Vísindaráð fundar: Undir það búin að eldgos geti hafist hvað úr hverju Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2021 12:17 Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesskaganum og mun vísindaráð almannavarna funda í dag til að fara yfir stöðuna og meta hverju megi eiga von á. Tæp vika er síðan skjálftahrinan á Reykjanesi hófst. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir virknina hafa verið mikla á svæðinu á þessari viku. „Staðan er óbreytt frá því að skjálftahrinan hófst. Það er að segja það er mikil virkni á svæðinu sem mælist í jarðskjálftum og síðan eru merki um landbreytingar sem að eru þá merki um að kvikan sé að safnast fyrir í ganginum sem að myndaðist fyrr á árinu og við erum bara undir það búin að eldgos geti hafist hvað og hvenær.“ Björn segir gengið út frá því að ef til eldgoss kemur þá gjósi við eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. „Vegna þess þar sem að skjálftavirkni hefur verið og þar sem að kvikan hefur verið að safnast saman og þenslumerkin eru. Þau eru á sömu slóðum eins og fyrir eldgosið 19. mars. Þannig að við horfum til þess að ef eldgos hefst þá muni það hefjast að öllum líkindum innan hraunbreiðunnar eða á þeim sprungum sem það var á síðast.“ Hann segir að farið hafi verið vel yfir öll mælitæki og vefmyndavélar á svæðinu til að hægt sé að fylgjast sem best með. „Við gerum ráð fyrir því að í dag séum við mun betur undir það búin að sjá ef að kvika kemur upp yfirborð á heldur en var 19. mars.“ Vísindaráð almannavarna ætlar að hittast í dag til að fara yfir stöðuna. „Nú höfum við safnað göngum með þeim tækjum sem eru á staðnum og höfum fengið fleiri gervitunglamyndir og seinni partinn í dag þá er fundur hjá vísindaráði þar sem farið verður yfir þessa stuttu atburðarás og þau gögn sem hefur verið safnað og síðan túlkað út frá þeim hver líklegasta atburðarásin hefur verið og við hverju við getum hugsanlega búist næstu daga.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. 26. desember 2021 05:26 Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt“ Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð. 25. desember 2021 07:26 Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06 Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Tæp vika er síðan skjálftahrinan á Reykjanesi hófst. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir virknina hafa verið mikla á svæðinu á þessari viku. „Staðan er óbreytt frá því að skjálftahrinan hófst. Það er að segja það er mikil virkni á svæðinu sem mælist í jarðskjálftum og síðan eru merki um landbreytingar sem að eru þá merki um að kvikan sé að safnast fyrir í ganginum sem að myndaðist fyrr á árinu og við erum bara undir það búin að eldgos geti hafist hvað og hvenær.“ Björn segir gengið út frá því að ef til eldgoss kemur þá gjósi við eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. „Vegna þess þar sem að skjálftavirkni hefur verið og þar sem að kvikan hefur verið að safnast saman og þenslumerkin eru. Þau eru á sömu slóðum eins og fyrir eldgosið 19. mars. Þannig að við horfum til þess að ef eldgos hefst þá muni það hefjast að öllum líkindum innan hraunbreiðunnar eða á þeim sprungum sem það var á síðast.“ Hann segir að farið hafi verið vel yfir öll mælitæki og vefmyndavélar á svæðinu til að hægt sé að fylgjast sem best með. „Við gerum ráð fyrir því að í dag séum við mun betur undir það búin að sjá ef að kvika kemur upp yfirborð á heldur en var 19. mars.“ Vísindaráð almannavarna ætlar að hittast í dag til að fara yfir stöðuna. „Nú höfum við safnað göngum með þeim tækjum sem eru á staðnum og höfum fengið fleiri gervitunglamyndir og seinni partinn í dag þá er fundur hjá vísindaráði þar sem farið verður yfir þessa stuttu atburðarás og þau gögn sem hefur verið safnað og síðan túlkað út frá þeim hver líklegasta atburðarásin hefur verið og við hverju við getum hugsanlega búist næstu daga.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. 26. desember 2021 05:26 Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt“ Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð. 25. desember 2021 07:26 Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06 Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. 26. desember 2021 05:26
Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt“ Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð. 25. desember 2021 07:26
Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06
Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16