Verjendur segja banaskot „saklaus mistök“ en saksóknarar manndráp Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2021 12:31 Kim Potter heldur því fram að hún hafi ætlað að beita rafbyssu þegar hún skaut hinn tuttugu ára gamla Daunte Wright til bana í apríl. AP Réttarhöld gegn lögreglukonu sem segist hafa skotið ungan þeldökkan mann til bana fyrir mistök standa nú yfir í Minnesota í Bandaríkjunum. Búið er að velja kviðdómendur og málflutningur hefst í dag þar sem saksóknarar og verjendur leggja línur málsins, frá þeirra sjónarhól, fyrir kviðdómendur. Kimberly Potter (49) var ákærð fyrir manndráp eftir að hún skaut hinn tuttugu ára gamla Daunte Wright til bana í apríl í Brooklyn Center, sem er úthverfi borgarinnar Minneapolis. Wright var stöðvaður í umferðinni en hann var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Það vissu lögregluþjónarnir þó ekki þegar þeir stöðvuðu hann. Potter var að þjálfa nýjan lögregluþjón og sögðust þau hafa stöðvað Wright vegna þess að hann væri með útrunnin bílnúmer og vegna lyktarspjalds sem hékk úr spegli hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar þau komust að því að Wright væri eftirlýstur reyndu þau að handtaka hann. Wright reyndi að komast undan og settist aftur inn í bíl. Potter tók þá upp skammbyssu, kallaði „rafbyssa, rafbyssa, rafbyssa“ og hleypti af. Wright dó af sárum sínum en Potter staðhæfði að hún hefði ætlað að taka upp rafbyssu og hætti í lögreglunni skömmu síðar. Sjá einnig: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Á þessum tíma stóðu yfir réttarhöld yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjóni, sem var dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis. Myndband úr vestismyndavél hennar má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug. AP fréttaveitan segir að verjendur Potter muni reyna að ramma málaferlin á þann veg að hún hafi gert saklaus mistök með því að draga upp vitlaust skotvopn. Þeir hafa áður haldið því fram að hefði Potter ætlað að skjóta Wright til bana hefði hún verið í rétti. Wright hefði ógnað lífi lögregluþjóna á staðnum með því að reyna að flýja á bíl sínum. Saksóknarar muni hins vegar staðhæfa að hún væri reynslumikill lögregluþjónn sem hefði gengist umfangsmikla þjálfun sem ætti að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi. Hún hafi verið í lögreglunni í 26 ár og hafi nokkrum sinnum farið í þjálfun varðandi notkun rafbyssa, þar á meðal tvisvar sinnum á sex mánuðum áður en hún skaut Wright. Þeir segja að eitt námskeið hafi sérstaklega snúist um það að lögregluþjóna eigi að læra að þekkja muninn á skammbyssu og rafbyssu til að koma í veg fyrir svona atvik. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott. 14. apríl 2021 16:54 Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Kimberly Potter (49) var ákærð fyrir manndráp eftir að hún skaut hinn tuttugu ára gamla Daunte Wright til bana í apríl í Brooklyn Center, sem er úthverfi borgarinnar Minneapolis. Wright var stöðvaður í umferðinni en hann var eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Það vissu lögregluþjónarnir þó ekki þegar þeir stöðvuðu hann. Potter var að þjálfa nýjan lögregluþjón og sögðust þau hafa stöðvað Wright vegna þess að hann væri með útrunnin bílnúmer og vegna lyktarspjalds sem hékk úr spegli hans, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þegar þau komust að því að Wright væri eftirlýstur reyndu þau að handtaka hann. Wright reyndi að komast undan og settist aftur inn í bíl. Potter tók þá upp skammbyssu, kallaði „rafbyssa, rafbyssa, rafbyssa“ og hleypti af. Wright dó af sárum sínum en Potter staðhæfði að hún hefði ætlað að taka upp rafbyssu og hætti í lögreglunni skömmu síðar. Sjá einnig: „Hver þremillinn. Ég skaut hann“ Á þessum tíma stóðu yfir réttarhöld yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjóni, sem var dæmdur fyrir að myrða George Floyd í Minneapolis. Myndband úr vestismyndavél hennar má sjá hér að neðan. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið gæti vakið óhug. AP fréttaveitan segir að verjendur Potter muni reyna að ramma málaferlin á þann veg að hún hafi gert saklaus mistök með því að draga upp vitlaust skotvopn. Þeir hafa áður haldið því fram að hefði Potter ætlað að skjóta Wright til bana hefði hún verið í rétti. Wright hefði ógnað lífi lögregluþjóna á staðnum með því að reyna að flýja á bíl sínum. Saksóknarar muni hins vegar staðhæfa að hún væri reynslumikill lögregluþjónn sem hefði gengist umfangsmikla þjálfun sem ætti að koma í veg fyrir mistök af þessu tagi. Hún hafi verið í lögreglunni í 26 ár og hafi nokkrum sinnum farið í þjálfun varðandi notkun rafbyssa, þar á meðal tvisvar sinnum á sex mánuðum áður en hún skaut Wright. Þeir segja að eitt námskeið hafi sérstaklega snúist um það að lögregluþjóna eigi að læra að þekkja muninn á skammbyssu og rafbyssu til að koma í veg fyrir svona atvik.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Black Lives Matter Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott. 14. apríl 2021 16:54 Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26 Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00 Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott. 14. apríl 2021 16:54
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. 14. apríl 2021 07:26
Morðingjarnir hefðu líklega aldrei verið handteknir án myndbandsins Feðgarnir Greg og Travis McMichael og nágranni þeirra William Bryan voru í gær dæmdir sekir um morð. Það er fyrir að hafa elt og setið fyrir hinum 25 ára gamla Ahmaud Arbery í febrúar í fyrra. 25. nóvember 2021 13:00
Lögreglumaðurinn áfrýjar dómi vegna dauða Georges Floyd Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem var dæmdur í meira en 22 ára fangelsi fyrir að valda dauða George Floyd í Minneapolis í Bandaríkjunum í fyrra hefur áfrýjað dómnum. Chauvin kraup ofan á hálsi Floyd þar til hann lét lífið. 24. september 2021 10:16