Bubbi um Baggalút: „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 21:09 Bubbi Morthens er ósáttur með að tónlistarmenn geti ekki virt samkomutakmarkanir stjórnvalda. vísir/vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gagnrýnir viðburðarhaldara sem geta ekki virt sóttvarnatakmarkanir í færslu sinni á Facebook og óttast að þetta kunni að verða til þess að þær verði hertar enn frekar. Eins og Vísir greindi frá í dag þurfti lögregla að skipta sér af því þegar sóttvarnareglur voru brotnar á Baggalútstónleikum í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að tónleikagestir hefðu verið verulega ölvaðir og ekki fylgt reglunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Bitnar á öðrum Bubbi Morthens tjáði sig síðan um málið á Facebook þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með málið. „Djöfull er það súrt að kollegar geti ekki séð til þess að sóttvarnareglur séu virtar á tónleikum kvöld eftir kvöld,“ skrifar Bubbi. „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert. Þetta bitnar á öðrum í bransanum,“ segir hann, greinilega hræddur um að útbreiðsla veirunnar, sem virðist mikil þessa dagana, verði til þess að stjórnvöld ákveði að herða enn meira á takmörkunum nú rétt fyrir hátíðirnar. Það gæti þýtt: engir fleiri tónleikar á næstunni. Hljómsveitin Baggalútur heldur árlega jólatónleika. Og spurður hvernig tónlistarmenn á sviði eigi að hafa stjórn á gestum sínum segir Bubbi í athugasemd við færslu sína: „Þegar fólk fær að fara með litla bjórkassa sem eru seldir við inngang inní sal, þegar fólk þvælist milli hólfa, þegar fólk tekur niður grímur og engin gerir neitt. Þetta er kvöld eftir kvöld.“ Þegar menn sjái að það sé í gangi séu þeir augljóslega ekki að vanda til verka. Hrósa Bó Þegar rætt var við Jóhann Karl hjá lögreglunni í morgun sagði hann að lögregla hafi verið með eftirlit á tveimur stöðum í gærkvöldi, bæði hjá Baggalút í Háskólabíói en einnig á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestum Björgvins. Þar virtist hins vegar allt vera upp á tíu. „Höllin var með allt á tæru hjá Bó,“ sagði Jóhann Karl. Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar eru löngu orðnir að árlegri jólahefð margra Íslendinga.Mynd/Einkasafn Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í dag þurfti lögregla að skipta sér af því þegar sóttvarnareglur voru brotnar á Baggalútstónleikum í gærkvöldi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði að tónleikagestir hefðu verið verulega ölvaðir og ekki fylgt reglunum. „Við veittum því til dæmis athygli á Baggalútstónleikunum að það var talsverð ölvun á mannskapnum sem var að koma. Um leið og þú ert orðinn ölvaður þá áttu erfiðara með að fara eftir reglum, vera með grímur og svona. Þetta eru reglurnar.“ Bitnar á öðrum Bubbi Morthens tjáði sig síðan um málið á Facebook þar sem hann lýsir yfir vonbrigðum sínum með málið. „Djöfull er það súrt að kollegar geti ekki séð til þess að sóttvarnareglur séu virtar á tónleikum kvöld eftir kvöld,“ skrifar Bubbi. „Menn sjá hvað er í gangi en gera ekkert. Þetta bitnar á öðrum í bransanum,“ segir hann, greinilega hræddur um að útbreiðsla veirunnar, sem virðist mikil þessa dagana, verði til þess að stjórnvöld ákveði að herða enn meira á takmörkunum nú rétt fyrir hátíðirnar. Það gæti þýtt: engir fleiri tónleikar á næstunni. Hljómsveitin Baggalútur heldur árlega jólatónleika. Og spurður hvernig tónlistarmenn á sviði eigi að hafa stjórn á gestum sínum segir Bubbi í athugasemd við færslu sína: „Þegar fólk fær að fara með litla bjórkassa sem eru seldir við inngang inní sal, þegar fólk þvælist milli hólfa, þegar fólk tekur niður grímur og engin gerir neitt. Þetta er kvöld eftir kvöld.“ Þegar menn sjái að það sé í gangi séu þeir augljóslega ekki að vanda til verka. Hrósa Bó Þegar rætt var við Jóhann Karl hjá lögreglunni í morgun sagði hann að lögregla hafi verið með eftirlit á tveimur stöðum í gærkvöldi, bæði hjá Baggalút í Háskólabíói en einnig á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar, Jólagestum Björgvins. Þar virtist hins vegar allt vera upp á tíu. „Höllin var með allt á tæru hjá Bó,“ sagði Jóhann Karl. Jólatónleikar Björgvins Halldórssonar eru löngu orðnir að árlegri jólahefð margra Íslendinga.Mynd/Einkasafn
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira