanleika. 4. nóvember 2021 19:00