Varaformaður Kennarasambands Íslands: Staðgengill eða eitthvað meira? Simon Cramer Larsen skrifar 11. desember 2021 18:00 Að fara með samningsrétt um kjör og kaup félagsmanna sambandsins er eitt af helstu hlutverkum KÍ. Formanni og varaformanni ber að bjóða aðildarfélögum aðstoð og sérfræðiþekkingu hvað kjara- og réttindamál varðar en þeir þurfa að virða sjálfstæði aðildarfélaganna því samkvæmt lögum er það hlutverk aðildarfélaganna að gera og semja um kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Vissulega getur stjórn KÍ ályktað um kjaramál ef þörf er á og hér geta formaður og varaformaður komið með innlegg í umræðuna. Formaður og varaformaður KÍ koma þess vegna ekki beinlínis að kjarasamningagerð einstakra aðildarfélaga nema það sé sérstaklega kallað eftir því. Enn fremur kemur fram í 21. grein laga Kennarasambandsins að „varaformaður KÍ er staðgengill formanns“. Ein spurning sem ég hef fengið nýlega er „hvað gerir varaformaður í rauninni, ef hann er skilgreindur sem staðgengill samkvæmt lögum KÍ?“ „Varaformaður er ekki aðeins staðgengill formanns.“ Varaformaður KÍ er formaður skólamálaráðs og hefur yfirumsjón með stefnumörkun KÍ á sviði skólamála. Á sama tíma sér hann um að sinna samskiptum við skólasamfélagið, ráðuneyti, sveitarfélögin, og ýmsar stofnanir auk þess að annast tengsl við erlend systursamtök í Evrópu. Einnig er varaformaður rödd kennara í ýmsum nefndum og starfshópum. Hér eru aðeins nokkur dæmi en þau lýsa því hversu víðtæk aðkoma varaformanns að málefnum kennara er; hann er til dæmis fulltrúi KÍ í starfshópi um menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku, hann er rödd kennara í samráðshópi KÍ, BHM og BSRB, hann er einnig fulltrúi kennara í Kennararáði, og hann veitir líka ráðgjöf í ráðgjafanefnd um fjölgun kennara. „Hlutverk varaformanns er þýðingarmikið fyrir hagsmuni kennara á öllum skólastigum og því má það ekki takmarkast við að vera aðeins staðgengill, það er svo miklu meira.“ Það er verkefni varaformannsins að sækjast eftir tækifærum og að koma af stað verkefnum sem hafa áhrif og efla skóla- og menntamál stéttarinnar. Hann þarf að hlúa vel að skóla- og menntamálum með grasrótina sér að baki, núna og til framtíðar, því þannig komum við sem stétt til með að vera framsækin næstu árin. Einnig er það verkefni hans að ýta undir aukið samstarf félaganna innan Kennarasambandsins og að vera sáttasemjari sem sér til þess að mál séu til lykta leidd. Fyrir utan að vera atvinna varaformanns eiga skóla- og menntamál að vera helstu áhugamál hans. Sá sem kemur til með að vera varaformaður KÍ þarf að hafa brennandi áhuga á því að valdefla kennarastéttina, tryggja að á rödd allra kennara sé hlustað og að ákvarðanir er varða mál stéttarinnar séu teknar með kennara í ráðum. Viðkomandi þarf að hafa vellíðan kennara að leiðarljósi og hugsa í lausnum. Samstarf varaformanns við aðildarfélögin verður að vera náið þar sem í því felast lausnir sem eru öllum kennurum til bóta. Til þess að skólasamfélagið nái árangri er ekki nóg að hlustað verði á það, það þarf að ráðast í markvissar og lausnamiðaðar aðgerðir. Sérfræðingar kennarastéttarinnar – kennarar – verða að vera hlutaðeigandi aðilar í þessum aðgerðum með varaformann í fremstu röð. „Ég vil ekki vera varaformaður sem er aðeins staðgengill.“ Fái ég umboð og traust félagsfólks þá ætla ég að vinna hörðum höndum að valdeflingu stéttarinnar. Ég vil vinna markvisst að því að halda skólamálum okkar í brennidepli, ná áheyrn stjórnvalda, tryggja að „skólamál séu alltaf okkar mál“ og að engin umræða um málefni kennara fari fram án aðkomu okkar. Ég mun leggja til að við sem komum að mennta- og skólamálum tökum þetta mikilvæga samtal um hvernig við getum mótað að nýju samfélagssáttmála um menntun á Íslandi. Mennta- og skólamál verða í nánustu framtíð tvískipt milli ráðuneyta – þess vegna er mikilvægt að við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. Ég hef svo mikla trú á Kennarasambandinu og kennarastéttinni á Íslandi. Þess vegna vil ég setja krafta mína í vinnu í þágu allra kennara og stjórnenda og í nánu samstarfi með nýjum formanni vinna að málefnum okkar – núna og til framtíðar. Með von um stuðning. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar FF og frambjóðandi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að fara með samningsrétt um kjör og kaup félagsmanna sambandsins er eitt af helstu hlutverkum KÍ. Formanni og varaformanni ber að bjóða aðildarfélögum aðstoð og sérfræðiþekkingu hvað kjara- og réttindamál varðar en þeir þurfa að virða sjálfstæði aðildarfélaganna því samkvæmt lögum er það hlutverk aðildarfélaganna að gera og semja um kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna sinna. Vissulega getur stjórn KÍ ályktað um kjaramál ef þörf er á og hér geta formaður og varaformaður komið með innlegg í umræðuna. Formaður og varaformaður KÍ koma þess vegna ekki beinlínis að kjarasamningagerð einstakra aðildarfélaga nema það sé sérstaklega kallað eftir því. Enn fremur kemur fram í 21. grein laga Kennarasambandsins að „varaformaður KÍ er staðgengill formanns“. Ein spurning sem ég hef fengið nýlega er „hvað gerir varaformaður í rauninni, ef hann er skilgreindur sem staðgengill samkvæmt lögum KÍ?“ „Varaformaður er ekki aðeins staðgengill formanns.“ Varaformaður KÍ er formaður skólamálaráðs og hefur yfirumsjón með stefnumörkun KÍ á sviði skólamála. Á sama tíma sér hann um að sinna samskiptum við skólasamfélagið, ráðuneyti, sveitarfélögin, og ýmsar stofnanir auk þess að annast tengsl við erlend systursamtök í Evrópu. Einnig er varaformaður rödd kennara í ýmsum nefndum og starfshópum. Hér eru aðeins nokkur dæmi en þau lýsa því hversu víðtæk aðkoma varaformanns að málefnum kennara er; hann er til dæmis fulltrúi KÍ í starfshópi um menntun nemenda með annað móðurmál en íslensku, hann er rödd kennara í samráðshópi KÍ, BHM og BSRB, hann er einnig fulltrúi kennara í Kennararáði, og hann veitir líka ráðgjöf í ráðgjafanefnd um fjölgun kennara. „Hlutverk varaformanns er þýðingarmikið fyrir hagsmuni kennara á öllum skólastigum og því má það ekki takmarkast við að vera aðeins staðgengill, það er svo miklu meira.“ Það er verkefni varaformannsins að sækjast eftir tækifærum og að koma af stað verkefnum sem hafa áhrif og efla skóla- og menntamál stéttarinnar. Hann þarf að hlúa vel að skóla- og menntamálum með grasrótina sér að baki, núna og til framtíðar, því þannig komum við sem stétt til með að vera framsækin næstu árin. Einnig er það verkefni hans að ýta undir aukið samstarf félaganna innan Kennarasambandsins og að vera sáttasemjari sem sér til þess að mál séu til lykta leidd. Fyrir utan að vera atvinna varaformanns eiga skóla- og menntamál að vera helstu áhugamál hans. Sá sem kemur til með að vera varaformaður KÍ þarf að hafa brennandi áhuga á því að valdefla kennarastéttina, tryggja að á rödd allra kennara sé hlustað og að ákvarðanir er varða mál stéttarinnar séu teknar með kennara í ráðum. Viðkomandi þarf að hafa vellíðan kennara að leiðarljósi og hugsa í lausnum. Samstarf varaformanns við aðildarfélögin verður að vera náið þar sem í því felast lausnir sem eru öllum kennurum til bóta. Til þess að skólasamfélagið nái árangri er ekki nóg að hlustað verði á það, það þarf að ráðast í markvissar og lausnamiðaðar aðgerðir. Sérfræðingar kennarastéttarinnar – kennarar – verða að vera hlutaðeigandi aðilar í þessum aðgerðum með varaformann í fremstu röð. „Ég vil ekki vera varaformaður sem er aðeins staðgengill.“ Fái ég umboð og traust félagsfólks þá ætla ég að vinna hörðum höndum að valdeflingu stéttarinnar. Ég vil vinna markvisst að því að halda skólamálum okkar í brennidepli, ná áheyrn stjórnvalda, tryggja að „skólamál séu alltaf okkar mál“ og að engin umræða um málefni kennara fari fram án aðkomu okkar. Ég mun leggja til að við sem komum að mennta- og skólamálum tökum þetta mikilvæga samtal um hvernig við getum mótað að nýju samfélagssáttmála um menntun á Íslandi. Mennta- og skólamál verða í nánustu framtíð tvískipt milli ráðuneyta – þess vegna er mikilvægt að við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. Ég hef svo mikla trú á Kennarasambandinu og kennarastéttinni á Íslandi. Þess vegna vil ég setja krafta mína í vinnu í þágu allra kennara og stjórnenda og í nánu samstarfi með nýjum formanni vinna að málefnum okkar – núna og til framtíðar. Með von um stuðning. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar FF og frambjóðandi til embættis varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar