Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog Atli Ísleifsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 8. desember 2021 11:46 Brúin verður ætluð gangandi, hjólandi og borgarlínu. EFLA EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. Brúin verður ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð borgarlínu yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðausturhluta Kársnestáar. Samkeppnissvæðið tekur til þess svæðis á landi og sjó sem mun falla undir og við fyrirhugaða brúartengingu yfir Fossvog, milli Kópavogs og Reykjavíkur og nágrenni þess. Sigurtillagan bar nafnið Alda og hafði betur gegn tillögunum Hvalbaki og Sjónarrönd. Markmiðið með brúnni er að bæta samgöngur milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við umferð gangandi og hjólandi. Þá er brúin hluti af fyrsta áfanga Borgarlínu og á að vera tilbúin eftir tvö ár. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur telur að bygging brúarinnar muni hafa talsvert meiri breytingar í för með sér en íbúar höfuðborgarsvæðisins átti sig á. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar segir að með brúnni færist Kársnesið nánar algjörlega inn í Nauthólsvík nánast og öfugt. „Þetta mun stytta allar leiðir, þetta gerir allt þetta svæði að svo eftirsóknarverðu útivistarsvæði, fyrir utan hvað þetta styttir leiðina til og frá vinnu fyrir ótrúlega stóran hóp fólks.“ Í umsögn dómnefndar segir að mannvirkið sé látlaust en jafnframt kröftugt. Brúin virki einföld við fyrstu sýn en vex við nánari skoðun. EFLA Brúin fellur áreynslulaust að umhverfi sínu og mjúk bylgjulögun brúarinnar er áhugaverð skírskotun í öldur hafsins. Léttleiki brúarinnar keppir ekki við náttúrulegt umhverfi og skapar fallega sýn á sjóndeildarhringinn fyrir vegfarendur beggja vegna vogarins. Hönnun brúarinnar tekur mið af því að neðra byrði hennar er sýnilegt frá stórum hluta strandlengjunnar og er því hugsað sem önnur meginásýnd brúarinnar. Göngu- og hjólaleið undir brúna sunnan megin gefur sérstakt færi á þessu sjónarhorni. Umferð fyrir alla samgöngumáta er greið og tengingar við brúarenda vel útfærðar. Aðgreining milli ólíkra samgöngumáta er vel l eyst, stuðlar að öryggi allra vegfarenda og aðgengi fyrir alla. Kostur er að hjólandi vegfarendur geta valið milli þess að hjóla hraðar eftir stíg vestan megin sem er eingöngu fyrir hjól en austan megin er breiður stígur fyrir gangandi vegfarendur og hægari hjólaumferð. EFLA Við göngustíg austan megin á brú eru áhugaverðar hugmyndir um áningarstaði við „Álfasteina” sem stinga sér upp úr brúargólfinu þar sem vegfarendum gefst færi á að njóta útsýnis yfir voginn og niður á hafflötinn. Tillagan sýnir góða heildræna nálgun gagnvart öllum þáttum tæknilegrar hönnunar. Framsetning tillögunnar er mjög skýr og öllum þáttum vel lýst í máli og myndum. Efnisval brúarinnar er vel rökstutt út frá endingu og viðhaldi. Lýsingarhönnun er sannfærandi og samræmist vel formi brúarinnar,“ segir í umsókn dómnefndar. EFLA EFLA EFLA Að neðan má svo sjá tillögur Hvalbaks og Sjónarrandar sem lentu í 2. og 3. sæti hönnunarsamkeppninnar. Hvalbak Sjónarrönd Reykjavík Kópavogur Arkitektúr Skipulag Borgarlína Fossvogsbrú Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira
Brúin verður ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð borgarlínu yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðausturhluta Kársnestáar. Samkeppnissvæðið tekur til þess svæðis á landi og sjó sem mun falla undir og við fyrirhugaða brúartengingu yfir Fossvog, milli Kópavogs og Reykjavíkur og nágrenni þess. Sigurtillagan bar nafnið Alda og hafði betur gegn tillögunum Hvalbaki og Sjónarrönd. Markmiðið með brúnni er að bæta samgöngur milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við umferð gangandi og hjólandi. Þá er brúin hluti af fyrsta áfanga Borgarlínu og á að vera tilbúin eftir tvö ár. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur telur að bygging brúarinnar muni hafa talsvert meiri breytingar í för með sér en íbúar höfuðborgarsvæðisins átti sig á. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar segir að með brúnni færist Kársnesið nánar algjörlega inn í Nauthólsvík nánast og öfugt. „Þetta mun stytta allar leiðir, þetta gerir allt þetta svæði að svo eftirsóknarverðu útivistarsvæði, fyrir utan hvað þetta styttir leiðina til og frá vinnu fyrir ótrúlega stóran hóp fólks.“ Í umsögn dómnefndar segir að mannvirkið sé látlaust en jafnframt kröftugt. Brúin virki einföld við fyrstu sýn en vex við nánari skoðun. EFLA Brúin fellur áreynslulaust að umhverfi sínu og mjúk bylgjulögun brúarinnar er áhugaverð skírskotun í öldur hafsins. Léttleiki brúarinnar keppir ekki við náttúrulegt umhverfi og skapar fallega sýn á sjóndeildarhringinn fyrir vegfarendur beggja vegna vogarins. Hönnun brúarinnar tekur mið af því að neðra byrði hennar er sýnilegt frá stórum hluta strandlengjunnar og er því hugsað sem önnur meginásýnd brúarinnar. Göngu- og hjólaleið undir brúna sunnan megin gefur sérstakt færi á þessu sjónarhorni. Umferð fyrir alla samgöngumáta er greið og tengingar við brúarenda vel útfærðar. Aðgreining milli ólíkra samgöngumáta er vel l eyst, stuðlar að öryggi allra vegfarenda og aðgengi fyrir alla. Kostur er að hjólandi vegfarendur geta valið milli þess að hjóla hraðar eftir stíg vestan megin sem er eingöngu fyrir hjól en austan megin er breiður stígur fyrir gangandi vegfarendur og hægari hjólaumferð. EFLA Við göngustíg austan megin á brú eru áhugaverðar hugmyndir um áningarstaði við „Álfasteina” sem stinga sér upp úr brúargólfinu þar sem vegfarendum gefst færi á að njóta útsýnis yfir voginn og niður á hafflötinn. Tillagan sýnir góða heildræna nálgun gagnvart öllum þáttum tæknilegrar hönnunar. Framsetning tillögunnar er mjög skýr og öllum þáttum vel lýst í máli og myndum. Efnisval brúarinnar er vel rökstutt út frá endingu og viðhaldi. Lýsingarhönnun er sannfærandi og samræmist vel formi brúarinnar,“ segir í umsókn dómnefndar. EFLA EFLA EFLA Að neðan má svo sjá tillögur Hvalbaks og Sjónarrandar sem lentu í 2. og 3. sæti hönnunarsamkeppninnar. Hvalbak Sjónarrönd
Reykjavík Kópavogur Arkitektúr Skipulag Borgarlína Fossvogsbrú Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Sjá meira