Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2021 08:02 Þórólfur segir ljóst að ómíkron smitist auðveldlega en það sé mögulega vægara en delta. Enn sé þó margt á huldu og upplýsingar um hið nýja afbrigði að koma fram í rauntíma. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu á Bylgjunni nú fyrir stundu en hann skilar í dag nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnalæknir vildi ekkert gefa upp um efni minnisblaðsins en sagði nauðsynlegt að horfa raunhæft á stöðuna. Þórólfur sagði flesta vera að passa sig mjög vel en á sama tíma væru margir sem gerðu það ekki. Þá væri ómíkron-afbrigðið komið á siglingu og það væri afar smitandi. Sóttvarnalæknir sagðist fylgjast náið með stöðunni erlendis og ef horft væri til Danmerkur, þar sem 18 þúsund manns hefðu greinst með ómíkron, væru 0,7 prósent að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta væri nokkuð minna en við hefðum séð með delta en hingað til hefðu 1,2 til 1,3 prósent lagst inn. Þórólfur sagði að ef Íslendingar færu að sjá sambærilegar tölur og Danir væri um að ræða allt að 7 til 800 greinda á dag, sem þýddi nokkrar innlagnir á dag. Ljóst væri að Landspítalinn myndi að óbreyttu ekki ráða við 4 til 6 innlagnir vegna Covid á degi hverjum. Spurður að því hvort það væri raunverulega svo að tveir bóluefnaskammtar veittu litla vörn sagði Þórólfur svo vera en að miklar vonir væru bundnar við að örvunarskammturinn veitti góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Örvunarbólusetningar hefðu gengið vel hérlendis og um 150 þúsund þegar fengið örvunarskammt en engu að síður ætti ennþá helmingur bólusettra eftir að fá örvunarskammt og þá væri fjöldi enn óbólusettur. Ómíkron ætti því greiða leið um samfélagið enn sem komið er. Þórólfur sagði þá sem væru að veikjast yngra fólk og fólk á miðjum aldri. Þetta væri fólkið sem væri minnst bólusett og mest á ferðinni. Þúsundir væru í sóttkví en hún væri helsta ráðið sem við ættum til að freista þess að hamla útbreiðslu veirunnar. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt ástand,“ sagði Þórólfur um jólahátíðina sem er framundan. „Þetta er vissulega óskemmtilegt fyrir þá sem lenda í því og ekkert hægt að draga fjöður yfir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu á Bylgjunni nú fyrir stundu en hann skilar í dag nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnalæknir vildi ekkert gefa upp um efni minnisblaðsins en sagði nauðsynlegt að horfa raunhæft á stöðuna. Þórólfur sagði flesta vera að passa sig mjög vel en á sama tíma væru margir sem gerðu það ekki. Þá væri ómíkron-afbrigðið komið á siglingu og það væri afar smitandi. Sóttvarnalæknir sagðist fylgjast náið með stöðunni erlendis og ef horft væri til Danmerkur, þar sem 18 þúsund manns hefðu greinst með ómíkron, væru 0,7 prósent að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta væri nokkuð minna en við hefðum séð með delta en hingað til hefðu 1,2 til 1,3 prósent lagst inn. Þórólfur sagði að ef Íslendingar færu að sjá sambærilegar tölur og Danir væri um að ræða allt að 7 til 800 greinda á dag, sem þýddi nokkrar innlagnir á dag. Ljóst væri að Landspítalinn myndi að óbreyttu ekki ráða við 4 til 6 innlagnir vegna Covid á degi hverjum. Spurður að því hvort það væri raunverulega svo að tveir bóluefnaskammtar veittu litla vörn sagði Þórólfur svo vera en að miklar vonir væru bundnar við að örvunarskammturinn veitti góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Örvunarbólusetningar hefðu gengið vel hérlendis og um 150 þúsund þegar fengið örvunarskammt en engu að síður ætti ennþá helmingur bólusettra eftir að fá örvunarskammt og þá væri fjöldi enn óbólusettur. Ómíkron ætti því greiða leið um samfélagið enn sem komið er. Þórólfur sagði þá sem væru að veikjast yngra fólk og fólk á miðjum aldri. Þetta væri fólkið sem væri minnst bólusett og mest á ferðinni. Þúsundir væru í sóttkví en hún væri helsta ráðið sem við ættum til að freista þess að hamla útbreiðslu veirunnar. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt ástand,“ sagði Þórólfur um jólahátíðina sem er framundan. „Þetta er vissulega óskemmtilegt fyrir þá sem lenda í því og ekkert hægt að draga fjöður yfir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira