Vilja fá óháðan aðila til að taka út veitingu undanþága Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. desember 2021 10:14 Þetta er í annað sinn sem skýrslubeiðnin er lögð fram í þinginu. Þingmenn Pírata og Flokks fólksins hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá innanríkisráðherra um undanþágur frá aldursákvæði hjúskaparlaga. Beiðnin varðar heimild til barna yngri en 18 ára til að ganga í hjónaband. Vísir greindi frá því í sumar að samkvæmt skýrslu dómsmálaráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar hefðu átján einstaklingar fengið heimild til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að þeir hefðu ekki náð 18 ára aldri. Um var að ræða sautján stúlkur og einn dreng. Í tveimur tilvikum var um að ræða sautján ára stúlkur sem fengu undanþágu til að giftast 31 árs manni en tvær stúlkur voru aðeins 16 ára þegar þær giftust mönnum sem voru 18 ára og 23 ára. Tilefni skýrslusmíðanna var frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um bann við barnahjónaböndum en skýrslubeiðnin nú gengur út á að fá upplýsingar um það hvaða verklag var viðhaft í þeim tilvikum þegar undanþága var veitt, hvaða gagna var aflað og hvernig ráðuneytið „rannsóknarskyldu sína til að ganga úr skugga um að ekki væri um þvingun að ræða áður en hver beiðni um undanþágu var samþykkt“. Athygli vekur að í greinargerð með skýrslubeiðninni er þess óskað að óháður aðili vinni skýrsluna, þar sem niðurstöður úttektarinnar kunni að reynast gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins. „Skýrslubeiðni þessari er ætlað að gera upp framkvæmd þessa undanþáguákvæðis á þeim tímapunkti þegar vonandi styttist í að það heyri sögunni til. Ef einhver misbrestur hefur verið á framkvæmdinni, sem leitt hefur til þess að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem njóta verndar barnasáttmálans, þá þurfa þær upplýsingar að rata í dagsljósið. Þar sem niðurstöður úttektarinnar geta reynst gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins sjálfs er þess óskað að leitað verði út fyrir ráðuneytið til óháðs aðila við gerð skýrslunnar,“ segir í greinargerðinni. Réttindi barna Fjölskyldumál Alþingi Píratar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Sautján ára stúlkum veitt undanþága til að giftast 31 árs mönnum Frá árinu 1998 hafa átján einstaklingar fengið undanþágu til að ganga í hjúskap þrátt fyrir að hafa ekki náð 18 ára aldri. Um er að ræða sautján stúlkur og einn dreng en mesta aldursbilið milli hjónaefna var fjórtán ár. 10. júní 2021 06:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Vísir greindi frá því í sumar að samkvæmt skýrslu dómsmálaráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar hefðu átján einstaklingar fengið heimild til að ganga í hjónaband þrátt fyrir að þeir hefðu ekki náð 18 ára aldri. Um var að ræða sautján stúlkur og einn dreng. Í tveimur tilvikum var um að ræða sautján ára stúlkur sem fengu undanþágu til að giftast 31 árs manni en tvær stúlkur voru aðeins 16 ára þegar þær giftust mönnum sem voru 18 ára og 23 ára. Tilefni skýrslusmíðanna var frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, um bann við barnahjónaböndum en skýrslubeiðnin nú gengur út á að fá upplýsingar um það hvaða verklag var viðhaft í þeim tilvikum þegar undanþága var veitt, hvaða gagna var aflað og hvernig ráðuneytið „rannsóknarskyldu sína til að ganga úr skugga um að ekki væri um þvingun að ræða áður en hver beiðni um undanþágu var samþykkt“. Athygli vekur að í greinargerð með skýrslubeiðninni er þess óskað að óháður aðili vinni skýrsluna, þar sem niðurstöður úttektarinnar kunni að reynast gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins. „Skýrslubeiðni þessari er ætlað að gera upp framkvæmd þessa undanþáguákvæðis á þeim tímapunkti þegar vonandi styttist í að það heyri sögunni til. Ef einhver misbrestur hefur verið á framkvæmdinni, sem leitt hefur til þess að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem njóta verndar barnasáttmálans, þá þurfa þær upplýsingar að rata í dagsljósið. Þar sem niðurstöður úttektarinnar geta reynst gagnrýnar á framkvæmd ráðuneytisins sjálfs er þess óskað að leitað verði út fyrir ráðuneytið til óháðs aðila við gerð skýrslunnar,“ segir í greinargerðinni.
Réttindi barna Fjölskyldumál Alþingi Píratar Flokkur fólksins Tengdar fréttir Sautján ára stúlkum veitt undanþága til að giftast 31 árs mönnum Frá árinu 1998 hafa átján einstaklingar fengið undanþágu til að ganga í hjúskap þrátt fyrir að hafa ekki náð 18 ára aldri. Um er að ræða sautján stúlkur og einn dreng en mesta aldursbilið milli hjónaefna var fjórtán ár. 10. júní 2021 06:28 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sautján ára stúlkum veitt undanþága til að giftast 31 árs mönnum Frá árinu 1998 hafa átján einstaklingar fengið undanþágu til að ganga í hjúskap þrátt fyrir að hafa ekki náð 18 ára aldri. Um er að ræða sautján stúlkur og einn dreng en mesta aldursbilið milli hjónaefna var fjórtán ár. 10. júní 2021 06:28