Elliðaárstöð stendur ónotuð á tíma raforkuskorts í landinu Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2021 22:16 Elliðaárstöðin er 100 ára á þessu ári. Egill Aðalsteinsson Á sama tíma og kvartað er undan raforkuskorti í landinu vekur athygli að heil virkjun skuli standa ónotuð og það innan borgarmarka Reykjavíkur. Þetta er Elliðaárstöðin en forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sagði fyrir ári að engin þörf væri á meiri orku. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Elliðaárstöðina sem varð eitthundrað ára gömul á þessu ári. Inni í stöðvarhúsinu eru ennþá hverflar sem geta framleitt yfir þrjú megavött. Stíflurnar standa enn; Árbæjarstíflan með sínu inntaksmannvirki sem og miðlunarstíflan við Elliðavatn. Og vélbúnaðurinn var sagður í góðu lagi þegar upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar sýndi okkur stöðina sumarið 2019. Talsmaður Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, segir frá virkjuninni í viðtali sumarið 2019.Arnar Halldórsson „Hún er í raun og veru alveg virk, Elliðaárstöðin. Okkur vantar bara vatnið. Af því að pípan, sem leiðir vatnið frá Árbæjarstíflunni hérna niður að stöðinni, hún er ónýt,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson í viðtali í stöðvarhúsinu fyrir rúmum tveimur árum og sagði í skoðun hvort borgaði sig að endurnýja hana. „Þannig að hugmyndin núna, sem við erum að skoða, er sú að endurnýja pípuna – svolítið mjórri heldur en hún er núna – grafa niður hér við norðvesturhorn hússins eina aflvél og framleiða þá bara með alsjálfvirkum hætti rafmagn hér aftur í Elliðaárstöð,“ sagði Eiríkur í júnímánuði 2019. Séð yfir Árbæjarstíflu.Egill Aðalsteinsson En ekkert varð af þessum áformum og raunar lýsti forstjóri Orkuveitunnar, Bjarni Bjarnason, yfir því mati sínu á RÚV í fyrra að meiri líkur væru á offramboði en skorti á rafmagni, sagði að ekki þyrfti að virkja sérstaklega til að rafvæða samgöngur né þyrfti að styrkja flutningskerfi Landsnets sérstaklega. Hann hafði þremur árum fyrr lýst þeirri skoðun í Morgunblaðinu að enginn orkuskortur væri yfirvofandi. Þegar við leituðum svara frá forstjóra Orkuveitunnar í dag, í gegnum Breka Logason upplýsingafulltrúa, hversvegna Elliðaárstöðin væri ekki endurræst, fékkst það svar frá Eiríki Hjálmarssyni, sem núna er titlaður sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Orkuveitunni, að niðurstaða hagkvæmniathugunar, sem ráðist var í, hafi verið að rafmagnið frá endurnýjaðri rafstöð hefði þurft að kosta miklu meira en nokkur væri tilbúinn að greiða fyrir það. Allt vatn Elliðaánna rennur núna framhjá virkjuninni.Egill Aðalsteinsson Eiríkur sagði ennfremur að verndun lífríkis ánna kallaði á að viðunandi vatnsmagn rynni um farveg Elliðaánna. Því væri eingöngu hægt að reka virkjunina á dagvinnutíma, bara á virkum dögum og bara hálft árið, eins og gert hafi verið frá því um 1970. Hátt í milljarð króna hefði kostað að gera upp stöðina og útilokað talið að sú fjárfesting skilaði sér nokkurn tíma, segir í svari Eiríks. En spyrja má hvort þjóðin hafi lengi efni á því að láta stöð sem þessa standa ónotaða. Sérfræðingur sem við ræddum við áætlar að þótt einungis þriðjungur af orkugetu hennar væri nýttur myndi hún samt anna raforkuþörf um 1.700 heimila. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Reykjavík Tengdar fréttir Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð. 8. desember 2020 13:14 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Elliðaárstöðina sem varð eitthundrað ára gömul á þessu ári. Inni í stöðvarhúsinu eru ennþá hverflar sem geta framleitt yfir þrjú megavött. Stíflurnar standa enn; Árbæjarstíflan með sínu inntaksmannvirki sem og miðlunarstíflan við Elliðavatn. Og vélbúnaðurinn var sagður í góðu lagi þegar upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar sýndi okkur stöðina sumarið 2019. Talsmaður Orkuveitunnar, Eiríkur Hjálmarsson, segir frá virkjuninni í viðtali sumarið 2019.Arnar Halldórsson „Hún er í raun og veru alveg virk, Elliðaárstöðin. Okkur vantar bara vatnið. Af því að pípan, sem leiðir vatnið frá Árbæjarstíflunni hérna niður að stöðinni, hún er ónýt,“ sagði Eiríkur Hjálmarsson í viðtali í stöðvarhúsinu fyrir rúmum tveimur árum og sagði í skoðun hvort borgaði sig að endurnýja hana. „Þannig að hugmyndin núna, sem við erum að skoða, er sú að endurnýja pípuna – svolítið mjórri heldur en hún er núna – grafa niður hér við norðvesturhorn hússins eina aflvél og framleiða þá bara með alsjálfvirkum hætti rafmagn hér aftur í Elliðaárstöð,“ sagði Eiríkur í júnímánuði 2019. Séð yfir Árbæjarstíflu.Egill Aðalsteinsson En ekkert varð af þessum áformum og raunar lýsti forstjóri Orkuveitunnar, Bjarni Bjarnason, yfir því mati sínu á RÚV í fyrra að meiri líkur væru á offramboði en skorti á rafmagni, sagði að ekki þyrfti að virkja sérstaklega til að rafvæða samgöngur né þyrfti að styrkja flutningskerfi Landsnets sérstaklega. Hann hafði þremur árum fyrr lýst þeirri skoðun í Morgunblaðinu að enginn orkuskortur væri yfirvofandi. Þegar við leituðum svara frá forstjóra Orkuveitunnar í dag, í gegnum Breka Logason upplýsingafulltrúa, hversvegna Elliðaárstöðin væri ekki endurræst, fékkst það svar frá Eiríki Hjálmarssyni, sem núna er titlaður sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Orkuveitunni, að niðurstaða hagkvæmniathugunar, sem ráðist var í, hafi verið að rafmagnið frá endurnýjaðri rafstöð hefði þurft að kosta miklu meira en nokkur væri tilbúinn að greiða fyrir það. Allt vatn Elliðaánna rennur núna framhjá virkjuninni.Egill Aðalsteinsson Eiríkur sagði ennfremur að verndun lífríkis ánna kallaði á að viðunandi vatnsmagn rynni um farveg Elliðaánna. Því væri eingöngu hægt að reka virkjunina á dagvinnutíma, bara á virkum dögum og bara hálft árið, eins og gert hafi verið frá því um 1970. Hátt í milljarð króna hefði kostað að gera upp stöðina og útilokað talið að sú fjárfesting skilaði sér nokkurn tíma, segir í svari Eiríks. En spyrja má hvort þjóðin hafi lengi efni á því að láta stöð sem þessa standa ónotaða. Sérfræðingur sem við ræddum við áætlar að þótt einungis þriðjungur af orkugetu hennar væri nýttur myndi hún samt anna raforkuþörf um 1.700 heimila. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Reykjavík Tengdar fréttir Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41 Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14 Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð. 8. desember 2020 13:14 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Segir sorglegt að loðnubræðslur þurfi að skipta úr raforku í olíu Fulltrúi fiskimjölsiðnaðarins segir það áfall og sorglegt að loðnubræðslur þurfi núna að skipta yfir í olíu í stað rafmagns. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun. 7. desember 2021 21:41
Skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, álvera og gagnavera Landsvirkjun hefur ákveðið að skerðing á afhendingu raforku til fiskimjölsverksmiðja taki strax gildi, en ekki í janúar eins og ætlað hafði verið. Skerðingin nær einnig til stórnotenda á borð við gagnaver og álver sem eru með skerðanlega skammtímasamninga. 6. desember 2021 18:14
Opna sögu- og tæknisýningar vegna aldarafmælis rafstöðvarinnar Orkuveita Reykjavíkur ætlar að opna sögu- og tæknisýningar undir merkjum Elliðaárstöðvar. Það verður gert í tilefni þess að á næsta ári verða liðin hundrað ár frá rafstöðin í Elliðaárdal var opnuð. 8. desember 2020 13:14
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?