Costco ber að greiða ferðir starfsmanna utan áætlunartíma strætó Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. desember 2021 07:06 Deilur um ferðakostnað starfsmanna hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Vísir/Vilhelm Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Costco sé skylt að greiða starfsmönnum fyrir ferðir til og frá vinnu í verslunina við Kauptún í Garðabæ á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, óháð því hvernig starfsmenn haga ferðum til og frá vinnu á öðrum tíma. Þá kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að noti starfsmenn Costco eigin bifreið til að komast til eða frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, skuli fyrirtækið greiða þeim aksturskostnað samkvæmt kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Ágreiningur hefur verið uppi um þátttöku Costco í ferðakostnaði starfsmanna en umrætt mál varðaði meðal annars ógoldnar akstursgreiðslur nokkurra starfsmanna. Meðal þeirra var einn sem var í fullri vinnu í bakaríi Costco og hóf jafnan störf klukkan 4 að morgni, þegar almenningssamgöngur eru ekki valkostur. Það var Alþýðusamband Íslands sem sótti málið fyrir hönd félagsmanna VR en það byggði dómkröfur sínar meðal annars á því að skýr greiðsluskylda hvíldi á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar þegar vinna hæfist eða lyki á tíma þegar strætisvagnar væru ekki valkostur og atvinnurekandi sæi starfsmönnum ekki fyrir ferðum. Sú skylda væri óháð því hvernig starfsmenn kæmu venjulega til vinnu. Costco sagði hins vegar að umræddu ákvæði í kjarasamningnum væri eingöngu ætlað að tryggja að starfsmenn sem almennt notuðu almenningssamgöngur vegna vinnu sinnar kæmust til og frá vinnu án viðbótarkostnaðar utan áætlunartíma strætisvagna. Umrætt ákvæði er svohljóðandi: „Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“ Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt orðanna hljóðan fæli ákvæðið í sér ótvíræða skyldu vinnuveitanda til að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu þegar strætisvagnar væru ekki valkostur. „Ákvæðið er afdráttarlaust og er ekki gerður greinarmunur á því með hvaða hætti starfsmenn ferðast almennt til og frá vinnu. Því síður er greiðsluskylda skilyrt við að viðkomandi starfsmaður hafi í reynd borið kostnað, svo sem vegna ferðar með leigubifreið. Sú túlkun sem stefndi telur að leggja eigi til grundvallar fær þannig ekki stoð í orðalagi ákvæðisin,“ segir í dóminum. Þá kemst hann einnig að þeirri niðurstöðu að Costco beri að greiða starfsmönnum kílómetragjald fyrir ferðir á eigin bifreiðum utan áætlunartíma strætó. Dóminn má lesa hér. Costco Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira
Þá kemst dómurinn að þeirri niðurstöðu að noti starfsmenn Costco eigin bifreið til að komast til eða frá vinnu á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, skuli fyrirtækið greiða þeim aksturskostnað samkvæmt kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins. Ágreiningur hefur verið uppi um þátttöku Costco í ferðakostnaði starfsmanna en umrætt mál varðaði meðal annars ógoldnar akstursgreiðslur nokkurra starfsmanna. Meðal þeirra var einn sem var í fullri vinnu í bakaríi Costco og hóf jafnan störf klukkan 4 að morgni, þegar almenningssamgöngur eru ekki valkostur. Það var Alþýðusamband Íslands sem sótti málið fyrir hönd félagsmanna VR en það byggði dómkröfur sínar meðal annars á því að skýr greiðsluskylda hvíldi á vinnuveitendum til greiðslu ferðakostnaðar þegar vinna hæfist eða lyki á tíma þegar strætisvagnar væru ekki valkostur og atvinnurekandi sæi starfsmönnum ekki fyrir ferðum. Sú skylda væri óháð því hvernig starfsmenn kæmu venjulega til vinnu. Costco sagði hins vegar að umræddu ákvæði í kjarasamningnum væri eingöngu ætlað að tryggja að starfsmenn sem almennt notuðu almenningssamgöngur vegna vinnu sinnar kæmust til og frá vinnu án viðbótarkostnaðar utan áætlunartíma strætisvagna. Umrætt ákvæði er svohljóðandi: „Ferðir til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Seltjarnarnes), á þeim tíma sem strætisvagnar ganga ekki, greiðast af vinnuveitanda.“ Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að samkvæmt orðanna hljóðan fæli ákvæðið í sér ótvíræða skyldu vinnuveitanda til að greiða fyrir ferðir starfsmanna til og frá vinnustað á höfuðborgarsvæðinu þegar strætisvagnar væru ekki valkostur. „Ákvæðið er afdráttarlaust og er ekki gerður greinarmunur á því með hvaða hætti starfsmenn ferðast almennt til og frá vinnu. Því síður er greiðsluskylda skilyrt við að viðkomandi starfsmaður hafi í reynd borið kostnað, svo sem vegna ferðar með leigubifreið. Sú túlkun sem stefndi telur að leggja eigi til grundvallar fær þannig ekki stoð í orðalagi ákvæðisin,“ segir í dóminum. Þá kemst hann einnig að þeirri niðurstöðu að Costco beri að greiða starfsmönnum kílómetragjald fyrir ferðir á eigin bifreiðum utan áætlunartíma strætó. Dóminn má lesa hér.
Costco Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Sjá meira